Afganistan

Sýnum afgönskum konum samstöðu

Valda­yf­ir­taka talíbana í Afgan­istan þann 15. ágúst 2021 hefur haft gríð­arleg áhrif á líf allra Afgana en skerðing á rétt­indum kvenna og stúlkna er sérstak­lega afger­andi.

Afganskar konur gegndu embætt­is­störfum, gengu í skóla og háskóla, ráku fyrir­tæki og gátu starfað í öllum atvinnu­geirum. Nú er flestum konum meinað um þátt­töku í atvinnu­lífinu á þeim forsendum að það eigi eftir að setja lög um það.

Stúlkum eldri en 10 ára er meinað að ganga í grunn­skóla og konur eiga erfitt með háskólanám þar sem gilda stífar reglur um aðskilnað kynja.

Talíbanar aftur­kalla áform um að leyfa menntun stúlkna

Þann 23. mars síðast­liðinn töldu afganskar stúlkur í efri bekkjum grunn­skóla að þær mættu aftur mæta í skóla eftir sjö mánaða bið en svo reyndist ekki. Talíbanar drógu til baka áform sín um að hleypa stúlkum 11-14 ára aftur í skóla og tilkynntu að skólar væru lokaðir þar til hann­aðir yrðu skóla­bún­ingar sem fylgdu afgönskum hefðum, menn­ingu og „sjaría­l­ögum”.

Afganskar konur hafa áorkað miklu síðast­liðin 20 ár þrátt fyrir póli­tískan óstöð­ug­leika og átök í landinu. Þær eiga á mikilli hættu að glata þessum árangri undir núver­andi stjórn Talíbana.

Alþjóða­sam­fé­lagið hefur skuld­bundið sig til að tala fyrir kven­rétt­indum í Afgan­istan. Skrifaðu undir þetta ákall til að þrýsta á alþjóða­sam­fé­lagið, þar með talið ríkis­stjórn Íslands, að beita áhrifa­mætti sínum.

Rétt­indi afganskra kvenna og stúlkna verða að vera óhagg­an­legt skil­yrði í samn­inga­við­ræðum við talíbana.

Hvettu íslensk stjórn­völd og alþjóða­sam­fé­lagið til að:

  • Nota samn­ings­stöðu sína við talíbana til að ítreka mikil­vægi kven­rétt­inda.
  • Eiga samtal við kven­rétt­inda­frömuði og kven­kyns aðgerða­sinna frá Afgan­istan til að fræðast um það hvernig best megi efla kven­rétt­indi þar í landi.
  • Ráðstafa fjár­magni í verk­efni og starf­semi sem styrkir stöðu kven­rétt­inda í Afgan­istan.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.