Hondúras
Berta Cáceres var myrt að nóttu til þann 2. mars 2016 á heimili sínu í Intibucá í Hondúras. Berta Cáceres var hugrökk baráttukona fyrir mannréttindum sem hætti lífi sínu til að verja rétt Lenca-fólksins, heimahaga sinna og náttúruauðlindanna sem þar finnast.
Sjö af átta ákærðum fyrir morðið á henni voru dæmdir sekir af sakadómstól Hondúras þann 29. nóvember 2018.
Fjölskylda Bertu Cáceres og COPINH (e. Civic Council of Popular and Indigenous Organizations of Honduras) kalla áfram eftir því að allir einstaklingar sem eru viðriðnir morðið séu færðir fyrir rétt, þar með taldir þeir sem fyrirskipuðu morðið.
David Castillo, fyrrum framkvæmdastjóri fyrirtæksins DESA sem er tengt virkjanaframkvæmdum, var handtekinn vegna glæpsins 2. mars 2018 en málið er enn í biðstöðu.
David Castillo er sá eini sem er ásakaður um að hafa fyrirskipað morðið. Samkvæmt skýrslu frá GAIPE (e: International Advisory Group of Experts) gætu fleiri hafa haft vitneskju um fyrirhugað morð eða tekið þátt í skipulagningu þess.
Stjórnvöld Hondúras þurfa að rannsaka morðið með hlutlausum, óháðum og nákvæmum hætti svo að allir aðilar sem eru ábyrgir fyrir morðinu, þar með talinn skipuleggjandi glæpsins, verði færðir fyrir dóm. Fyrir fjölskyldu Bertu verður réttlætinu ekki fullnægt fyrr en allir sem viðriðnir voru morðið hafa verið sóttir til saka og sannleikurinn leiddur í ljós.
Krefstu þess að ríkissaksóknari tryggi sannleika og réttlæti í máli Bertu Cáceres!
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Palestína
Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.
Perú
Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáverandi forseti Perú, reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstaklingar hafa látið lífið í mótmælunum af völdum lögreglunnar og her landsins vegna óhóflegrar valdbeitingar. Þann 9. janúar síðastliðinn létu 18 einstaklingar lífið í mótmælum í borginni Juliaca í Perú.
Færeyjar
Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu