Íran

Blóðsúthellingunni verður að linna

Mótmæli hafa brotist út á landsvísu í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa (Zhina) Amini lét lífið í varð­haldi yfir­valda. Írönsk yfir­völd hafa brugðist grimmi­lega við mótmæl­unum. Við krefj­umst þess að alþjóða­sam­fé­lagið grípi til aðgerða.

Írönsk-kúrdísk kona að nafni Mahsa Amini var hand­tekin í Tehran af svokall­aðri siðferð­is­lög­reglu þann 13. sept­ember 2022. Vitni sögðust hafa séð lögreglu ganga í skrokk á henni í flutn­ings­bif­reið lögregl­unnar. Örfáum klukku­stundum síðar var hún færð á sjúkrahús í dái og lést þremur dögum síðar.
Siðferð­is­lög­reglan hefur reglu­bundið hand­tekið konur og stúlkur af geðþótta, pyndað og beitt illri meðferð fyrir að fylgja ekki svívrði­legum, niðr­andi og órétt­látum lögum um skyldu­notkun höfuðslæða. Dauði Amini er kveikjan að mótmælum þvert og breitt um Íran en yfir­völd hafa svarað með harka­legum aðgerðum sem valdið hafa dauðs­föllum.

Örygg­is­sveitir hafa ítrekað beitt ólög­mætu valdi gegn mótmæl­endum. Skot­vopnum hefur verið beitt af stuttu færi, tára­gasi og vatns­fall­byssum hefur verið misbeitt og mótmæl­endur hafa verið barðir harka­lega með lögreglukylfum. Hundruð manna, kvenna og barna hafa slasast í aðgerðum yfir­valda, tugir látið lífið og tvær mann­eskjur eru varan­lega blindar á öðru eða báðum augum. Flest hinna særðu forðast að leita sér hjálpar á sjúkra­húsum af ótta við hand­töku, sem eykur líkur á sýkingum og heilsutjóni. Írönsk yfir­völd reyna að fela glæpi sína með því að loka fyrir netað­gang í landinu.

Írönsk yfir­völd hafa á liðnum árum ekki þurft að sæta ábyrgð vegna morða á hundruðum mótmæl­enda eða illrar meðferðar á þúsundum þeirra. Það er tími kominn til að ríki Sameinuðu þjóð­anna takist á við þetta refsi­leysi í Íran.

Skrifaðu undir ákall til utan­rík­is­ráð­herra Íslands, Þórdísar Kolbrúnar Reyk­fjörð GYlfa­dóttur, um að íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir því að Sameinuðu þjóð­irnar setji af stað óháða rann­sókn á alvar­leg­ustu mann­rétt­inda­brot­unum í Íran og tryggi að gerendur verði dregnir til ábyrgðar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.