Íran

26 manneskjur eiga á hættu að vera teknar af lífi í tengslum við mótmæli í Íran

Að minnsta kosti 26 mann­eskjur eiga á hættu að vera teknar af lífi í tengslum við mótmæli í Íran. Yfir­völd tóku nýlega mótmæl­end­urna Mohsen Shekari og Maji­dreza Rahan­vard af lífi eftir óréttlát sýnd­ar­rétt­ar­höld  í þeim tilgangi að vekja ótta á meðal almenn­ings og enda mótmæli í landinu. Búið er að dæma 11 til dauða og 15 af þeim hafa verið ákærð fyrir brot þar sem dauðarefsing liggur við. 

Írönsk stjórn­vald hafa reynt að hylma yfir mann­rétt­inda­brot og afmennska þolendur með því að gefa ekki upp nöfn allra þeirra sem eru dæmd til dauða. Amnesty Internati­onal hefur komist yfir tíu nöfn einstak­linga sem taka á af lífi.  

Þúsundir hafa verið hand­tekin og ákærð í tengslum við mótmæli í landinu. Óttast er að fleira fólk gæti verið dæmt til dauða í tengslum við mótmælin

Rétt­ar­höldin sem haldin voru yfir mótmæl­endum tveimur sem teknir voru af lífi voru hvorki sann­gjörn né réttlát. Stjórn­völd luku þeim af á ljós­hraða svo að kveðinn yrði upp dómur aðeins nokkrum dögum eftir að þau hófust. Stjórn­völd í landinu hafa nú þegar dæmt fólk til dauða fyrir ásak­anir eins og skemmd­ar­verk, árásir eða íkveikjur. Tíu af þessum 26 einstak­lingum sem eru í hættu hafa sagst að yfir­völd hafi þvingað þau til játn­inga með pynd­ingum.

Krefstu þess að írönsk stjórn­völd leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti og beiti ekki dauðarefs­ingu gegn þeim. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.