Afganistan

Aðgerðasinni í þágu menntunar handtekinn að geðþótta

Matiullah Wesa er aðgerðasinni í þágu mennt­unar og mann­rétt­inda. Hann stofnaði og var í forsvari samtak­anna PenPath, sem er hópur 3000 sjálf­boða­liða sem berjast fyrir rétt­inum til mennt­unar á afskekktum svæðum og héruðum í Afghan­istan. Sjálf­boða­lið­a­starfi Penpath er ætlað að ýta undir mikil­vægi mennt­unar, sérstak­lega í þágu stúlkna og stuðla að þekk­ingu á mann­rétt­indum. Matiullah Wesa var hand­tekinn að geðþótta af leyni­þjón­ustu talibana, að kvöldi dags þann 27. mars 2023, þegar hann var á heim­leið eftir bæna­stund í mosku. Næsta dag réðst leyni­þjón­ustan inn á heimili hans og gerði tölvu og síma hans upptæk.

Tals­maður talibana stað­festi hand­tökuna tveimur dögum síðar og ásakaði Matiullah um ólög­legt athæfi. Fjöl­skylda hans hefur ekki fengið að heim­sækja hann og engar leiðir tiltækar til að véfengja lögmæti varð­haldsins.

Talibanar brugðist neikvætt við beiðnum mikils­met­inna öldunga, sem ferðast hafa úr fjar­lægum héruðum til að ræða við talibana, um að leysa Matiullah Wesa úr haldi.

Óttast er um öryggi meðlima og sjálf­boða­liða PenPath sem hafa barist fyrir menntun stúlkna á opin­berum vett­vangi, tekið þátt í frið­sam­legum mótmælum og talað fyrir málstaðnum. Fjöldi þeirra er í felum,hefur eytt samfé­lags­miðla­reikn­ingum sínum af ótta við hand­töku verði Matiullah ekki leystur úr haldi.

Áður en Matiullah Wesa var hand­tekinn hafði leyni­þjón­usta talibana hand­tekið fjöl­miðla­fólk, baráttu­konur og háskóla­fólk að geðþótta sem mótmælti og gagn­rýndi opin­ber­lega harð­neskju­legt reglu­verk talibana.

Skrifaðu undir og krefstu þess að Abdul Haq Wasiq, fram­kvæmda­stjóri leyni­þjón­ustu talibana, leysi Matiulla Wesa tafar­laust úr haldi.

Krefstu þess að auki að sátt­máli gegn mismunun til náms sé virtur með því að leyfa stúlkum á öllum aldri að sækja skóla og stunda nám til jafns við stráka og að öll mann­rétt­indi séu virt.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.