Filippseyjar

Baráttukona yfir sextugt, handtekin í þriðja sinn

Adora Faye de Vera var hand­tekin í ágúst 2022 og er enn í haldi, ákærð fyrir morð, tilraunar til mann­dráps og andófs. Hún er 66 ára gömul, ljóð­skáld og baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum. Fjöl­skylda hennar telur að verið sé að veitast að henni vegna baráttu hennar í þágu þolenda mann­rétt­inda­brota. Adora Faye hefur áður verið hand­tekin. Hún var samviskufangi og sætti pynd­ingum og illri meðferð árið 1976 vegna mann­rétt­inda­bar­áttu sinnar.

Adora Faye var hand­tekin í Quezon-borg, þann 24. ágúst 2022, en hún var þar að sækja sér lækn­is­að­stoð vegna astma og blóð­leysis. Samkvæmt mann­rétt­inda­sam­tök­unum Karapatan komu tvær einkennisklæddar konur, sem voru óvopn­aðar og sögðust vera frá bruna­eft­ir­litinu, á dval­ar­stað Adoru vegna gruns um vörslu á marijúana. Einkennisklæddu konurnar yfir­gáfu svæðið og komu aftur í fylgd með vopn­uðum einstak­lingum sem sögðust vera frá lögregl­unni og hand­tóku Adoru. Farið var með hana á flug­völl og flogið með hana á lögreglu­stöð í Iloilo-héraði, hundruðum kíló­metra frá Quezon-borg. Í tvo daga var henni meinað að hafa samband við lögfræðing eða fjöl­skyldu.

Fjöl­skyldu­með­limur hennar mætti á lögreglu­stöðina með lögfræð­ingi þann 26. ágúst og í kjöl­farið fékk hún lækn­is­skoðun. Lögreglu­yf­ir­völd ásökuðu Adoru Faye um að vera valda­mikil innan komm­ún­ista­flokksins á Filipps­eyjum og sögðust hafa hand­töku­heimild á hendur henni vegna gruns um morð, mann­dráp­stilraunar og andófs. Atvikið sem vísað var til snérist um meint laun­sátur sem leiddi til mann­falls innan örygg­is­sveit­ar­innar.

Áratugum saman hafa yfir­völd og óþekktir einstak­lingar á Filipps­eyjum bendlað aðgerða­sinna og baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum við vopnaða hópa. Á undan­förnum árum, í stjórn­artíð Rodrigo Duterte, fyrrum forseta Filipps­eyja, jókst aðförin að aðgerða­sinnum veru­lega.

Þessar gengd­ar­lausu ásak­anir yfir­valda hafa leitt af sér auknar árásir þar sem aðgerða­sinnar hafa meðal annars verið drepnir. Filipp­eysk yfir­völd hafa ítrekað samþykkt að virða mann­rétt­indi en hand­taka og varð­hald Adoru Faye sýna að staða mann­rétt­inda í landinu fer versn­andi.

Skrifaðu undir og krefstu þess að:

  • Stjórn­völd leysi Adoru Faye úr haldi og felli niður ákærur á hendur henni.
  • Hún fái viðeig­andi lækn­is­með­ferð á meðan hún er í haldi.
  • Rann­sókn verði gerð á hand­töku og varð­haldi Adoru Faye, hinir ábyrgðu verði dregnir fyrir dóm og fái rétt­láta máls­með­ferð.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Ekvador

Heimatilbúin sprengja fyrir utan heimili ungs umhverfissinna

Leonela Moncayo er umhverfissinni frá Amazon-skóginum í Ekvador og ein af níu stúlkum sem fóru í mál við stjórnvöld þar í landi og kröfðust lögbanns á gasbruna í nágrenni við heimili þeirra á þeim grundvelli að brotið sé á mannréttindum þeirra. Talið að öryggi stúlknanna níu og fjölskyldna þeirra sé í hættu.

Rússland

Listakona afplánar sjö ára dóm á fanganýlendu fyrir mótmæli

Aleksandra (Sasha) Skochilenko er tónlistar- og listakona frá Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hún var ákærð á grundvelli ritskoðunarlaga og hlaut sjö ára dóm hinn 16. nóvember 2023. Henni er haldið við skelfilegar aðstæður og heilsu hennar hrakar ört. Skrifaðu undir ákallið og kallaðu eftir því að Rússland afnemi ritskoðunarlögin og leysi Aleksöndru skilyrðislaust úr haldi án tafar.

Rússland

Fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sætir illri meðferð í fangelsi

Maria Ponomarenko er fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sem sætir illri meðferð í fangelsi. Hún deildi skilaboðum á samskiptamiðlinum Telegram um sprengjuárás rússneskra hersveita á leikhús í Mariupol í mars 2022. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að rússnesk stjórnvöld leysi Mariu Ponomarenko skilyrðislaust úr haldi án tafar.

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.