Íran

Blóðsúthellingunni verður að linna

Mótmæli hafa brotist út á landsvísu í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa (Zhina) Amini lét lífið í varð­haldi yfir­valda. Írönsk yfir­völd hafa brugðist grimmi­lega við mótmæl­unum. Við krefj­umst þess að alþjóða­sam­fé­lagið grípi til aðgerða.

Írönsk-kúrdísk kona að nafni Mahsa Amini var hand­tekin í Tehran af svokall­aðri siðferð­is­lög­reglu þann 13. sept­ember 2022. Vitni sögðust hafa séð lögreglu ganga í skrokk á henni í flutn­ings­bif­reið lögregl­unnar. Örfáum klukku­stundum síðar var hún færð á sjúkrahús í dái og lést þremur dögum síðar.
Siðferð­is­lög­reglan hefur reglu­bundið hand­tekið konur og stúlkur af geðþótta, pyndað og beitt illri meðferð fyrir að fylgja ekki svívrði­legum, niðr­andi og órétt­látum lögum um skyldu­notkun höfuðslæða. Dauði Amini er kveikjan að mótmælum þvert og breitt um Íran en yfir­völd hafa svarað með harka­legum aðgerðum sem valdið hafa dauðs­föllum.

Örygg­is­sveitir hafa ítrekað beitt ólög­mætu valdi gegn mótmæl­endum. Skot­vopnum hefur verið beitt af stuttu færi, tára­gasi og vatns­fall­byssum hefur verið misbeitt og mótmæl­endur hafa verið barðir harka­lega með lögreglukylfum. Hundruð manna, kvenna og barna hafa slasast í aðgerðum yfir­valda, tugir látið lífið og tvær mann­eskjur eru varan­lega blindar á öðru eða báðum augum. Flest hinna særðu forðast að leita sér hjálpar á sjúkra­húsum af ótta við hand­töku, sem eykur líkur á sýkingum og heilsutjóni. Írönsk yfir­völd reyna að fela glæpi sína með því að loka fyrir netað­gang í landinu.

Írönsk yfir­völd hafa á liðnum árum ekki þurft að sæta ábyrgð vegna morða á hundruðum mótmæl­enda eða illrar meðferðar á þúsundum þeirra. Það er tími kominn til að ríki Sameinuðu þjóð­anna takist á við þetta refsi­leysi í Íran.

Skrifaðu undir ákall til utan­rík­is­ráð­herra Íslands, Þórdísar Kolbrúnar Reyk­fjörð GYlfa­dóttur, um að íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir því að Sameinuðu þjóð­irnar setji af stað óháða rann­sókn á alvar­leg­ustu mann­rétt­inda­brot­unum í Íran og tryggi að gerendur verði dregnir til ábyrgðar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.