Afganistan

Sýnum afgönskum konum samstöðu

Valda­yf­ir­taka talíbana í Afgan­istan þann 15. ágúst 2021 hefur haft gríð­arleg áhrif á líf allra Afgana en skerðing á rétt­indum kvenna og stúlkna er sérstak­lega afger­andi.

Afganskar konur gegndu embætt­is­störfum, gengu í skóla og háskóla, ráku fyrir­tæki og gátu starfað í öllum atvinnu­geirum. Nú er flestum konum meinað um þátt­töku í atvinnu­lífinu á þeim forsendum að það eigi eftir að setja lög um það.

Stúlkum eldri en 10 ára er meinað að ganga í grunn­skóla og konur eiga erfitt með háskólanám þar sem gilda stífar reglur um aðskilnað kynja.

Talíbanar aftur­kalla áform um að leyfa menntun stúlkna

Þann 23. mars síðast­liðinn töldu afganskar stúlkur í efri bekkjum grunn­skóla að þær mættu aftur mæta í skóla eftir sjö mánaða bið en svo reyndist ekki. Talíbanar drógu til baka áform sín um að hleypa stúlkum 11-14 ára aftur í skóla og tilkynntu að skólar væru lokaðir þar til hann­aðir yrðu skóla­bún­ingar sem fylgdu afgönskum hefðum, menn­ingu og „sjaría­l­ögum”.

Afganskar konur hafa áorkað miklu síðast­liðin 20 ár þrátt fyrir póli­tískan óstöð­ug­leika og átök í landinu. Þær eiga á mikilli hættu að glata þessum árangri undir núver­andi stjórn Talíbana.

Alþjóða­sam­fé­lagið hefur skuld­bundið sig til að tala fyrir kven­rétt­indum í Afgan­istan. Skrifaðu undir þetta ákall til að þrýsta á alþjóða­sam­fé­lagið, þar með talið ríkis­stjórn Íslands, að beita áhrifa­mætti sínum.

Rétt­indi afganskra kvenna og stúlkna verða að vera óhagg­an­legt skil­yrði í samn­inga­við­ræðum við talíbana.

Hvettu íslensk stjórn­völd og alþjóða­sam­fé­lagið til að:

  • Nota samn­ings­stöðu sína við talíbana til að ítreka mikil­vægi kven­rétt­inda.
  • Eiga samtal við kven­rétt­inda­frömuði og kven­kyns aðgerða­sinna frá Afgan­istan til að fræðast um það hvernig best megi efla kven­rétt­indi þar í landi.
  • Ráðstafa fjár­magni í verk­efni og starf­semi sem styrkir stöðu kven­rétt­inda í Afgan­istan.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Egyptaland

Mannréttindalögfræðingur þjáist í fangelsi og fær ekki læknisaðstoð

Hoda Abdelmoniem hefur verið í varðhaldi í fjögur ár að geðþótta yfirvalda. Réttarhöld standa yfir í máli hennar vegna falskra ákæra sem má rekja til mannréttindastarfs hennar. Egypsk yfirvöld synja henni um samskipti við fjölskyldu og viðunandi læknisaðstoð þrátt fyrir að Hoda glími við alvarlegan heilsubrest. Hún á langa sjúkrasögu að baki, er með hjartasjúkdóm og nýrun eru að gefa sig. Augu heimsins eru á Egyptalandi í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP27 sem haldin verður þar í landi dagana 6.-18. nóvember. Nú er einstakt tækifæri til að skapa aukinn þrýsting á egypsk stjórnvöld. Skrifaðu undir og krefstu þess að mannréttindi séu virt í Egyptalandi og að Hoda Abdelmoniem verði látin laus skilyrðislaust og án tafar.

Íran

Blóðsúthellingunni verður að linna

Mótmæli hafa brotist út á landsvísu í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa (Zhina) Amini lét lífið í varðhaldi yfirvalda. Írönsk yfirvöld hafa brugðist grimmilega við mótmælunum. Við krefjumst þess að alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða.

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.

Bandaríkin

Bandaríkin: Verndið réttinn til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þungunarrofs í landinu. Krefjumst þess að ríkisstjórar í öllum ríkjum Bandaríkjanna komi í veg fyrir þungunarrofsbann og verndi réttinn til þungunarrofs. 

Rússland

Stöðvið árásina og verndið almenning í Úkraínu

Hörmungar og mannréttindaneyð dynur á Úkraínubúum. Nú þegar hafa fullorðnir og börn látið lífið og líf fleiri þúsunda eru í hættu. Krefstu þess að rússnesk yfirvöld stöðvi þessa árás og verndi almenna borgara núna strax!

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.