Filippseyjar

Baráttukona yfir sextugt, handtekin í þriðja sinn

Adora Faye de Vera var hand­tekin í ágúst 2022 og er enn í haldi, ákærð fyrir morð, tilraunar til mann­dráps og andófs. Hún er 66 ára gömul, ljóð­skáld og baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum. Fjöl­skylda hennar telur að verið sé að veitast að henni vegna baráttu hennar í þágu þolenda mann­rétt­inda­brota. Adora Faye hefur áður verið hand­tekin. Hún var samviskufangi og sætti pynd­ingum og illri meðferð árið 1976 vegna mann­rétt­inda­bar­áttu sinnar.

Adora Faye var hand­tekin í Quezon-borg, þann 24. ágúst 2022, en hún var þar að sækja sér lækn­is­að­stoð vegna astma og blóð­leysis. Samkvæmt mann­rétt­inda­sam­tök­unum Karapatan komu tvær einkennisklæddar konur, sem voru óvopn­aðar og sögðust vera frá bruna­eft­ir­litinu, á dval­ar­stað Adoru vegna gruns um vörslu á marijúana. Einkennisklæddu konurnar yfir­gáfu svæðið og komu aftur í fylgd með vopn­uðum einstak­lingum sem sögðust vera frá lögregl­unni og hand­tóku Adoru. Farið var með hana á flug­völl og flogið með hana á lögreglu­stöð í Iloilo-héraði, hundruðum kíló­metra frá Quezon-borg. Í tvo daga var henni meinað að hafa samband við lögfræðing eða fjöl­skyldu.

Fjöl­skyldu­með­limur hennar mætti á lögreglu­stöðina með lögfræð­ingi þann 26. ágúst og í kjöl­farið fékk hún lækn­is­skoðun. Lögreglu­yf­ir­völd ásökuðu Adoru Faye um að vera valda­mikil innan komm­ún­ista­flokksins á Filipps­eyjum og sögðust hafa hand­töku­heimild á hendur henni vegna gruns um morð, mann­dráp­stilraunar og andófs. Atvikið sem vísað var til snérist um meint laun­sátur sem leiddi til mann­falls innan örygg­is­sveit­ar­innar.

Áratugum saman hafa yfir­völd og óþekktir einstak­lingar á Filipps­eyjum bendlað aðgerða­sinna og baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum við vopnaða hópa. Á undan­förnum árum, í stjórn­artíð Rodrigo Duterte, fyrrum forseta Filipps­eyja, jókst aðförin að aðgerða­sinnum veru­lega.

Þessar gengd­ar­lausu ásak­anir yfir­valda hafa leitt af sér auknar árásir þar sem aðgerða­sinnar hafa meðal annars verið drepnir. Filipp­eysk yfir­völd hafa ítrekað samþykkt að virða mann­rétt­indi en hand­taka og varð­hald Adoru Faye sýna að staða mann­rétt­inda í landinu fer versn­andi.

Skrifaðu undir og krefstu þess að:

  • Stjórn­völd leysi Adoru Faye úr haldi og felli niður ákærur á hendur henni.
  • Hún fái viðeig­andi lækn­is­með­ferð á meðan hún er í haldi.
  • Rann­sókn verði gerð á hand­töku og varð­haldi Adoru Faye, hinir ábyrgðu verði dregnir fyrir dóm og fái rétt­láta máls­með­ferð.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Yfirvofandi aftökur

Behrouz Ehsani, 69 ára, og Mehdi Hassani, 48 ára, eiga á hættu að verða teknir af lífi eftir afar ósanngjörn réttarhöld sem stóðu yfir í aðeins fimm mínútur og var litið fram hjá ásökunum þeirra um pyndingar og aðra illa meðferð til að þvinga fram „játningu“. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að írönsk yfirvöld ógildi dauðadóma yfir Behrouz Ehsani og Mehdi Hassani og leysi þá úr haldi án tafar.

El Salvador

Þöggun radda mannréttindafrömuða og samfélagsleiðtoga

Fidel Zavala, talsmaður mannréttindasamtakanna UNIDEHC og yfir tuttugu samfélagsleiðtogar hafa verið handteknir af yfirvöldum í El Salvador. Geðþóttavarðhald Zavala vekur þungar áhyggjur, þar sem hann hefur bæði borið vitni um og opinberað pyndingar í varðhaldsstöðvum.

Fílabeinsströndin

Upplýsingafulltrúi stéttarfélags fær tveggja ára fangelsisdóm

Hettuklæddir menn handtóku Ghislain Duggary Assy, upplýsingafulltrúa stéttarfélags kennara, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls á Fílabeinsströndinni. Ghislain fékk tveggja ára fangelsisdóm. Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Bandaríkin

Ólöglegar handtökur og fjöldabrottvísanir

Frá því að Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur hann hrint í framkvæmd ómannúðlegri stefnu gegn innflytjendum og fólki í leit að öryggi sem flúið hefur neyð. Yfirvöld í Bandaríkjunum, undir stjórn Trump, hafa beitt grimmilegum aðferðum til að vekja ótta, aðskilja og handsama fjölskyldur ásamt því að herja á aðgerðasinna.  

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.