Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórn­völd í Ekvador hafa ekki fram­fylgt dóms­úrskurði sem féll í vil níu baráttu­stúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóg­inum. Gasbrunar brjóta á rétt­indum íbúa nærliggj­andi svæða vegna meng­unar sem þeir valda. Almennt er viður­kennt á alþjóða­vett­vangi og í vísinda­sam­fé­laginu að gasbrunar hafi neikvæð áhrif á mann­rétt­indi og umhverfið ásamt því að ýta undir lofts­lags­breyt­ingar.

Vanda­málið í hnot­skurn

Gasbrunar eru notaðir í olíu­vinnslu til að brenna jarðgas sem er auka­afurð vinnsl­unnar. Til er tækni sem hægt er að nota í staðinn við olíu­vinnslu sem hefur síður neikvæð áhrif á umhverfið og mann­rétt­indi. Olíu­fyr­ir­tæki hafa þó ekki sýnt áhuga á að nýta þessa tækni, meðal annars vegna aukins kostn­aðar.

Brennsla jarð­efna­eldsneytis er ein helsta losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ingum. Gasbrunar á heimsvísu losa 500 millj­ónir tonna af kolt­ví­sýr­ingi á ári, sem er sambæri­legt kolt­ví­sýr­ings­losun allra íbúa Bret­lands­eyja, ásamt mikilli losun metans sem er gastegund sem hitar loft­hjúpinn 84 sinnum meira en kolt­ví­sýr­ingur. Að auki eru íbúar nærliggj­andi svæða útsettir fyrir eitr­uðum gasteg­undum dag hvern.

Níu stúlkur frá Amazon-skóg­inum fóru í mál við stjórn­völd í Ekvador þar sem þær kröfðust lögbanns á gasbruna í nágrenni þeirra á þeim grund­velli að brotið sé á mann­rétt­indum þeirra. Héraðs­dóm­stóll úrskurðaði stúlk­unum í hag árið 2021 en þrátt fyrir þennan úrskurð eru enn gasbrunar á svæðinu.

Fjöldi gasbruna hefur aukist frá 394 í ágúst 2021 í 486 í júní 2023. Amnesty Internati­onal hefur stað­fest 52 gasbruna sem eru á svæði sem eru innan við fimm kíló­metra frá íbúa­byggð, fjar­lægð sem veldur mögu­legum skaða fyrir samfé­lögin í kring og umhverfið.

Ekvador er meðal þrjátíu landa sem mest nota gasbruna í heim­inum. Í Amazon-skóg­inum í Ekvador er brotið á rétti íbúa sem líður fyrir gasbruna og það bitnar á framtíð þeirra, sérstak­lega ungs fólks.

Hvað er hægt að gera?

Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstak­lega þeirra sem stað­settir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dóms­úrskurð, verndi mann­rétt­indi íbúa sem búa í grennd við gasbruna og stuðli að rétt­látum orku­skiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarð­efna­eldsneytis.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Hætta er á fleiri aftökum í tengslum við mótmæli

Að minnsta kosti tíu einstaklingar í Íran eiga yfir höfði sér aftöku í kjölfar dauðadóma í tengslum við mótmæli sem kennd voru við slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Skrifaðu undir ákall um að írönsk stjórn­völd ógildi dauðadóma yfir friðsama mótmælendur og leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti.

Bandaríkin

Hætta steðjar að umsækjendum um alþjóðlega vernd í Bandaríkjunum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að hrinda í framkvæmd áform um brottvísanir sem beinast að milljónum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Bandarískum stjórnvöldum ber skylda samkvæmt alþjóðalögum að tryggja að lög þeirra, stefnur og verklag leiði ekki til aukinnar hættu á að brotið sé á mannréttindum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Skrifaðu undir ákall um að Trump forseti virði mannréttindi innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd og hætti við þau áform um vísa fjölda fólks úr landi.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.