Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Staða Úkraínubúa í rúss­nesku varð­haldi er skelfileg. Margir fangar njóta ekki grund­vall­ar­rétt­inda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjöl­skyldur og verða fyrir ómann­úð­legri meðferð eins og pynd­ingum, kynferð­isof­beldi og er synjað um heil­brigð­is­þjón­ustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðs­glæpa og glæpa gegn mannúð.

Rúss­nesk yfir­völd verða að binda enda á þessa stríðs­glæpi og glæpi gegn mannúð.

Frá árinu 2014 hafa Rúss­land gert árásir á á Úkraínu sem leiddi að lokum til alls­herj­ar­innrás Rúss­lands í Úkraínu í febrúar 2022. Land­svæði Úkraínu hafa verið hernumin, heilu borg­irnar eyði­lagðar, úkraínsk börn sætt nauð­ung­ar­flutn­ingum og þúsundir látið lífið. Þúsundir stríðs­fanga og óbreyttra borgara eru í haldi Rúss­lands.

„Við höfum orðið vitni að ólýs­an­legum þján­ingum fjöl­skyldna úkraínskra stríðs­fanga“
Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmd­ar­stjóri Amnesty Internati­onal

Fjöl­skyldur stríðs­fang­anna fá engar upplýs­ingar og ná ekki sambandi við fjöl­skyldu­með­limi sem eru í haldi. Þær leita örvænt­inga­full upplýs­inga um ástvini sína og fjöl­skyldu­með­limi.

Skrifaðu undir ákall um að rúss­nesk yfir­völd hætti að beita Úkraínubúa ómann­úð­legri meðferð í haldi og veiti mann­úð­ar­sam­tökum aðgang að þeim.

Heim­urinn getur ekki setið hjá á meðan grimmd­ar­verkin halda áfram. Úkraínskir stríðs­fangar eiga skilið rétt­læti, reisn og tafar­lausar aðgerðir alþjóða­sam­fé­lagsins.

Hlekkur á nýút­komna skýrslu Amnesty Internati­onal um stöðu úkraínskra fanga í haldi Rúss­lands má lesa hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.