Íran

Blóðsúthellingunni verður að linna

Mótmæli hafa brotist út á landsvísu í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa (Zhina) Amini lét lífið í varð­haldi yfir­valda. Írönsk yfir­völd hafa brugðist grimmi­lega við mótmæl­unum. Við krefj­umst þess að alþjóða­sam­fé­lagið grípi til aðgerða.

Írönsk-kúrdísk kona að nafni Mahsa Amini var hand­tekin í Tehran af svokall­aðri siðferð­is­lög­reglu þann 13. sept­ember 2022. Vitni sögðust hafa séð lögreglu ganga í skrokk á henni í flutn­ings­bif­reið lögregl­unnar. Örfáum klukku­stundum síðar var hún færð á sjúkrahús í dái og lést þremur dögum síðar.
Siðferð­is­lög­reglan hefur reglu­bundið hand­tekið konur og stúlkur af geðþótta, pyndað og beitt illri meðferð fyrir að fylgja ekki svívrði­legum, niðr­andi og órétt­látum lögum um skyldu­notkun höfuðslæða. Dauði Amini er kveikjan að mótmælum þvert og breitt um Íran en yfir­völd hafa svarað með harka­legum aðgerðum sem valdið hafa dauðs­föllum.

Örygg­is­sveitir hafa ítrekað beitt ólög­mætu valdi gegn mótmæl­endum. Skot­vopnum hefur verið beitt af stuttu færi, tára­gasi og vatns­fall­byssum hefur verið misbeitt og mótmæl­endur hafa verið barðir harka­lega með lögreglukylfum. Hundruð manna, kvenna og barna hafa slasast í aðgerðum yfir­valda, tugir látið lífið og tvær mann­eskjur eru varan­lega blindar á öðru eða báðum augum. Flest hinna særðu forðast að leita sér hjálpar á sjúkra­húsum af ótta við hand­töku, sem eykur líkur á sýkingum og heilsutjóni. Írönsk yfir­völd reyna að fela glæpi sína með því að loka fyrir netað­gang í landinu.

Írönsk yfir­völd hafa á liðnum árum ekki þurft að sæta ábyrgð vegna morða á hundruðum mótmæl­enda eða illrar meðferðar á þúsundum þeirra. Það er tími kominn til að ríki Sameinuðu þjóð­anna takist á við þetta refsi­leysi í Íran.

Skrifaðu undir ákall til utan­rík­is­ráð­herra Íslands, Þórdísar Kolbrúnar Reyk­fjörð GYlfa­dóttur, um að íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir því að Sameinuðu þjóð­irnar setji af stað óháða rann­sókn á alvar­leg­ustu mann­rétt­inda­brot­unum í Íran og tryggi að gerendur verði dregnir til ábyrgðar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ísrael

Stöðva þarf hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty International, „You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínubúum á Gaza. 

Alþjóðlegt

Stöðvum drápsvélmenni

Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Sambía

Læknir sóttur til saka fyrir samkynhneigð

Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.