Góðar fréttir

21. desember 2020

Mann­rétt­inda­sigrar á árinu 2020 til að fagna

Árið 2020 hefur verið erfitt ár en þrátt fyrir það hafa mann­rétt­inda­sigrar náð fram að ganga sem ber að fagna. Starf Amnesty Internati­onal ber árangur með ýmsum hætti. Einstak­lingar hafa verið leystir úr haldi, ákærur felldar niður, rétt­læti náðst, breyt­ingar gerðar á lögum til hins betra og fyrir­tæki tekið ábyrgð á starf­semi sinni. Þetta er meðal sigra sem ber að fagna á þessu ári. Smelltu hér til að sjá aðrar góðar fréttir á árinu.

Janúar og Febrúar

Aukin rétt­indi fatl­aðra í Kasakstan 

Vadim Nesterov frá Kasakstan varð ekki lögráða á 18 ára afmæli sínu árið 2011 vegna þroska­skerð­ingar. Hann gat því ekki tekið sjálf­stæðar ákvarð­anir um líf sitt og það var lítil von fyrir hann að fá vinnu eða giftast. Í kjölfar skýrslu Amnesty Internati­onal, þar sem m.a. var fjallað um mál hans ásamt þrýst­ingi geðheilsu­sam­taka í Kasakstan, varð Vadim loks lögráða í janúar. Þetta var mikill sigur fyrir fólk með fötlun í Kasakstan.

Tíma­móta­úrskurður í Kanada

Hæstiréttur Kanada úrskurðaði að hægt væri að sækja mál þar í landi vegna mann­rétt­inda­brota í Erítreu sem tengdust námu­fyr­ir­tæki með aðsetur í Vancouver í Kanada. Þetta er tíma­móta­úrskurður þar sem hann opnar nýja leið fyrir málsóknir. Amnesty Internati­onal og samtökin Internati­onal Comm­ission of Jurists unnu sameig­in­lega að málinu.

Land­töku­svæði Palestínu

Mann­rétt­inda­stofnun Sameinuðu þjóð­anna gaf loks út skýrslu um rúmlega 100 fyrir­tæki sem tengjast ólög­legum land­töku­svæðum Ísraela á Vest­ur­bakk­anum. Á list­anum eru nokkur netferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki, t.d. Airbnb, TripA­dvisor, Expedia og Booking.com, sem skýrsla Amnesty Internati­onal hefur sýnt fram á að ýti undir ferða­þjón­ustu á land­töku­svæð­unum og eigi þar með þátt í að viðhalda þeim og stækka.

Mars

Frum­varp með nýrri skil­grein­ingu á nauðgun á Spáni

Spánn tilkynnti nýtt frum­varp sem skil­greinir nauðgun sem kynlíf án samþykkis. Í því eru tilgreindar aðgerðir til að bregðast við og koma í veg fyrir kynferð­isof­beldi. Frum­varpið er í samræmi við alþjóð­lega mann­rétt­indastaðla. Þessar breyt­ingar fylgdu í kjöl­farið á þekktu hópnauðg­un­ar­máli þar sem rétt­ar­kerfið brást brota­þolum. Fyrir­hugað er að leggja frum­varpið fram á spænska þinginu á næst­unni. Amnesty Internati­onal hefur staðið fyrir herferð í nokkrum evrópskum löndum til að þrýsta á um að nauðgun sé skil­greind sem kynlíf án samþykkis.

Alþjóða­dóm­stóllinn rann­sakar glæpi í Afgan­istan

Alþjóða­glæpa­dóm­stóllinn hóf rann­sókn á glæpum allra aðila sem hafa tekið þátt átök­unum í Afgan­istan. Því hafði dómstóllinn áður hafnað en Amnesty Internati­onal gagn­rýndi harð­lega þá ákvörðun.

Apríl

Mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur laus úr haldi í Kína

Mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­urinn Wang Quanzhang samein­aðist fjöl­skyldu sinni á ný eftir fjögur og hálft ár í fang­elsi. Hann sat í fang­elsi fyrir störf sín þar sem hann opin­beraði spill­ingu og mann­rétt­inda­brot. Amnesty Internati­onal hefur kallað eftir lausn hans frá því hann var hand­tekinn.

Aukið gagnsæi vegna aðgerða í Sómalíu

AFRICOM, banda­rísk varn­ar­mála­deild vegna aðgerða í Afríku, hóf að birta skýrslu fjórð­ungs­lega vegna ásakana um mann­fall óbreyttra borgara í loft­árásum Banda­ríkj­anna í Sómalíu, þar á meðal vegna þriggja árása sem Amnesty Internati­onal rann­sakaði. Í kjölfar fyrstu skýrsl­unnar í apríl hafa nokkrir þing­menn Banda­ríkja­þings hafið áheyrn til að draga Pentagon/AFRICOM til ábyrgðar. Amnesty Internati­onal kallaði eftir auknu gagnsæi AFRICOM sem hefur nú viður­kennt að 13 óbreyttir borg­arar hafi fallið í árás­unum í Sómalíu. AFRICOM hefur einnig opnað tilkynn­inga­leið á netinu fyrir aðstand­endur þeirra sem hafa látist í hern­að­ar­gerðum Banda­ríkja­hers í Sómalíu.

Áform um að hætta beit­ingu dauðarefs­ingar á börnum

Stjórn­völd í Sádi-Arabíu tilkynntu áform sín um að hætta að beita dauðarefs­ing­unni gegn einstak­lingum sem voru undir 18 ára að aldri þegar glæpur var framinn. Þess í stað verður hámarks­refs­ingin tíu ára fang­els­is­dómur. Ungmenni sem eru dæmd fyrir brot á hryðju­verka­lögum geta þó enn verið tekin af lífi en þessum lögum er gjarnan misbeitt í Sádi-Arabíu.

Farand­fólk leyst úr haldi í Mexíkó

Amnesty Internati­onal þrýsti á yfir­völd í Mexíkó að hætta að mismuna farand­fólki með því að setja það í varð­hald. Í kjöl­farið leystu stjórn­völd úr haldi mikinn fjölda farand­fólks frá 65 varð­haldsmið­stöðvum en þau hafa ekki áður leyst úr haldi jafn stóran hóp.

Maí og júní

Mann­rétt­inda­fröm­uður laus úr haldi í Barein

Nabeel Rajab, mann­rétt­inda­fröm­uður, var leystur úr haldi í Barein í kjölfar áralangrar herferðar Amnesty Internati­onal og annarra samtaka. Hann átti þrjú ár eftir af dóminum en hann sat inni fjögur ár fyrir ummæli um átökin í Jemen.

Sýkn­aður í Frakka­landi fyrir að aðstoða fólk í neyð

Franskur réttur sýknaði bónda sem var ákærður fyrir það að eitt að hjálpa umsækj­endum um alþjóð­lega vernd í neyð. Cédric Herrou var sakfelldur árið 2017 fyrir að aðstoða þá við frönsku og ítölsku landa­mærin og hjálpa þeim að komast inn í landið. Mál Herrou var tákn­rænt fyrir það hvernig samhugur hefur verið gerður að glæp víðs­vegar um Evrópu.

Vopna­við­skipta­bann við Suður-Súdan fram­lengt

Örygg­isráð Sameinuðu þjóð­anna samþykkti einróma fram­leng­ingu á vopna­við­skipta­banni við Suður-Súdan í kjölfar þrýst­ings Amnesty Internati­onal. Ráðið sagði rann­sókn Amnesty Internati­onal um brot á vopna­við­skipta­banni hafa ráðið úrslitum um niður­stöðu kosn­ing­anna.

Lögreglu­menn sæta ábyrgð fyrir barsmíðar 

Í kjölfar þrýst­ings Amnesty Internati­onal og samstarfs­aðila voru tveir lögreglu­menn í Króatíu ákærðir fyrir barsmíðar á hendur farand­manni frá Afgan­istan sem var stöðv­aður nálægt landa­mærum við Bosníu og Hersegóvínu.

Júlí

Þitt nafn bjargaði lífi Magai í Suður-Súdan

Mál unglings­piltsins Magai Matiop Ngong frá Suður-Súdan var tekið fyrir í árlegu herferð­inni okkar, Þitt nafn bjargar lífi. Dauða­dómur yfir honum var felldur úr gildi þann 29. júlí og hann færður af dauða­deild. Um heim allan söfn­uðust 765.000 undir­skriftir til stuðn­ings máli hans. Mál hans vakti einnig upp umræður um beit­ingu dauðarefs­ingar gegn börnum í Suður-Súdan sem er einnig stórt fram­far­ar­skref.

Fylgst með lögreglu­of­beldi í mótmælum Black Lives Matter

Amnesty Internati­onal fylgdist grannt með lögreglu­of­beldi sem tengdust mótmælum Black Lives Matter í Banda­ríkj­unum þar sem mann­rétt­inda­brot voru sýnileg. New York Times, Washington Post og CNBC notuðu meðal annars mynd­efni frá okkur í mynd­bönd sín.

 

Magai Matiop Ngong

Fyrir­tækið herðir eftirlit vegna tengsla við ólög­legs skóg­ar­höggs í Amazon

Aðeins klukku­stundum eftir að Amnesty Internati­onal gaf út skýrslu um ólög­legt skóg­ar­högg og land­tökur sem tengdust birgða­keðju JBS, stærsta kjöt­pökk­un­ar­fyr­ir­tæki heims, tilkynnti ríkis­sak­sóknari í Rondônia í Bras­ilíu að rann­sókn færi fram. Viku síðar stað­festi fyrrum sjálf­stæður endur­skoð­andi fyrir­tæk­isins að hann hefði véfengt ósannar full­yrð­ingar JBS um að starf­semi fyrir­tæk­isins í Amazon-skóg­inum tengdist ekki ólög­legu skóg­ar­höggi. Evrópska fjár­fest­inga­fyr­ir­tækið, Nordea Asset Mana­gement, tók JBS af skrá hjá sér og sagði ákvörð­unina byggjast á uppgötv­un­inni um birgða­keðju JBS. Í október hét JBS að fullu eftir­liti á birgða­keðju sinni yrði náð árið  2025, þar á meðal á óbeinum birgða­sölum sem tengjast ólög­legu skóg­ar­höggi.

Blaða­kona leyst úr haldi í Níger

Samira Sabou, blaða­kona í Níger, var leyst úr haldi eftir ákall Amnesty Internati­onal. Hún hafði verið í haldi í 48 daga vegna meið­yrða­máls sonar forsetans gegn henni vegna ummæla einstak­lings um soninn við færslu hennar á Face­book þar sem hún fjallaði um spill­ingu. Við lausn sína sagði Samira: „Ég gleymi ekki Amnesty Internati­onal sem beindi sjónum sínum að brestum í tengslum við hand­töku mína. Sá samhugur og stuðn­ingur sem ég fékk frá öllum heims­hornum snerti mig.“

Ágúst

Fram­fara­skref fyrir rétt­læti í Síle

Hátt­settur lögreglu­maður innan lögreglu­sveit­ar­innar Cara­bineros í Síle var hand­tekinn tveimur mánuðum eftir að Amnesty Internati­onal sýndi fram á sönn­un­ar­gögn þess efnis að hann væri ábyrgur fyrir því að Gustavo Gatica blind­aðist í mótmælum á síðasta ári í kjölfar ólög­mætra, harka­legra aðgerða lögreglu. Mál Gustavo Gatica er eitt af tíu málum í herferð okkar Þitt nafn bjargar lífi 2020, þar sem krafist er rétt­lætis í máli hans.

Fangar leystir úr haldi í Venesúela

Yfir­völd í Venesúela leystu 110 fanga úr haldi, þar á meðal samviskufangann og verka­lýðs­leið­togann Rubén González, 61 árs, sem hafði verið í haldi frá nóvember 2019.

Samviskufangi leystur úr haldi í Rússlandi

Samviskufanginn Gennadiy Shpa­kovsky sem er votti Jehóvi í Rússlandi var ákærður fyrir það eitt að nýta rétt sinn til trúfrelsis. Þökk sé herferð Amnesty Internati­onal var dómur hans mild­aður og hann leystur úr haldi.

Umbætur fyrir farand­fólk í Katar

Katar afnam skil­yrði fyrir farand­verka­fólk um að fá leyfi frá vinnu­veit­anda til að skipta um vinnu og tilkynnti ný lágmarks­laun án mismun­unar. Árið 2022 stendur til að heims­meist­aramót í fótbolta fari fram í Katar og Amnesty Internati­onal hefur undan­farin ár þrýst á að bæta rétt­indi farand­verka­fólks. Þessar umbætur eru fagn­að­ar­efni en nauð­syn­legt er að innleiða þær að fullu sem allra fyrst.

September

Umbætur fyrir tján­ing­ar­frelsið í Sómalíu

Ríkis­sak­sóknari í Sómalíu tilkynnti að stjórn­völd ætluðu að setja á lagg­irnar skrif­stofu fyrir nýjan saksóknara til að takast á við árásir gegn fjöl­miðla­fólki þar í landi. Áður hafði Mohamed Abdullahi Mohamed forseti Sómalíu tilkynnt umbætur á refsi­lögum 1962 sem gjarnan hefur verið beitt til að ákæra fjöl­miðla­fólk með ósann­gjörnum hætti. Þessi árangur kom í kjölfar þrýst­ings Amnesty Internati­onal og innlendra fjöl­miðla­hópa ásamt skýrslu samtak­anna í febrúar á árinu, We live in Peretual Fear, þar sem greint var frá því hvernig brotið er á tján­ing­ar­frelsinu í Sómalíu.

Góð viðbrögð við tillögum vegna Yezidi-barna

Kúrdísk stjórn­völd brugðust við skýrslu Amnesty Internati­onal frá júlí um Yezidi-börn sem lifðu af ánauð af hálfu íslamska ríkisins. Þau lýstu opin­ber­lega yfir stuðn­ingi við aðal­til­lögu samtak­anna um að börnin ættu að vera hluti af áformum um skaða­bætur en þau voru ekki nefnd í uppkasti á lögum sem lá fyrir á írakska þinginu um skaða­bætur fyrir Yezidi sem lifðu af glæpi íslamska ríkisins.

Október

Narges Mohammadi - Amnesty International Ireland
Narges Mohammadi

Einstak­lingar leystir úr haldi

Fjöl­margir einstak­lingar voru leystir úr haldi vegna þrýst­ings frá stuðn­ings­fólki Amnesty Internati­onal. Narges Mohammadi, mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur frá Íran, og Alaa Shaaban Hamida, læknir frá Egyptalandi, sem var hand­tekin eftir að hjúkr­un­ar­fræð­ingur notaði síma hennar til að tilkynna um kórónu­veiru­smit í mars 2020, voru báðar leystar úr haldi.

Aðgerðasinninn Kanybil Noon frá Suður-Súdan var einnig leystur úr haldi eftir að hafa verið í varð­haldi 117 daga án ákæru. Heilsa hans var orðin slæm þar sem honum hafði verið neitað um lækn­is­þjón­ustu. „Ég er svo þakk­látur fyrir framtak ykkar. Skilið þakk­læti mínu til alls starfs­fólks ykkar. Ég er svo þakk­látur fyrir ykkar aðstoð,“ sagði Kanybil þegar hann var leystur úr haldi.

Ákærur felldar niður á hendur fimm aðgerða­sinnum

Felldar voru niður ákærur á hendur fimm aðgerða­sinnum í Malasíu sem komu saman til að sýna ræst­ing­ar­fólki sjúkra­húss stuðning vegna launakrafa. Fjallað var um mál þeirra í skýrslu Amnesty Internati­onal og þökk sé starfi samtak­anna verða aðgerða­sinn­arnir ekki saksóttir. Full­trúi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sagði: „Þetta hefði ekki getað gerst án hjálpar Amnesty Internati­onal.“

Stjórn­völd í Suður-Afríku hyggjast bæta skóla

Í kjölfar skýrslu Amnesty Internati­onal um bresti í mennta­kerfinu í Suður-Afríku tilkynnti Ramap­hosa forseti landsins áætlun um að 143 skóla­bygg­ingar sem eru byggðar úr leir verði endur­byggðar og hrein­lætis­að­staða í 3.103 skólum verði bætt. Þetta er fram­far­ar­skref fyrir börn í viðkvæmri stöðu í landinu.

 

Bresk stjórn­völd bregðast við skýrslu Amnesty Internati­onal um hjúkr­un­ar­heimili

Í kjölfar skýrslu Amnesty Internati­onal í Bretlandi um hvernig stjórn­völd gáfu aldraða á hjúkr­un­ar­heim­ilum upp á bátinn í kórónu­veirufar­aldr­inum tilkynnti Gæða­eft­ir­lits­stofnun heil­brigð­is­þjón­ustu og umönn­unar að rann­sókn yrði umsvifa­laust hafin vegna þeirrar reglu að það ætti ekki að reyna endur­lífgun á hjúkr­un­ar­heim­ilum í kórónu­veirufar­aldr­inum. Félags­mála­ráð­herra sagði einnig að stjórn­völd myndu setja á lagg­irnar verk­efni til reynslu um skimun á aðstand­endum til að leyfa heim­sóknir á hjúkr­un­ar­heimili.

Nóvember

Evrópu­sam­bandið bregst við þrýsting Amnesty Internati­onal

Landa­mæra­eft­irlit við Króatíu hefur verið styrkt af Evrópu­sam­bandinu. Amnesty Internati­onal ásamt öðrum samtökum bentu á mann­rétt­inda­brot lögregl­unnar á landa­mær­unum, meðal annars ofbeldi gegn farand- og flótta­fólki, og í kjöl­farið ákvað skrif­stofa umboðs­manns Evrópu­sam­bandsins að kanna ábyrgð fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sam­bandsins.

Kosta Ríka veitir flótta­fólki frá þremur löndum dalvar­leyfi af mann­úð­ar­ástæðum

Amnesty Internati­onal hefur lengi þrýst á stjórn­völd í Kosta Ríka, þar á meðal átt fundi með forseta og vara­for­seta landsins um að leyfa fólki sem hefur flúið Níkaragva, Kúbu og Venesúela og verið neitað um alþjóð­lega vernd að fá dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­ástæðum sem gerir þeim kleift að vinna í landinu. Stjórn­völd Kosta Ríka hafa nú gefið út þetta sérstaka leyfi í slíkum tilfellum.

Sátt­máli um umhverf­is­vernd tekur gildi í Rómönsku Ameríku

Escazú-samkomu­lagið, svæð­is­bundinn sátt­máli um umhverf­is­vernd og vernd fyrir umhverf­issinna, tók gildi þegar Mexíkó varð ellefta landið til að full­gilda hann. Amnesty Internati­onal ásamt samstarfs­að­ilum hafði þrýst á löndin í Rómönsku Ameríku að full­gilda hann.

Ætlanir um námugröft Salómons­eyjum stöðv­aðar

Umhverf­is­ráð­herra Salómons­eyja stað­festi ákvörðun um að veita ekki leyfi fyrir námugröft á eyjunni Wagina sem ógnaði samfé­laginu þar. Amnesty Internati­onal gerði rann­sókn árið 2019 vegna málsins en þessi stað­festing var mikil­vægur sigur fyrir íbúa eyjar­innar sem byggja lífs­við­ur­væri sitt á svæðinu þar sem náman átti að vera.

Frum­varp lagt fram um að leyfa þung­un­arrof í Argentínu

Forseti Argentínu, Alberto Fernándex, stóð við kosn­ingaloforð sitt þess efnis að leggja fram frum­varp til þingsins um að leyfa þung­un­arrof. Amnesty Internati­onal og ýmiss kven­rétt­inda­samtök hafa háð áralanga baráttu um afnám banns á þung­un­ar­rofi.

Nýjum lögum með breyttri skil­grein­ingu á nauðgun samþykkt í Danmörku

Stjórn­völd í Danmörku samþykktu að breyta refsi­lögum þar sem kynlíf án samþykkis er nú skil­greint sem nauðgun. Þessi árangur kemur í kjölfar herferðar kven­rétt­inda­sam­taka og Amnesty Internati­onal.

Desember

Fyrir­tæki taka ábyrgð

Skýrsla Amnesty Internati­onal sýndi fram á að fyrir­tækið MEHL í Myanmar væri tengt herdeildum í landinu sem hafa framið gróf mann­rétt­inda­brot. Kirin, japanskt bjór­fyr­ir­tæki, tilkynnti í kjöl­farið að samstarf við fyrir­tækið í Myanmar yrði endur­skoðað fyrir lok ársins 2020 og fatafram­leið­andi í Suður-Kóreu hætti samstarfi við sama fyrir­tæki.

Amnesty Internati­onal náði til 10 milljón stuðn­ings­aðila um heim allan árið 2020. Það er stór­kost­legur árangur.

Þakkir til ykkar allra sem hafa stutt starfið!

Lestu einnig