Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórn­völd í Ekvador hafa ekki fram­fylgt dóms­úrskurði sem féll í vil níu baráttu­stúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóg­inum. Gasbrunar brjóta á rétt­indum íbúa nærliggj­andi svæða vegna meng­unar sem þeir valda. Almennt er viður­kennt á alþjóða­vett­vangi og í vísinda­sam­fé­laginu að gasbrunar hafi neikvæð áhrif á mann­rétt­indi og umhverfið ásamt því að ýta undir lofts­lags­breyt­ingar.

Vanda­málið í hnot­skurn

Gasbrunar eru notaðir í olíu­vinnslu til að brenna jarðgas sem er auka­afurð vinnsl­unnar. Til er tækni sem hægt er að nota í staðinn við olíu­vinnslu sem hefur síður neikvæð áhrif á umhverfið og mann­rétt­indi. Olíu­fyr­ir­tæki hafa þó ekki sýnt áhuga á að nýta þessa tækni, meðal annars vegna aukins kostn­aðar.

Brennsla jarð­efna­eldsneytis er ein helsta losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ingum. Gasbrunar á heimsvísu losa 500 millj­ónir tonna af kolt­ví­sýr­ingi á ári, sem er sambæri­legt kolt­ví­sýr­ings­losun allra íbúa Bret­lands­eyja, ásamt mikilli losun metans sem er gastegund sem hitar loft­hjúpinn 84 sinnum meira en kolt­ví­sýr­ingur. Að auki eru íbúar nærliggj­andi svæða útsettir fyrir eitr­uðum gasteg­undum dag hvern.

Níu stúlkur frá Amazon-skóg­inum fóru í mál við stjórn­völd í Ekvador þar sem þær kröfðust lögbanns á gasbruna í nágrenni þeirra á þeim grund­velli að brotið sé á mann­rétt­indum þeirra. Héraðs­dóm­stóll úrskurðaði stúlk­unum í hag árið 2021 en þrátt fyrir þennan úrskurð eru enn gasbrunar á svæðinu.

Fjöldi gasbruna hefur aukist frá 394 í ágúst 2021 í 486 í júní 2023. Amnesty Internati­onal hefur stað­fest 52 gasbruna sem eru á svæði sem eru innan við fimm kíló­metra frá íbúa­byggð, fjar­lægð sem veldur mögu­legum skaða fyrir samfé­lögin í kring og umhverfið.

Ekvador er meðal þrjátíu landa sem mest nota gasbruna í heim­inum. Í Amazon-skóg­inum í Ekvador er brotið á rétti íbúa sem líður fyrir gasbruna og það bitnar á framtíð þeirra, sérstak­lega ungs fólks.

Hvað er hægt að gera?

Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstak­lega þeirra sem stað­settir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dóms­úrskurð, verndi mann­rétt­indi íbúa sem búa í grennd við gasbruna og stuðli að rétt­látum orku­skiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarð­efna­eldsneytis.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Aserbaísjan

Leysið fjölmiðlafólk og aðgerðasinna úr haldi

Aðförin að borgaralegu rými í Aserbaísjan í aðdraganda COP29 hefur í för með sér að réttlæti í loftslagsmálum nái ekki fram að ganga. Skrifaðu undir og sýndu samstöðu með aðgerðasinnum og fjölmiðlafólki sem hafa hlotið refsingu fyrir að draga stjórnvöld sín til ábyrgðar.

Alþjóðlegt

Stöðvum drápsvélmenni

Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Sambía

Læknir sóttur til saka fyrir samkynhneigð

Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.