Filippseyjar

Baráttukona yfir sextugt, handtekin í þriðja sinn

Adora Faye de Vera var hand­tekin í ágúst 2022 og er enn í haldi, ákærð fyrir morð, tilraunar til mann­dráps og andófs. Hún er 66 ára gömul, ljóð­skáld og baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum. Fjöl­skylda hennar telur að verið sé að veitast að henni vegna baráttu hennar í þágu þolenda mann­rétt­inda­brota. Adora Faye hefur áður verið hand­tekin. Hún var samviskufangi og sætti pynd­ingum og illri meðferð árið 1976 vegna mann­rétt­inda­bar­áttu sinnar.

Adora Faye var hand­tekin í Quezon-borg, þann 24. ágúst 2022, en hún var þar að sækja sér lækn­is­að­stoð vegna astma og blóð­leysis. Samkvæmt mann­rétt­inda­sam­tök­unum Karapatan komu tvær einkennisklæddar konur, sem voru óvopn­aðar og sögðust vera frá bruna­eft­ir­litinu, á dval­ar­stað Adoru vegna gruns um vörslu á marijúana. Einkennisklæddu konurnar yfir­gáfu svæðið og komu aftur í fylgd með vopn­uðum einstak­lingum sem sögðust vera frá lögregl­unni og hand­tóku Adoru. Farið var með hana á flug­völl og flogið með hana á lögreglu­stöð í Iloilo-héraði, hundruðum kíló­metra frá Quezon-borg. Í tvo daga var henni meinað að hafa samband við lögfræðing eða fjöl­skyldu.

Fjöl­skyldu­með­limur hennar mætti á lögreglu­stöðina með lögfræð­ingi þann 26. ágúst og í kjöl­farið fékk hún lækn­is­skoðun. Lögreglu­yf­ir­völd ásökuðu Adoru Faye um að vera valda­mikil innan komm­ún­ista­flokksins á Filipps­eyjum og sögðust hafa hand­töku­heimild á hendur henni vegna gruns um morð, mann­dráp­stilraunar og andófs. Atvikið sem vísað var til snérist um meint laun­sátur sem leiddi til mann­falls innan örygg­is­sveit­ar­innar.

Áratugum saman hafa yfir­völd og óþekktir einstak­lingar á Filipps­eyjum bendlað aðgerða­sinna og baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum við vopnaða hópa. Á undan­förnum árum, í stjórn­artíð Rodrigo Duterte, fyrrum forseta Filipps­eyja, jókst aðförin að aðgerða­sinnum veru­lega.

Þessar gengd­ar­lausu ásak­anir yfir­valda hafa leitt af sér auknar árásir þar sem aðgerða­sinnar hafa meðal annars verið drepnir. Filipp­eysk yfir­völd hafa ítrekað samþykkt að virða mann­rétt­indi en hand­taka og varð­hald Adoru Faye sýna að staða mann­rétt­inda í landinu fer versn­andi.

Skrifaðu undir og krefstu þess að:

  • Stjórn­völd leysi Adoru Faye úr haldi og felli niður ákærur á hendur henni.
  • Hún fái viðeig­andi lækn­is­með­ferð á meðan hún er í haldi.
  • Rann­sókn verði gerð á hand­töku og varð­haldi Adoru Faye, hinir ábyrgðu verði dregnir fyrir dóm og fái rétt­láta máls­með­ferð.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.