Ísland

Stjórnvöld tryggi velferð trans barna og unglinga

Í upphafi þessa árs var trans teymi Barna- og unglinga­geð­deildar Land­spítala (BUGL) lagt niður. Umrætt teymi hefur gegnt lykil­hlut­verki í lífi trans barna og unglinga. Mikil óvissa ríkir nú um hvernig trans börn og unglingar verða þjón­ustuð.

Aflagning trans teym­isins gengur þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 sem tóku gildi þann 6. júlí á síðasta ári. Í 13. grein laganna segir að á BUGL skuli starfa teymi sérfræð­inga um kynvitund og ódæmi­gerð kynein­kenni, skipað af forstjóra sjúkra­hússins. „Teymið skal vera þverfag­legt og skipað fagfólki með viðeig­andi þekk­ingu og reynslu. Tryggja skuli trans börnum „meðferð í samræmi við þarfir hvers og eins“ og forsjár­að­ilum þeirra stuðning og ráðgjöf.

Íslensk yfir­völd verða að bregðast við þessum vanda án tafar til að tryggja velferð trans barna og unglinga hér á landi en samkvæmt Samtök­unum ‘78 sýna nýjustu rann­sóknir fram á að tíðni sjálfs­víga, sjálf­skaða og vanlíðan minnkar til muna þegar börn hafa aðgengi að þjón­ustu og stuðn­ingi foreldra og fagaðila til að vera þau sjálf og takast á við lífið. Auk þess verða yfir­völd að sjá til þess að fjár­magn og mannafli sé til staðar til að halda uppi trans teymi BUGL í samræmi við ný lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal tekur undir áskorun Samtak­anna ‘78 þar sem skorað er á Svandísi Svavars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra, Ölmu Dagbjörtu Möller land­lækni og Pál Matth­íasson forstjóra Land­spítala að bregðast tafar­laust við stöðu mála og að fylgja lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 með afger­andi hætti og með eftir­far­andi aðgerðum:

  • Tryggja þarf viðeig­andi fjár­magn í mála­flokkinn til að koma í veg fyrir að þjón­ustan falli niður vegna skorts á mannafla
  • Tryggja þarf þjón­ustu byggða á fremstu fagþekk­ingu á þessu sviði og að skip­aðar séu skýrar verklags­reglur og verk­ferlar um þjón­ustuna í samræmi við fremstu staðla heims
  • Tryggja þarf að starfs­fólk sæki sér sérþekk­ingu á þessu sviði á erlendum vett­vangi og í samstarfi við hags­muna­félög hérlendis
  • Tryggja þarf að samskipti séu á milli fagaðila í þessum mála­flokki sem og öðrum mála­flokkum

 

Hér má lesa skýrslu Amnesty Internati­onal No shame in diversity: The right to health for people with variations of sex character­istics in Iceland sem fjallar um stöðu trans- og intersex fólks og barna á Íslandi. Skýrslan var gefin út á síðasta ári.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Bandaríkin

Farandfólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd í hættu vegna covid-19

Á sama tíma og heimurinn bregst við fordæmalausum aðstæðum sem skapast hafa vegna kórónuveirunnar eru fullorðnir og börn, vistuð í varðhaldi á vegum innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna í yfirfullum rýmum, í mikilli smithættu og með takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Kína

Kína hætti ofsóknum gegn Úígúrum

Allt að ein milljón einstaklinga, aðallega minnihlutahópar múslima, hefur verið handtekin að geðþótta og komið fyrir í svokölluðum endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. Þeirra á meðal eru Úígúrar, Kasakar og önnur þjóðarbrot sem eiga sér sterkar trúarlegar og menningarlegar rætur.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.

Ísland

Stjórnvöld tryggi velferð trans barna og unglinga

Í upphafi þessa árs var trans teymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) lagt niður. Umrætt teymi hefur gegnt lykilhlutverki í lífi trans barna og unglinga. Mikil óvissa ríkir nú um hvernig trans börn og unglingar verða þjónustuð.

Íran

16 ára fangelsisdómur fyrir að mótmæla löggjöf um höfuðslæðu

Yasaman Aryani storkaði lögum um höfuðslæðu í Íran með ögrandi gjörningi. Yasaman og móðir hennar gengu með hárið óhulið um lestarvagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Yasaman var dæmd í 16 ára fangelsi í kjölfarið.

Grikkland

Börn á flótta fái aðgang að heilbrigðisþjónustu

Síðan í júlí 2019 hefur umsækj­endum um alþjóð­lega vernd og börnum óskráðs flótta­fólks verið mein­aður aðgangur að opin­berri heil­brigð­is­þjón­ustu í Grikklandi. Ný lög um alþjóð­lega vernd sem kynnt voru í nóvember síðast­liðnum hafa komið einhvers konar reglu á málið en skortur á aðgerða­áætlun veldur því að líf og heilsa þúsunda barna og full­orð­inna er í hættu.

Íran

Íslensk stjórnvöld beiti sér á alþjóðavettvangi

Í Íran fer ástand mannréttinda stöðugt versnandi. Stjórnvöld brjóta á rétti borgara sinna til tjáningarfrelsis, félaga- og fundafrelsis. Konur verða fyrir margvíslegri mismunun og þeim refsað fyrir að láta sjá sig opinberlega án höfuðslæðu. Baráttukonur fyrir mannréttindum eru fangelsaðar fyrir að mótmæla ástandinu með friðsömum hætti. Pyndingum og annarri illri meðferð er beitt án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar. Þá er dauðarefsingin enn lögleg í Íran, auk þess sem aftökur eru framkvæmdar án dóms og laga.