Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að hrinda í framkvæmd áform um brottvísanir sem beinast að milljónum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Áætlanir hans hafa í för með sér fjöldahandtökur, fangelsanir og fjöldaflutninga fólks, bæði rótgróinna samfélagsþegna og þeirra sem nýkomin eru til landsins.
Aðgerðirnar svipta fólk tækifæri til að leita öryggis, leiða til geðþóttavarðhalds og endursendinga á hættusvæði, þær valda aðskilnaði fjölskyldna, samfélagsrofi, mismunun á grundvelli kynþáttafordóma og auknum ótta auk þess að grafa undan öryggi, velferð og reisn fólks.
Bandarískum stjórnvöldum ber skylda samkvæmt alþjóðalögum að tryggja að lög þeirra, stefnur og verklag leiði ekki til aukinnar hættu á að brotið sé á mannréttindum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þó að Bandaríkin, eins og öll lönd, hafi vald til að setja reglur um komu og dvöl erlendra ríkisborgara á yfirráðasvæði sínu, geta þau aðeins gert það innan marka mannréttindaskuldbindinga sinna.
Skrifaðu undir ákall um að Trump forseti virði mannréttindi innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd og hætti við þau áform um vísa fjölda fólks úr landi.