Gríptu til aðgerða núna
Starf okkar er sérstaklega brýnt núna vegna átakanna í Mið-Austurlöndum. Rannsakendur Amnesty International safna gögnum um brot á alþjóðlegum lögum á svæðinu.
Mannfall óbreyttra borgara á Gaza heldur áfram að aukast í vægðarlausum sprengjuárásum Ísraels sem hófust í kjölfar gíslatöku Hamas og annarra vopnaðra hópa fyrir rúmu ári síðan.
Niðurstöður nýrrar skýrslu Amnesty International sýnir að Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza.
Án stöðugs fjárstuðnings getum við ekki haldið áfram okkar starfi. Til að safna og greina sönnunargögn þarf sérfræðiþekkingu, háþróaða tækni, starfsfólk á vettvangi ásamt því að gera viðeigandi öryggisráðstafanir.
Með þinni hjálp getum við haldið áfram rannsóknum og safnað saman sönnunargögnum um mannréttindabrot og stríðsglæpi með það að markmiði að draga gerendur til ábyrgðar.
Starf Amnesty International byggist nær eingöngu á styrktarframlagi einstaklinga. Það gerir okkur kleift að vera óháð pólitískum, trúarlegum og efnahagslegum hagsmunum.
Íslandsdeild Amnesty International notar orðið hópmorð í stað þjóðarmorðs fyrir enska orðið genocide til samræmis við íslensk lög. Hugtakið hópmorð nær þar með yfir aðra hópa eins og þjóðernishópa, kynstofna eða trúflokka en ekki eingöngu þjóð.
Ekvador
Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Almennt er viðurkennt á alþjóðavettvangi og í vísindasamfélaginu að gasbrunar hafi neikvæð áhrif á mannréttindi og umhverfið ásamt því að ýta undir loftslagsbreytingar.
Vandamálið í hnotskurn
Gasbrunar eru notaðir í olíuvinnslu til að brenna jarðgas sem er aukaafurð vinnslunnar. Til er tækni sem hægt er að nota í staðinn við olíuvinnslu sem hefur síður neikvæð áhrif á umhverfið og mannréttindi. Olíufyrirtæki hafa þó ekki sýnt áhuga á að nýta þessa tækni, meðal annars vegna aukins kostnaðar.
Brennsla jarðefnaeldsneytis er ein helsta losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Gasbrunar á heimsvísu losa 500 milljónir tonna af koltvísýringi á ári, sem er sambærilegt koltvísýringslosun allra íbúa Bretlandseyja, ásamt mikilli losun metans sem er gastegund sem hitar lofthjúpinn 84 sinnum meira en koltvísýringur. Að auki eru íbúar nærliggjandi svæða útsettir fyrir eitruðum gastegundum dag hvern.
Níu stúlkur frá Amazon-skóginum fóru í mál við stjórnvöld í Ekvador þar sem þær kröfðust lögbanns á gasbruna í nágrenni þeirra á þeim grundvelli að brotið sé á mannréttindum þeirra. Héraðsdómstóll úrskurðaði stúlkunum í hag árið 2021 en þrátt fyrir þennan úrskurð eru enn gasbrunar á svæðinu.
Fjöldi gasbruna hefur aukist frá 394 í ágúst 2021 í 486 í júní 2023. Amnesty International hefur staðfest 52 gasbruna sem eru á svæði sem eru innan við fimm kílómetra frá íbúabyggð, fjarlægð sem veldur mögulegum skaða fyrir samfélögin í kring og umhverfið.
Ekvador er meðal þrjátíu landa sem mest nota gasbruna í heiminum. Í Amazon-skóginum í Ekvador er brotið á rétti íbúa sem líður fyrir gasbruna og það bitnar á framtíð þeirra, sérstaklega ungs fólks.
Hvað er hægt að gera?
Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna og stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Bandaríkin
Innflytjendayfirvöld Bandaríkjanna handtóku Mahmoud Khalil ólöglega og sætir hann nú geðþóttavarðhaldi. Hann er palestínskur aðgerðasinni sem nýlega lauk námi við Columbia-háskólann. Yfirvöld hafa upplýst hann um að þau hafi „afturkallað“ dvalarleyfi hans og að brottvísunarferli sé hafið. Skrifaðu undir og krefstu þess að bandarísk yfirvöld leysi Mahmoud úr haldi, virði tjáningar- og fundafrelsi hans og tryggi réttláta málsmeðferð.
Rússland
Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð stríðsfanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.
Haítí
Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.
Bandaríkin
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að hrinda í framkvæmd áform um brottvísanir sem beinast að milljónum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Bandarískum stjórnvöldum ber skylda samkvæmt alþjóðalögum að tryggja að lög þeirra, stefnur og verklag leiði ekki til aukinnar hættu á að brotið sé á mannréttindum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Skrifaðu undir ákall um að Trump forseti virði mannréttindi innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd og hætti við þau áform um vísa fjölda fólks úr landi.
Íran
Að minnsta kosti tíu einstaklingar í Íran eiga yfir höfði sér aftöku í kjölfar dauðadóma í tengslum við mótmæli sem kennd voru við slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Skrifaðu undir ákall um að írönsk stjórnvöld ógildi dauðadóma yfir friðsama mótmælendur og leysi úr haldi þá mótmælendur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með friðsamlegum hætti.
Ekvador
Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Alþjóðlegt
Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu