Sýrland

Í mars 2011 gerðu Sýrlend­ingar uppreisn þar sem þeir söfn­uðust saman og kröfðust umbóta og frelsis frá kúgun stjórn­valda. Stjórn­völd brugðust við af hörku sem endaði í hrika­legum vopn­uðum átökum fram til ársins 2024. Ríkis­stjórn Bashar al-Assad var steypt af stóli 8. desember 2024 og endaði þar með 54 ára einræð­istíð Assad-fjöl­skyld­unnar í Sýrlandi. 

Hundruð þúsunda einstak­linga voru drepin og millj­ónir flúðu heimili sín á þessu tíma­bili. Stjórn­völd beittu fjölda­hand­tökum að geðþótta og þving­uðum manns­hvörfum til að brjóta niður alla andstöðu.  

Frá árinu 2011 er áætlað að um 100 þúsund einstak­lingar í Sýrlandi hafi horfið. Lang­stærsti hluti þeirra bar ríkis­stjórn Assad ábyrgð á. Vopn­aðir stjórn­ar­and­stöðu­hópur báru einnig ábyrgð á hvarfi þúsunda einstak­linga, meðal annars Hay’at Tahrir al-Sham (HTS) og Íslamska ríkið, Syrian Democratic Forces (SDF) og og vopn­aður hópur sjálf­stæðra yfir­valda í norður- og aust­ur­hluta Sýrlands.  

Þvingað mannshvarf

Þvingað manns­hvarf á við þegar yfir­völd eða aðilar á þeirra vegum hand­taka einstak­ling en þver­taka fyrir það eða neita að gefa upp upplýs­ingar um hvar viðkom­andi er í haldi eða hvað hefur orðið um hann. Það þýðir að einstak­ling­urinn nýtur engra laga­legra rétt­inda í haldi. Þetta hugtak á við um ríkis­full­trúa, þeirra á meðal sýrlensk stjórn­völd en einnig líka við bylt­ing­ar­stjórn, líkt og sjálf­stæð yfir­völd í norður- og aust­ur­hluta Sýrland. Manns­hvörf er víðtækara hugtak sem nær þá líka yfir vopnaða hópa ótengdum stjórn­völdum þar sem þvinguð manns­hvörf eiga aðeins við þegar stjórn­völd eiga með einhverjum hætti þátt í manns­hvörf­unum.

Þvingað manns­hvarf getur talist sem stríðs­glæpur í stríðs­átökum og glæpur gegn mannúð ef þving­uðum manns­hvörfum er beitt með víðtækum eða kerf­is­bundnum hætti gegn óbreyttum borg­urum.

Amnesty Internati­onal hefur skráð fjöl­mörg tilfelli af pynd­ingum, þving­uðum manns­hvörfum og fjölda­morðum sem hluta af kerf­is­bundnum árásum gegn óbreyttum borg­urum og teljast til glæpa gegn mannúð sem áttu sér stað undir stjórn Assad. Þving­uðum manns­hvörfum var beitt til að brjóta niður andstöðu og þeim beitt meðal annars gegn aðgerða­sinnum, mótmæl­endum, fjöl­miðla­fólki, læknum, nemendum og mann­úð­ar­starfs­fólki. 

Sumir voru þó aðeins á röngum stað, á röngum tíma og voru hand­teknir af handa­hófi eða vegna þess að einstak­lingar höfðu tilkynnt þá til yfir­valda og sakað þá um andstöðu eða grun­sam­legt athæfi. Árið 2017 í skýrslu Amnesty Internati­onal um Saydnaya-herfang­elsið var greint frá því að ríkis­stjórn Assad hafi tekið þúsundir einstak­linga í varð­haldi af lífi án dóms og laga.  

 

Fall ríkisstjórnar Assad

Í nóvember 2024 hófu vopnuðu stjórn­ar­and­stöðu­hóp­arnir HTS og SNA í banda­lagi við aðra vopnaða hópa, hern­að­ar­sókn og náðu fyrst yfir­hönd­inni í Aleppo og að lokum höfuð­borg­inni Damaskus sem leiddi til þess að Bashar al-Assad forseti landsins og fjöl­skylda hans flúðu land þann 8. desember. Þann 29. janúar 2025 var Ahmed al-Sharaa, fyrrum leið­togi HTS, útnefndur bráða­birgða­for­seti af hersveit hern­að­ar­að­gerða Sýrlands. Í lok mars 2025 var ný ríkis­stjórn mynduð undir stjórn al-Sharaa forseta. Í maí 2025 setti forsetinn á lagg­irnar tvær nefndir um manns­hvörf. 

Þegar vopn­aðir stjórn­ar­and­stöðu­hópar náðu yfir­ráðum leystu þeir einstak­linga úr haldi í varð­haldsmið­stöðvum á vegum ríkis­stjórnar Assad. Opnun fang­elsa, þar á meðal alræmda Saydnaya-herfang­els­isins við Damaskus, var bæði tákn fyrir endalok þess­arar kúgun­ar­að­ferðar stjórn­valda og fall Assad-fjöl­skyld­unnar af valda­stóli.

 

Fréttir um fanga sem voru frels­aðir spurðust út og margar fjöl­skyldur biðu í ofvæni eftir því hvort ástvinir þeirra væru á meðal þeirra sem höfðu lifað af. Fjöl­skyldur flykktust að fang­elsum, varð­haldsmið­stöðvum, líkhúsum og fjölda­gröfum í leit að ástvinum sínum.  

Þúsundir fanga losnuðu úr Sadnaya-herfang­elsinu og öðrum fang­elsum og varð­haldsmið­stöðvum á vegum ríkis­stjórnar Assad. Engin mann­úð­ar­að­stoð beið þeirra en margir þeirra höfðu í áraraðir þolað hræði­legar aðstæður og sætt pynd­ingum. Margir þjáðust vegna líkam­legra og andlegra veik­inda.  

Lausn fanga og fall ríkis­stjórn­ar­innar veitti fjöl­skyldum þving­aðra manns­hvarfa von en olli þeim einnig sárs­auka. Skortur var á tafar­lausri og skipu­lagðri leit, mikið var um upplýs­inga­óreiðu og mörgum sönn­un­ar­gögnum var eytt. Í ringul­reið­inni í kjölfar 8. desember var fjöl­mörgum fang­els­is­skjölum stolið eða þau eyði­lögð. Skjölin hefðu getað veitt upplýs­ingar um hvar horfnum ástvinum var haldið og hvort viðkom­andi væri enn á lífi.

Mikilvægi þess að gera upp fortíðina

Fyrrum fangar sögðu Amnesty Internati­onal að mikil­vægt væri að fá skaða­bætur og ná fram rétt­læti til að lina þær kvalir  sem þeir hafi mátt þola eftir hryll­inginn. Margir fundu fyrir skeyt­ing­ar­leysi eftir lausn þeirra og höfðu ekki efni á lækn­is­hjálp.  

Sýrlensk stjórn­völd bera höfuð­ábyrgð á að sann­leik­urinn komi í ljós, tryggja rétt­læti og að veita skaða­bætur og stuðning vegna þúsunda einstak­linga sem hurfu í Sýrlandi. 

Mikil­vægt er að fá upplýs­ingar um örlög og stað­setn­ingu allra einstak­linga sem hurfu, óháð því hvort það var af völdum stjórn­valda eða vopn­aðra hópa, til að tryggja að fjöl­skyldur og þolendur fái að vita sann­leikann, rétt­lætinu verði full­nægt og þau fái skaða­bætur.  

Amnesty Internati­onal styður fjöl­skyldur hinna horfnu þar til sýrlensk stjórn­völd hafa tryggt rétt­indi þeirra. Þrátt fyrir að ríkis­stjórnin þurfi að takast á við efna­hags­legar áskor­anir og að öryggi í landinu fari versn­andi vegna aukins ofbeldis milli mismun­andi hópa í landinu þá verður samt sem áður að hefja strax leit að horfnum einstak­lingum.  

 

Kröfur

Amnesty Internati­onal tók viðtöl við 21 fjöl­skyldu­meðlim horf­inna einstak­linga, þolendur og full­trúa samtaka þolenda í maí til júní 2025.

Kröfur sem komu ítrekað fram í viðtöl­unum voru eftir­far­andi:

  1. Sann­leikur
    • Fjöl­skyldur vilja vita hvað kom fyrir ástvini þeirra, hvar þeir eru stað­settir ef þeir eru á lífi til að sameinast þeim á ný eða fá upplýs­ingar um hvernig dauða þeirra sem drepnir voru bar að og fá líkams­leifar þeirra til að geta haldið virðu­lega útför. 
  2. Rétt­læti
    • Fjöl­skyldur vilja að þeir sem létu ástvini þeirra hverfa verði dregnir fyrir dómstóla. Margar þeirra lögðu áherslu á að draga verði gerendur úr öllum hópum til ábyrgðar. 
  3. Skaða­bætur/úrræði
    • Fjöl­skyldur óskuðu eftir stuðn­ingi, hvort sem um væri að ræða fjár­hags­legan stuðning eða í formi mennt­unar og heilsu­gæslu. Einnig kölluðu þær eftir uppgjöri með stað­fest­ingu á því sem gerðist og að minning hinna horfnu væri heiðruð. 
  4. Trygging á því að þetta gerist ekki aftur
    • Fjöl­skyldur og þolendur vilja að gerðar séu ráðstaf­anir til að tryggja að manns­hvörf af völdum stjórn­valda eða annarra aðila eigi sér ekki aftur stað í Sýrlandi. 

Leitin að horfnum einstak­lingum er flókin, krefst margskonar úrræða og er langvar­andi verk­efni. Grípa þarf til margs konar aðgerða af mismun­andi aðilum og veru­lega skuld­bind­ingu.

Leitin felst meðal annars í því að:

  • Safna, varð­veita og greina gögn og skjöl frá fyrrum varð­haldsmið­stöðvum og fang­elsum og bjarga gögnum úr símum, tölvum og eftir­lit­s­kerfum. 
  • Finna og grafa upp fjölda­grafir til að auðkenna líkams­leifar sem krefst sérfræði­mennt­unar í rétt­ar­lækn­is­fræði. 
  • Safna saman vitn­is­burði frá þolendum, fyrrum embætt­is­fólki og öðrum einstak­lingum með mikil­væga vitn­eskju. Bjóða þarf vernd í skiptum fyrir upplýs­ing­arnar.  
  • Útbúa þarf miðlægan gagna­grunn um horfna einstak­linga. 

 

Tímalína

Manns­hvörf í Sýrlandi

  • 1980-90: Stjórn­völd beita þving­uðum manns­hvörfum sem kúgun­ar­að­ferð. 
  • 2011: Bylt­ingin í Sýrlandi hefst þar sem stjórn­völd beita þving­uðum manns­hvörfum í massavís. 
  • 2011: Mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna setur á lagg­irnar sjálf­stæða alþjóð­lega rann­sókn­ar­nefnd til að rann­saka brot Sýrlands á alþjóða­lögum frá mars 2011. 
  • 2013 – 2024: Vopn­aðir hópar ótengdir stjórn­völdum, þar á meðal Íslamska ríkið og HTS, beita manns­hvörfum og morðum. 
  • 2014: Svokall­aðar Ceasar myndir eru birtar sem sýna víðtæka beit­ingu pynd­inga, ómann­úð­legar aðstæður og dauðs­föll í Sýrlandi. 
  • 2016: Sameinuðu þjóð­irnar setja á lagg­irnar IIIM (Internati­onal, Impartial and Independent Mechanism) sem er sjálf­stæður og óháður eftir­lits­aðili og gegnir því hlut­verki að aðstoða við að rann­saka og sækja til saka gerendur sem hafa brotið alvar­lega gegn alþjóða­lögum.  
  • 2017: Amnesty Internati­onal kemst að þeirri niður­stöðu að glæpir gegn mannúð hafi verið framdir í Saydnaya-fang­elsinu í skýrsl­unni „Human Slaug­hter­house“. 
  • 2018: Stjórn­völd gefa út dánar­vottorð fyrir fjöl­skyldur margra þolenda þving­aðra manns­hvarfa. 
  • 2021: Fjölda­grafir í Najha og á öðrum stöðum eru taldar bera líkams­leifar fólks sem hvarf. 
  • 2023: Sameinuðu þjóð­irnar setja á lagg­irnar IIMP (Independent Institution on Missing Persons in Syria) sem er sjálf­stæð stofnun um horfna einstak­linga í Sýrlandi og til stuðn­ings fjöl­skyldum þeirra.  
  • 2024: Bashar al-Assad er steypt af valda­stólli og einstak­lingar í haldi stjórn­valda eru frels­aðir. 
  • 2025 Nefnd um manns­hvörf innan­lands er sett á lagg­irnar í Sýrlandi. 

Tilvitn­anir frá fjöl­skyldu­með­limum

 

Eldurinn innra með okkur verður ekki slökktur fyrr en við vitum sann­leikann. Við komum hingað til að krefjast rétt­lætis, til að gerendur verði dregnir til ábyrgðar. Rétt­læti er samfélag sem er frjálst undan pynd­ingum, undan manns­hvörfum og kúgun.

Hiyam Burhan, eigin­maður hennar sætti þvinguðu manns­hvarfi. 

 

 

Ég kom hingað í dag til að krefjast þess að fá líkams­leifar sonar míns og eigin­manns sem hurfu. Nafn sonar míns var á lista. Hann var drepinn einum mánuði eftir að hann hvarf. Við höfum rétt á því að fá líkams­leifar þeirra, búa til grafreit fyrir þá sem við getum heim­sótt.

Lawahiz al-Rant­issi, í „sann­leik­stjaldi“ í Yarmouk þar sem fjöl­skyldur geta safnast saman til að reyna að fá fram sann­leikann og rétt­læti.  

 

 

Tengt efni