Hondúras

Hondúras: Réttlætis krafist í morðmáli Bertu Cáceres

Berta Cáceres var myrt að nóttu til þann 2. mars 2016 á heimili sínu í Inti­bucá í Hond­úras. Berta Cáceres var hugrökk baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum sem hætti lífi sínu til að verja rétt Lenca-fólksins, heima­haga sinna og nátt­úru­auð­lind­anna sem þar finnast.

Sjö af átta ákærðum fyrir morðið á henni voru dæmdir sekir af saka­dóm­stól Hond­úras þann 29. nóvember 2018.

Fjöl­skylda Bertu Cáceres og COPINH (e. Civic Council of Popular and Indig­enous Organ­izations of Honduras) kalla áfram eftir því að allir einstak­lingar sem eru viðriðnir morðið séu færðir fyrir rétt, þar með taldir þeir sem fyrir­skipuðu morðið.

David Castillo, fyrrum fram­kvæmda­stjóri fyrir­tæksins DESA sem er tengt virkj­ana­fram­kvæmdum, var hand­tekinn vegna glæpsins 2. mars 2018 en málið er enn í biðstöðu.

David Castillo er sá eini sem er ásak­aður um að hafa fyrir­skipað morðið. Samkvæmt skýrslu frá GAIPE (e: Internati­onal Advisory Group of Experts) gætu fleiri hafa haft vitn­eskju um fyrir­hugað morð eða tekið þátt í skipu­lagn­ingu þess.

Stjórn­völd Hond­úras þurfa að rann­saka morðið með hlut­lausum, óháðum og nákvæmum hætti svo að allir aðilar sem eru ábyrgir fyrir morðinu, þar með talinn skipu­leggj­andi glæpsins, verði færðir fyrir dóm. Fyrir fjöl­skyldu Bertu verður rétt­lætinu ekki full­nægt fyrr en allir sem viðriðnir voru morðið hafa verið sóttir til saka og sann­leik­urinn leiddur í ljós.

Krefstu þess að ríkis­sak­sóknari tryggi sann­leika og rétt­læti í máli Bertu Cáceres!

 

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.

Perú

Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum

Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáverandi forseti Perú,  reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstaklingar hafa látið lífið í mótmælunum af völdum lögreglunnar og her landsins vegna óhóflegrar valdbeitingar. Þann 9. janúar síðastliðinn létu 18 einstaklingar lífið í mótmælum í borginni Juliaca í Perú.  

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.