Hondúras
Berta Cáceres var myrt að nóttu til þann 2. mars 2016 á heimili sínu í Intibucá í Hondúras. Berta Cáceres var hugrökk baráttukona fyrir mannréttindum sem hætti lífi sínu til að verja rétt Lenca-fólksins, heimahaga sinna og náttúruauðlindanna sem þar finnast.
Sjö af átta ákærðum fyrir morðið á henni voru dæmdir sekir af sakadómstól Hondúras þann 29. nóvember 2018.
Fjölskylda Bertu Cáceres og COPINH (e. Civic Council of Popular and Indigenous Organizations of Honduras) kalla áfram eftir því að allir einstaklingar sem eru viðriðnir morðið séu færðir fyrir rétt, þar með taldir þeir sem fyrirskipuðu morðið.
David Castillo, fyrrum framkvæmdastjóri fyrirtæksins DESA sem er tengt virkjanaframkvæmdum, var handtekinn vegna glæpsins 2. mars 2018 en málið er enn í biðstöðu.
David Castillo er sá eini sem er ásakaður um að hafa fyrirskipað morðið. Samkvæmt skýrslu frá GAIPE (e: International Advisory Group of Experts) gætu fleiri hafa haft vitneskju um fyrirhugað morð eða tekið þátt í skipulagningu þess.
Stjórnvöld Hondúras þurfa að rannsaka morðið með hlutlausum, óháðum og nákvæmum hætti svo að allir aðilar sem eru ábyrgir fyrir morðinu, þar með talinn skipuleggjandi glæpsins, verði færðir fyrir dóm. Fyrir fjölskyldu Bertu verður réttlætinu ekki fullnægt fyrr en allir sem viðriðnir voru morðið hafa verið sóttir til saka og sannleikurinn leiddur í ljós.
Krefstu þess að ríkissaksóknari tryggi sannleika og réttlæti í máli Bertu Cáceres!
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Afganistan
Matiullah Wesa er aðgerðasinni í þágu menntunar og mannréttinda. Hann var handtekinn að geðþótta af leyniþjónustu talibana. Fjölskylda hans hefur ekki fengið að heimsækja hann og engar leiðir tiltækar til að véfengja lögmæti varðhaldsins. Skrifaðu undir og krefstu þess að Abdul Haq Wasiq, framkvæmdastjóri leyniþjónustu talibana, leysi Matiulla Wesa tafarlaust úr haldi.
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.
Venesúela
Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.
Kúba
Maykel Osorbo, er kúbverskur samviskufangi og tónlistarmaður. Hann hefur mætt stöðugu áreiti og hefur margsinnis sætt varðhaldi að geðþótta. Fjölskylda hans hefur tjáð Amnesty International að hún hafi töluverðar áhyggjur af heilsu Maykel. Skrifaðu undir og krefstu þess að hann verði tafarlaust leystur úr haldi.
Gambía
Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.
Nígería
Keren-Happuch Aondodoo Akpagher var 14 ára stúlka og nemandi í Premier Academy í Abuja í Nígeríu. Grunur er um að henni hafi verið nauðgað í skólanum en hún dó nokkrum dögum síðar, 22. júní 2022. Krufning bendir til þess að hún hafi látist að völdum sýkingar sem hún fékk í kjölfar nauðgunar.
Ísrael
Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu