Indland

Indland: Hrelld fyrir að standa upp í hárinu á stórfyrirtækjum

Pavitri Manjhi tekur skýra afstöðu. Hún tilheyrir Adivasi, samfé­lagi frum­byggja sem á það á hættu að verða rekið af landi sínu til að rýma til fyrir tveimur orku­verum. Samfé­lagið stendur frammi fyrir því að missa lönd sín og lífs­við­ur­væri. En Pavitri er í farar­broddi í mótstöðu gegn því.

Þorps­búar segja að þeir hafi verið neyddir til að selja lönd sín aðilum sem voru að vinna fyrir tvö einka­fyr­ir­tæki í Chhatt­is­garh í Mið-Indlandi. Margir hafa ekki enn fengið full­nægj­andi greiðslu. Sem formaður í sveit­ar­stjórn sinni stofnaði Pavitri til samtaka sem lögðu fram næstum 100 form­legar kvart­anir. Hún verður fyrir stöð­ugum ógnunum vegna þess.

Ógnandi menn, sem líklega voru ráðnir af fyrir­tækj­unum, hafa ítrekað þrýst á hana um að draga til baka allar kvart­anir. Þeir komu heim til hennar og hótuðu henni: „Allir sem hafa hjálpað þér við að leggja fram kvörtun eru utan­að­kom­andi. Þeir munu ekki geta komið þér til bjargar og við munum þagga niður í þeim.“ Menn­irnir sneru aftur næstu daga og hótuðu henni enn frekar. Pavitri tilkynnti áreitnina til lögregl­unnar en lítið hefur verið gert í því.

Í áratugi hefur Adivasi-fólkið verið neytt af landi sínu og traðkað hefur verið á rétt­indum þess til þess að fyrir­tæki fengju land undir starf­semi sína. En Pavitri er ekki að fara neitt. Hún er stað­ráðin í því að verða samfé­lagi sínu að liði við að standa upp í hárinu á stór­fyr­ir­tækjum og verja land forfeðra sinna.

Krefðu stjórn­völd á Indlandi um að verja Pavitri gegn áreitni strax

Hér má sjá mynd­skeið af baráttu Pavitri Manjhi

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Sri Lanka

Sri Lanka: Aftaka þrettán fanga yfirvofandi!

Dauðarefsingu hefur ekki verið beitt á Sri Lanka í 43 ár en fréttir herma að forseti landsins Maithripala Sirisena sé að leggja drög að aftökum fanga á dauðadeild. Ekki er vitað hvort þessir einstaklingar hafi hlotið sanngjörn réttarhöld, haft aðgang að lögfræðingum eða átt kost á náðunaráfrýjun.

Danmörk

Danmörk: Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Ísland

Ísland: Verndið mannréttindi intersex barna

Í niðurstöðum rannsóknar Amnesty International kemur fram að einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra mæta ekki skýru mannréttindamiðuðu verklagi í íslensku heilbrigðiskerfi.

Bandaríkin

Bandaríkin: Fjölskyldur þurfa samkennd, ekki meira ofbeldi

Þúsundir einstaklinga frá Mið-Ameríku, fjölskyldur þar á meðal, neyðast til að flýja heimkynni sín og allt það sem er þeim kunnulegt og kært í leit að öryggi og betra lífi fyrir sig og börnin sín.