Íran

Blóðsúthellingunni verður að linna

Mótmæli hafa brotist út á landsvísu í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa (Zhina) Amini lét lífið í varð­haldi yfir­valda. Írönsk yfir­völd hafa brugðist grimmi­lega við mótmæl­unum. Við krefj­umst þess að alþjóða­sam­fé­lagið grípi til aðgerða.

Írönsk-kúrdísk kona að nafni Mahsa Amini var hand­tekin í Tehran af svokall­aðri siðferð­is­lög­reglu þann 13. sept­ember 2022. Vitni sögðust hafa séð lögreglu ganga í skrokk á henni í flutn­ings­bif­reið lögregl­unnar. Örfáum klukku­stundum síðar var hún færð á sjúkrahús í dái og lést þremur dögum síðar.
Siðferð­is­lög­reglan hefur reglu­bundið hand­tekið konur og stúlkur af geðþótta, pyndað og beitt illri meðferð fyrir að fylgja ekki svívrði­legum, niðr­andi og órétt­látum lögum um skyldu­notkun höfuðslæða. Dauði Amini er kveikjan að mótmælum þvert og breitt um Íran en yfir­völd hafa svarað með harka­legum aðgerðum sem valdið hafa dauðs­föllum.

Örygg­is­sveitir hafa ítrekað beitt ólög­mætu valdi gegn mótmæl­endum. Skot­vopnum hefur verið beitt af stuttu færi, tára­gasi og vatns­fall­byssum hefur verið misbeitt og mótmæl­endur hafa verið barðir harka­lega með lögreglukylfum. Hundruð manna, kvenna og barna hafa slasast í aðgerðum yfir­valda, tugir látið lífið og tvær mann­eskjur eru varan­lega blindar á öðru eða báðum augum. Flest hinna særðu forðast að leita sér hjálpar á sjúkra­húsum af ótta við hand­töku, sem eykur líkur á sýkingum og heilsutjóni. Írönsk yfir­völd reyna að fela glæpi sína með því að loka fyrir netað­gang í landinu.

Írönsk yfir­völd hafa á liðnum árum ekki þurft að sæta ábyrgð vegna morða á hundruðum mótmæl­enda eða illrar meðferðar á þúsundum þeirra. Það er tími kominn til að ríki Sameinuðu þjóð­anna takist á við þetta refsi­leysi í Íran.

Skrifaðu undir ákall til utan­rík­is­ráð­herra Íslands, Þórdísar Kolbrúnar Reyk­fjörð GYlfa­dóttur, um að íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir því að Sameinuðu þjóð­irnar setji af stað óháða rann­sókn á alvar­leg­ustu mann­rétt­inda­brot­unum í Íran og tryggi að gerendur verði dregnir til ábyrgðar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Egyptaland

Mannréttindalögfræðingur þjáist í fangelsi og fær ekki læknisaðstoð

Hoda Abdelmoniem hefur verið í varðhaldi í fjögur ár að geðþótta yfirvalda. Réttarhöld standa yfir í máli hennar vegna falskra ákæra sem má rekja til mannréttindastarfs hennar. Egypsk yfirvöld synja henni um samskipti við fjölskyldu og viðunandi læknisaðstoð þrátt fyrir að Hoda glími við alvarlegan heilsubrest. Hún á langa sjúkrasögu að baki, er með hjartasjúkdóm og nýrun eru að gefa sig. Augu heimsins eru á Egyptalandi í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP27 sem haldin verður þar í landi dagana 6.-18. nóvember. Nú er einstakt tækifæri til að skapa aukinn þrýsting á egypsk stjórnvöld. Skrifaðu undir og krefstu þess að mannréttindi séu virt í Egyptalandi og að Hoda Abdelmoniem verði látin laus skilyrðislaust og án tafar.

Íran

Blóðsúthellingunni verður að linna

Mótmæli hafa brotist út á landsvísu í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa (Zhina) Amini lét lífið í varðhaldi yfirvalda. Írönsk yfirvöld hafa brugðist grimmilega við mótmælunum. Við krefjumst þess að alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða.

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.

Bandaríkin

Bandaríkin: Verndið réttinn til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þungunarrofs í landinu. Krefjumst þess að ríkisstjórar í öllum ríkjum Bandaríkjanna komi í veg fyrir þungunarrofsbann og verndi réttinn til þungunarrofs. 

Rússland

Stöðvið árásina og verndið almenning í Úkraínu

Hörmungar og mannréttindaneyð dynur á Úkraínubúum. Nú þegar hafa fullorðnir og börn látið lífið og líf fleiri þúsunda eru í hættu. Krefstu þess að rússnesk yfirvöld stöðvi þessa árás og verndi almenna borgara núna strax!

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.