Réttindi útskýrð eru tvö fræðsluhefti sem fjalla um mannréttindi og vopnuð átök.
Í fyrra heftinu, Réttindi útskýrð: Jafnvel í stríði gilda reglur, eru alþjóðleg mannúðar- og mannréttindalög kynnt og farið yfir grundvallaratriði þeirra, meðal annars hvað telst brot á slíkum lögum og nauðsyn þess að virða og vernda mannréttindi í vopnuðum átökum.
Seinna heftið, Réttindi útskýrð: Stigvaxandi átök í Ísrael og á Gaza, byggir að miklu leyti á fyrra heftinu en kafar dýpra í átökin sem eiga sér stað í Ísrael og á Gaza. Veitt er yfirsýn yfir skyldur samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, farið yfir lagalega ábyrgð aðila í átökunum og lögð áhersla á skyldur þeirra hvað viðkemur vernd borgara, háttsemi í átökum og veitingu mannúðaraðstoðar.
Lengd 60-90 mín Aldur 13+
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu