Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfir­völd í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagn­rýn­is­röddum í landinu. Samfé­lags­miðla­færslur þar sem kallað er eftir umbótum í mann­rétt­inda­málum eða yfir­völd gagn­rýnd geta einar og sér leitt til ferða­banns, fang­elsis­vistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauða­dóms. Á sama tíma verja yfir­völd gífur­legum fjár­munum í ímynd­ar­her­ferð til að skapa þá tálsýn að Sádi-Arabía sé land fram­fara og umbóta. Frægu íþrótta­fólki og skemmti­kröftum er meðal annars boðið til landsins til að draga athyglina frá skelfi­legum mann­rétt­inda­brotum í landinu.

Í mars árið 2019 leiddu íslensk stjórn­völd sameig­in­legt ávarp 36 ríkja í mann­rétt­inda­ráði Sameinuðu þjóð­anna um stöðu mann­rétt­inda í Sádi-Arabíu. Ávarpið markaði tímamót því aldrei áður hafði landið sætt sameig­in­legri gagn­rýni fjölda ríkja í ráðinu með sambæri­legum hætti. En þrátt fyrir fögur fyrir­heit stjórn­valda í Sádi-Arabíu um að bæta mann­rétt­inda­ástandið í landinu er hyldýpi á milli loforða og efnda í dag. Íslensk stjórn­völd geta enn haft forystu um að þrýsta á stjórn­völd í Sádi-Arabíu að standa við stóru orðin með innleið­ingu raun­veru­legra mann­rétt­indaum­bóta í landinu.

Hvert er vanda­málið?

Stjórn­völd í Sádi-Arabíu sýna ekkert umburð­ar­lyndi gagn­vart gagn­rýni. Fólk hlýtur nú harðari dóma en Amnesty Internati­onal hefur nokkru sinni áður skrá­sett í Sádi-Arabíu fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar.

Hin 29 ára gamla Manahel al-Otaibi, líkams­rækt­ar­kennari og aðgerð­arsinni, var dæmd í 11 ára fang­elsi í febrúar 2024 fyrir að styðja kven­rétt­indi á samfé­lags­miðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem yfir­völd töldu ósæmi­legan.

Mann­rétt­inda­fröm­uð­urinn Mohammed al-Qahtani situr enn í fang­elsi fyrir mann­rétt­ind­astarf sitt þrátt fyrir að hafa á síðasta ári átt að ljúka afplánun á þeim tíu ára dómi sem hann hlaut.

Stjórn­völd í Sádi-Arabíu herja einnig á fólk sem hefur ekki áður tekið þátt í póli­tísku aðgerð­a­starfi.

Mohammad bin Nasser al-Ghamdi, fyrrum kennari sem er nú er kominn á eftir­laun, var dæmdur til dauða fyrir að gagn­rýna yfir­völd á X (áður Twitter). Hann hafði saman­lagt aðeins tíu fylgj­endur.

Salma al-Shehab, doktorsnemi og tveggja barna móðir, afplánar 27 ára fang­els­isdóm vegna færslu sem hún birti á samfé­lags­miðlum til stuðn­ings kven­rétt­indum. Hún hlaut einnig  27 ára ferða­bann að lokinni afplánun.

Abdulra­hman al-Sadhan, hjálp­ar­starfs­maður Rauða hálf­mánans, var hand­tekinn í mars 2018 og sætti þvinguðu manns­hvarfi (leyni­legu haldi yfir­valda) í rúmlega tvö ár. Hann hlaut 20 ára fang­els­isdóm sem lýkur með 20 ára ferða­banni vegna háðs­ádeilu sem hann tísti.

Á meðan þessi svívirði­lega kúgun á sér stað í Sádi-Arabíu ver krón­prinsinn Mohammad bin Salman millj­örðum dollara til að fela sann­leikann og hvítþvo ímynd landsins.

Hvernig getur þú hjálpað? 

Yfir­völd í Sádi-Arabíu mega ekki komast upp með það að þagga niður raddir og sögur þeirra einstak­linga sem yfir­völd hafa fang­elsað í aðför sinni gegn tján­ing­ar­frelsinu.

Við megum ekki leyfa Sádi-Arabíu að kaupa þögn okkar!

Gríptu til aðgerða strax!

Skrifaðu undir og skoraðu á íslensk stjórn­völd að beita sér fyrir því að yfir­völd í Sádi-Arabíu leysi öll þau úr haldi sem hafa rang­lega verið fang­elsuð fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar.

Fjöldi undir­skrifta fyrir þetta ákall verður einnig komið beint til skila til yfir­valda í Sádi-Arabíu.

Frétta­til­kynning um Sádi-Arabíu

Nánar um stöðu tján­ing­ar­frelsis í Sádi-Arabíu

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.