Að minnsta kosti 26 manneskjur eiga á hættu að vera teknar af lífi í tengslum við mótmæli í Íran. Yfirvöld tóku nýlega mótmælendurna Mohsen Shekari og Majidreza Rahanvard af lífi eftir óréttlát sýndarréttarhöld í þeim tilgangi að vekja ótta á meðal almennings og enda mótmæli í landinu. Búið er að dæma 11 til dauða og 15 af þeim hafa verið ákærð fyrir brot þar sem dauðarefsing liggur við.
Írönsk stjórnvald hafa reynt að hylma yfir mannréttindabrot og afmennska þolendur með því að gefa ekki upp nöfn allra þeirra sem eru dæmd til dauða. Amnesty International hefur komist yfir tíu nöfn einstaklinga sem taka á af lífi.
Þúsundir hafa verið handtekin og ákærð í tengslum við mótmæli í landinu. Óttast er að fleira fólk gæti verið dæmt til dauða í tengslum við mótmælin
Réttarhöldin sem haldin voru yfir mótmælendum tveimur sem teknir voru af lífi voru hvorki sanngjörn né réttlát. Stjórnvöld luku þeim af á ljóshraða svo að kveðinn yrði upp dómur aðeins nokkrum dögum eftir að þau hófust. Stjórnvöld í landinu hafa nú þegar dæmt fólk til dauða fyrir ásakanir eins og skemmdarverk, árásir eða íkveikjur. Tíu af þessum 26 einstaklingum sem eru í hættu hafa sagst að yfirvöld hafi þvingað þau til játninga með pyndingum.
Krefstu þess að írönsk stjórnvöld leysi úr haldi þá mótmælendur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með friðsamlegum hætti og beiti ekki dauðarefsingu gegn þeim.