Einangrunarvist

Samkvæmt alþjóða­lögum skal beiting einangr­un­ar­vistar heyra til algjörra undan­tekn­inga, hún skal vara í sem skemmstan tíma og ávallt vera háð ströngum skil­yrðum.

Fjöldi rann­sókna bendir til þess að einangr­un­ar­vist hafi alvarleg heilsu­farsáhrif, bæði líkamleg og andleg. Einkenni fela m.a. í sér svefn­leysi, rugling, ofsjónir og geðrof. Neikvæð heilsu­farsáhrif geta komið í ljós eftir aðeins örfáa daga í einangrun. Sjálfs­vígs­hætta og sjálfsskaði eykst á fyrstu tveimur vikum einangr­un­ar­vistar. Hætta á heilsutjóni eykst með degi hverjum í einangrun.

Ísland beitir einangr­un­ar­vist í gæslu­varð­haldi óhóf­lega og brýtur þannig m.a. gegn  samn­ingi Sameinuðu þjóð­anna gegn pynd­ingum og annarri grimmi­legri, ómann­legri eða vanvirð­andi meðferð eða refs­ingu með alvar­legum afleið­ingum fyrir sakborn­inga og rétt þeirra til sann­gjarnra rétt­ar­halda. Þetta eru niður­stöður nýrrar skýrslu Amnesty Internati­onal, „Waking up to nothing: Harmful and unjustified use of pre-trial solitary confinement in Iceland“.

  • 10 börn
    sættu einangrun í gæslu­varð­haldi á Íslandi á árunum 2012-2021.

  • 99% tilvika
    samþykktu dómarar kröfur ákæru­valdsins um einangr­un­ar­vist í gæslu­varð­haldi á Íslandi á árunum 2016-2018.

  • 99 einstaklingar
    sættu langvar­andi einangr­un­ar­vist þ.e. lengur en í 15 daga á árunum á Íslandi á árunum 2012-2021.

Tengt efni