Indland

Indland: Hrelld fyrir að standa upp í hárinu á stórfyrirtækjum

Pavitri Manjhi tekur skýra afstöðu. Hún tilheyrir Adivasi, samfé­lagi frum­byggja sem á það á hættu að verða rekið af landi sínu til að rýma til fyrir tveimur orku­verum. Samfé­lagið stendur frammi fyrir því að missa lönd sín og lífs­við­ur­væri. En Pavitri er í farar­broddi í mótstöðu gegn því.

Þorps­búar segja að þeir hafi verið neyddir til að selja lönd sín aðilum sem voru að vinna fyrir tvö einka­fyr­ir­tæki í Chhatt­is­garh í Mið-Indlandi. Margir hafa ekki enn fengið full­nægj­andi greiðslu. Sem formaður í sveit­ar­stjórn sinni stofnaði Pavitri til samtaka sem lögðu fram næstum 100 form­legar kvart­anir. Hún verður fyrir stöð­ugum ógnunum vegna þess.

Ógnandi menn, sem líklega voru ráðnir af fyrir­tækj­unum, hafa ítrekað þrýst á hana um að draga til baka allar kvart­anir. Þeir komu heim til hennar og hótuðu henni: „Allir sem hafa hjálpað þér við að leggja fram kvörtun eru utan­að­kom­andi. Þeir munu ekki geta komið þér til bjargar og við munum þagga niður í þeim.“ Menn­irnir sneru aftur næstu daga og hótuðu henni enn frekar. Pavitri tilkynnti áreitnina til lögregl­unnar en lítið hefur verið gert í því.

Í áratugi hefur Adivasi-fólkið verið neytt af landi sínu og traðkað hefur verið á rétt­indum þess til þess að fyrir­tæki fengju land undir starf­semi sína. En Pavitri er ekki að fara neitt. Hún er stað­ráðin í því að verða samfé­lagi sínu að liði við að standa upp í hárinu á stór­fyr­ir­tækjum og verja land forfeðra sinna.

Krefðu stjórn­völd á Indlandi um að verja Pavitri gegn áreitni strax

Hér má sjá mynd­skeið af baráttu Pavitri Manjhi

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Grikkland

Krefjumst réttlætis fyrir Zak

Zak Kostopoulos, grískur samkynhneigður aðgerða- og mannréttindasinni lést þann 21. september 2018 í kjölfar fólskulegrar líkamsárásar. Zak, einnig þekktur undir drag-sviðsnafninu Zackie Oh, var baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og HIV- smitaðra.

Hong Kong

Verndum réttindi íbúa Hong Kong

Íbúar Hong Kong hafa af hugrekki mótmælt fyrirhuguðu lagafrumvarpi þrátt fyrir ofbeldi lögreglu. Verði frumvarpið samþykkti eiga íbúar Hong Kong á hættu að verða framseldir til meginlands Kína og sæta þar illri meðferð.

Íran

Bresk-írönsk kona sökuð um njósnir

Nazanin Zaghari-Ratcliffe er fertug bresk-írönsk kona. Hún hefur nú setið í meira en þúsund daga í írönsku fangelsi þar sem hún afplánar dóm en hún var sakfelld fyrir njósnir vorið 2016. Írönsk stjórnvöld búa ekki yfir neinum sönnunum sem styðja þessar ásakanir.

Danmörk

Danmörk: Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Ekvador

Ekvador: Verndum umhverfissinna í Amason-regnskóginum

Þær Patricia Gualinga, Nema Grefa, Salomé Aranda og Margoth Escobar hætta lífi sínu og fjölskyldna sinna daglega við störf sín í Amason-skóginum. Störf þeirra felast í því að vernda stærsta regnskóg heims með því að berjast gegn pólitískum og efnahagslegum öflum sem tengjast jarðefnavinnslu á landsvæðum frumbyggja í Amason.

Kína

Kína: Mannréttindalögfræðingur í haldi

Wang Quanzhang er kínverskur mannréttindalögfræðingur sem hefur hætt lífi sínu til að verja mannréttindi. Þann 28. janúar 2019 hlaut hann fjögurra og hálfs árs dóm fyrir að „grafa undan valdi ríkisins“. Lengi vel fengust engar upplýsingar um hvar Wang Quanzhang var haldið en nú hefur komið í ljós að hann var nýlega fluttur í Linyi-fangelsið í Shandong-héraði.

Dóminíska lýðveldið

Krefjumst verndar vændisfólks í Dóminíska lýðveldinu

Lögreglan í Dóminíska lýðveldinu nauðgar, ber og niðurlægir vændisfólk – oft miðandi með byssum. Þetta eru pyndingar. Krefjumst verndar þeirra og að þær fái notið réttinda sinna!

Filippseyjar

Filippseyjar: Stöðvum árásir á mannréttindasinna

Þann 22. apríl fékk mannréttindasinninn Christina Palabay textaskilaboð frá nafnlausum aðila þar sem hún var vöruð við því að hún og nokkrir aðrir sem tilheyra mannréttindasamtökunum Karapatan á Filippseyjum verði myrt á þessu ári. Nokkrum klukkustundum áður var meðlimur Karapatan, Bernadino Patigas, skotinn til bana í borginni Escalante í Negros-héraðinu í norðuhluta Filippseyja.