Afganistan

Sýnum afgönskum konum samstöðu

Valda­yf­ir­taka talíbana í Afgan­istan þann 15. ágúst 2021 hefur haft gríð­arleg áhrif á líf allra Afgana en skerðing á rétt­indum kvenna og stúlkna er sérstak­lega afger­andi.

Afganskar konur gegndu embætt­is­störfum, gengu í skóla og háskóla, ráku fyrir­tæki og gátu starfað í öllum atvinnu­geirum. Nú er flestum konum meinað um þátt­töku í atvinnu­lífinu á þeim forsendum að það eigi eftir að setja lög um það.

Stúlkum eldri en 10 ára er meinað að ganga í grunn­skóla og konur eiga erfitt með háskólanám þar sem gilda stífar reglur um aðskilnað kynja.

Talíbanar aftur­kalla áform um að leyfa menntun stúlkna

Þann 23. mars síðast­liðinn töldu afganskar stúlkur í efri bekkjum grunn­skóla að þær mættu aftur mæta í skóla eftir sjö mánaða bið en svo reyndist ekki. Talíbanar drógu til baka áform sín um að hleypa stúlkum 11-14 ára aftur í skóla og tilkynntu að skólar væru lokaðir þar til hann­aðir yrðu skóla­bún­ingar sem fylgdu afgönskum hefðum, menn­ingu og „sjaría­l­ögum”.

Afganskar konur hafa áorkað miklu síðast­liðin 20 ár þrátt fyrir póli­tískan óstöð­ug­leika og átök í landinu. Þær eiga á mikilli hættu að glata þessum árangri undir núver­andi stjórn Talíbana.

Alþjóða­sam­fé­lagið hefur skuld­bundið sig til að tala fyrir kven­rétt­indum í Afgan­istan. Skrifaðu undir þetta ákall til að þrýsta á alþjóða­sam­fé­lagið, þar með talið ríkis­stjórn Íslands, að beita áhrifa­mætti sínum.

Rétt­indi afganskra kvenna og stúlkna verða að vera óhagg­an­legt skil­yrði í samn­inga­við­ræðum við talíbana.

Hvettu íslensk stjórn­völd og alþjóða­sam­fé­lagið til að:

  • Nota samn­ings­stöðu sína við talíbana til að ítreka mikil­vægi kven­rétt­inda.
  • Eiga samtal við kven­rétt­inda­frömuði og kven­kyns aðgerða­sinna frá Afgan­istan til að fræðast um það hvernig best megi efla kven­rétt­indi þar í landi.
  • Ráðstafa fjár­magni í verk­efni og starf­semi sem styrkir stöðu kven­rétt­inda í Afgan­istan.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.