Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Mann­úðar- og mann­rétt­inda­neyðin á Haítí, vegna síaukins ofbeldis glæpa­gengja, bitnar verst á börnum þar í landi. Yfir­völdum og alþjóða­sam­fé­laginu hefur mistekist að vernda þau.

Yfir ein milljón barna býr á svæðum sem eru undir áhrifum gengja, þar sem þau standa andspænis lífs­hættu­legu ofbeldi. Fyrir utan líkam­legan skaða, skaðar ástandið andlega heilsu barn­anna og takmarkar tæki­færi þeirra til að leika sér, læra og dafna í öruggum aðstæðum.

Hvert er vanda­málið?

Millj­ónir barna á Haítí hafa þolað harð­ræði vegna aukins ofbeldis af hálfu gengja. Gengin hafa tekið yfir samfélög barn­anna og raskað lífi þeirra. Mörg þeirra eru fengin til liðs við gengin, verða vitni að ofbeldi og beitt kynferð­is­legri misnotkun. Börnin eru þolendur ofsa­feng­inna hótana, hafa misst fjöl­skyldur sínar, heimili og réttur þeirra til mennt­unar og fæðu er skertur.

Fjöl­skyldur sem hafa þurft að flýja þessar aðstæður eiga erfitt með að tryggja börnum sínum nauð­synjar eins og mat, hreint vatn og heil­brigð­is­þjón­ustu. Skortur á aðföngum eykur á neyðina þar sem börn eru vannærð, upplifa áföll og eru útsett fyrir sjúk­dómum sem væri hægt að fyrir­byggja. Menntun er grund­vall­ar­þáttur til að uppræta mynstur fátæktar og ofbeldis, en mörg haítísk börn hafa ekki aðgang að menntun þar sem skólum hefur verið lokað eða þeir óaðgengi­legir þar sem þeir eru stað­settir á svæðum sem eru undir yfir­ráðum gengja.

Andlega álagið sem börnin búa við er tortím­andi. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfir­völdum og aðgerða­leysis alþjóða­sam­fé­lagsins hefur neyðin aukist og skapað víta­hring ofbeldis og vanrækslu.

Börn sem gengi misnota eru fórn­ar­lömb, fyrst og fremst. Til að beita sér fyrir hag barn­anna í Haítí þarf með hraði að hrinda af stað yfir­grips­mik­illi verndaráætlun. Áætl­unin verður að tilgreina aðgerðir til að fyrir­byggja liðs­söfnun og að gengin nýti sér börn í starf­semi sína, veita aðgang að menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu og tryggja rétt­læti fyrir haítísk börn.

Skrifaðu undir ákall til haítískra yfir­valda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Yfirvofandi aftökur

Behrouz Ehsani, 69 ára, og Mehdi Hassani, 48 ára, eiga á hættu að verða teknir af lífi eftir afar ósanngjörn réttarhöld sem stóðu yfir í aðeins fimm mínútur og var litið fram hjá ásökunum þeirra um pyndingar og aðra illa meðferð til að þvinga fram „játningu“. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að írönsk yfirvöld ógildi dauðadóma yfir Behrouz Ehsani og Mehdi Hassani og leysi þá úr haldi án tafar.

El Salvador

Þöggun radda mannréttindafrömuða og samfélagsleiðtoga

Fidel Zavala, talsmaður mannréttindasamtakanna UNIDEHC og yfir tuttugu samfélagsleiðtogar hafa verið handteknir af yfirvöldum í El Salvador. Geðþóttavarðhald Zavala vekur þungar áhyggjur, þar sem hann hefur bæði borið vitni um og opinberað pyndingar í varðhaldsstöðvum.

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Bandaríkin

Ólöglegar handtökur og fjöldabrottvísanir

Frá því að Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur hann hrint í framkvæmd ómannúðlegri stefnu gegn innflytjendum og fólki í leit að öryggi sem flúið hefur neyð. Yfirvöld í Bandaríkjunum, undir stjórn Trump, hafa beitt grimmilegum aðferðum til að vekja ótta, aðskilja og handsama fjölskyldur ásamt því að herja á aðgerðasinna.  

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.