Afganistan

Sýnum afgönskum konum samstöðu

Valda­yf­ir­taka talíbana í Afgan­istan þann 15. ágúst 2021 hefur haft gríð­arleg áhrif á líf allra Afgana en skerðing á rétt­indum kvenna og stúlkna er sérstak­lega afger­andi.

Afganskar konur gegndu embætt­is­störfum, gengu í skóla og háskóla, ráku fyrir­tæki og gátu starfað í öllum atvinnu­geirum. Nú er flestum konum meinað um þátt­töku í atvinnu­lífinu á þeim forsendum að það eigi eftir að setja lög um það.

Stúlkum eldri en 10 ára er meinað að ganga í grunn­skóla og konur eiga erfitt með háskólanám þar sem gilda stífar reglur um aðskilnað kynja.

Talíbanar aftur­kalla áform um að leyfa menntun stúlkna

Þann 23. mars síðast­liðinn töldu afganskar stúlkur í efri bekkjum grunn­skóla að þær mættu aftur mæta í skóla eftir sjö mánaða bið en svo reyndist ekki. Talíbanar drógu til baka áform sín um að hleypa stúlkum 11-14 ára aftur í skóla og tilkynntu að skólar væru lokaðir þar til hann­aðir yrðu skóla­bún­ingar sem fylgdu afgönskum hefðum, menn­ingu og „sjaría­l­ögum”.

Afganskar konur hafa áorkað miklu síðast­liðin 20 ár þrátt fyrir póli­tískan óstöð­ug­leika og átök í landinu. Þær eiga á mikilli hættu að glata þessum árangri undir núver­andi stjórn Talíbana.

Alþjóða­sam­fé­lagið hefur skuld­bundið sig til að tala fyrir kven­rétt­indum í Afgan­istan. Skrifaðu undir þetta ákall til að þrýsta á alþjóða­sam­fé­lagið, þar með talið ríkis­stjórn Íslands, að beita áhrifa­mætti sínum.

Rétt­indi afganskra kvenna og stúlkna verða að vera óhagg­an­legt skil­yrði í samn­inga­við­ræðum við talíbana.

Hvettu íslensk stjórn­völd og alþjóða­sam­fé­lagið til að:

  • Nota samn­ings­stöðu sína við talíbana til að ítreka mikil­vægi kven­rétt­inda.
  • Eiga samtal við kven­rétt­inda­frömuði og kven­kyns aðgerða­sinna frá Afgan­istan til að fræðast um það hvernig best megi efla kven­rétt­indi þar í landi.
  • Ráðstafa fjár­magni í verk­efni og starf­semi sem styrkir stöðu kven­rétt­inda í Afgan­istan.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Alþjóðlegt

Styddu réttindi verkafólks í fataiðnaði

Í áraraðir hafa stjórnvöld og tískufyrirtæki hagnast á slæmum starfsaðstæðum kvenna sem sauma fötin okkar. Brotið er kerfisbundið á mannréttindum verkafólks í fataiðnaði sem vinnur oft við hættulegar aðstæður, launin eru undir framfærsluviðmiði og ráðningarsamningar eru ótryggir. Laun sem duga ekki fyrir framfærslu þýðir að verkafólkið hefur ekki aðgang að nauðsynjum eins og mat, heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, menntun og öruggu húsnæði.

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.