Íran

Frelsum Zeynab Jalalian sem hefur nú þegar setið 15 ár í fangelsi

Zeynab Jalaian tók þátt í aðgerðum til að vald­efla konur og stúlkur sem tilheyra kúguðum kúrdíkum minni­hluta­hópi. Hún hefur setið 15 ár á bak við lás og slá vegna þessara félags­legra og póli­tískra aðgerða sinna.

Hún afplánar nú lífs­tíð­ardóm í fang­elsi  sem er í um 1400 kíló­metra fjar­lægð frá fjöl­skyldu hennar. Það gerir fjöl­skyldu­með­limum mjög erfitt fyrir að veita henni hjálp og stuðning. Það er verið að beita Zeynab Jajalian pynd­ingum með því að neita henni um heil­brigð­is­þjón­ustu sem hún þarf á að halda til þess að reyna að þvinga hana til að „játa“ og „iðrast“ gjörða sinn á á mynd­bands­upp­töku. Hún fær heldur ekki að flytja í fang­elsi nær fjöl­skyldu sinni nema hún geri þetta mynd­band. 

 

Krefstu þess að Írönsk stjórn­völd sleppi Zeynab Jalaian umsvifa­laust úr haldi.  

Einnig er krafist að hún fái viðeig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu og fái að vera nær fjöl­skyldu sinni á meðan hún er enn í haldi. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.