Filippseyjar

Baráttukona yfir sextugt, handtekin í þriðja sinn

Adora Faye de Vera var hand­tekin í ágúst 2022 og er enn í haldi, ákærð fyrir morð, tilraunar til mann­dráps og andófs. Hún er 66 ára gömul, ljóð­skáld og baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum. Fjöl­skylda hennar telur að verið sé að veitast að henni vegna baráttu hennar í þágu þolenda mann­rétt­inda­brota. Adora Faye hefur áður verið hand­tekin. Hún var samviskufangi og sætti pynd­ingum og illri meðferð árið 1976 vegna mann­rétt­inda­bar­áttu sinnar.

Adora Faye var hand­tekin í Quezon-borg, þann 24. ágúst 2022, en hún var þar að sækja sér lækn­is­að­stoð vegna astma og blóð­leysis. Samkvæmt mann­rétt­inda­sam­tök­unum Karapatan komu tvær einkennisklæddar konur, sem voru óvopn­aðar og sögðust vera frá bruna­eft­ir­litinu, á dval­ar­stað Adoru vegna gruns um vörslu á marijúana. Einkennisklæddu konurnar yfir­gáfu svæðið og komu aftur í fylgd með vopn­uðum einstak­lingum sem sögðust vera frá lögregl­unni og hand­tóku Adoru. Farið var með hana á flug­völl og flogið með hana á lögreglu­stöð í Iloilo-héraði, hundruðum kíló­metra frá Quezon-borg. Í tvo daga var henni meinað að hafa samband við lögfræðing eða fjöl­skyldu.

Fjöl­skyldu­með­limur hennar mætti á lögreglu­stöðina með lögfræð­ingi þann 26. ágúst og í kjöl­farið fékk hún lækn­is­skoðun. Lögreglu­yf­ir­völd ásökuðu Adoru Faye um að vera valda­mikil innan komm­ún­ista­flokksins á Filipps­eyjum og sögðust hafa hand­töku­heimild á hendur henni vegna gruns um morð, mann­dráp­stilraunar og andófs. Atvikið sem vísað var til snérist um meint laun­sátur sem leiddi til mann­falls innan örygg­is­sveit­ar­innar.

Áratugum saman hafa yfir­völd og óþekktir einstak­lingar á Filipps­eyjum bendlað aðgerða­sinna og baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum við vopnaða hópa. Á undan­förnum árum, í stjórn­artíð Rodrigo Duterte, fyrrum forseta Filipps­eyja, jókst aðförin að aðgerða­sinnum veru­lega.

Þessar gengd­ar­lausu ásak­anir yfir­valda hafa leitt af sér auknar árásir þar sem aðgerða­sinnar hafa meðal annars verið drepnir. Filipp­eysk yfir­völd hafa ítrekað samþykkt að virða mann­rétt­indi en hand­taka og varð­hald Adoru Faye sýna að staða mann­rétt­inda í landinu fer versn­andi.

Skrifaðu undir og krefstu þess að:

  • Stjórn­völd leysi Adoru Faye úr haldi og felli niður ákærur á hendur henni.
  • Hún fái viðeig­andi lækn­is­með­ferð á meðan hún er í haldi.
  • Rann­sókn verði gerð á hand­töku og varð­haldi Adoru Faye, hinir ábyrgðu verði dregnir fyrir dóm og fái rétt­láta máls­með­ferð.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.