Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Staða Úkraínubúa í rússnesku varðhaldi er skelfileg. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð.
Rússnesk yfirvöld verða að binda enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.
Frá árinu 2014 hafa Rússland gert árásir á á Úkraínu sem leiddi að lokum til allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022. Landsvæði Úkraínu hafa verið hernumin, heilu borgirnar eyðilagðar, úkraínsk börn sætt nauðungarflutningum og þúsundir látið lífið. Þúsundir stríðsfanga og óbreyttra borgara eru í haldi Rússlands.
„Við höfum orðið vitni að ólýsanlegum þjáningum fjölskyldna úkraínskra stríðsfanga“
Agnès Callamard, aðalframkvæmdarstjóri Amnesty International
Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi.
Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld hætti að beita Úkraínubúa ómannúðlegri meðferð í haldi og veiti mannúðarsamtökum aðgang að þeim.
Heimurinn getur ekki setið hjá á meðan grimmdarverkin halda áfram. Úkraínskir stríðsfangar eiga skilið réttlæti, reisn og tafarlausar aðgerðir alþjóðasamfélagsins.
Hlekkur á nýútkomna skýrslu Amnesty International um stöðu úkraínskra fanga í haldi Rússlands má lesa hér.