Kína

Kína hætti ofsóknum gegn Úígúrum

Allt að ein milljón einstak­linga, aðal­lega minni­hluta­hópar múslima, hefur verið hand­tekin að geðþótta og komið fyrir í svoköll­uðum endur­mennt­un­ar­búðum í Xinjiang-héraði í norð­vest­ur­hluta Kína. Þeirra á meðal eru Úígúrar, Kasakar og aðrir múslimskir minni­hluta­hópar sem eiga sér sterkar trúar­legar og menn­ing­ar­legar rætur.

Markmið þessara svokall­aðra endur­mennt­un­ar­búða virðist vera að afmá trúar­skoð­anir og menn­ing­ar­legar rætur og þvinga í staðinn holl­ustu við kínversk stjórn­völd. Ættingjar og vinir þess fólks sem hefur verið hand­samað fá engar upplýs­ingar og vita ekki hvar ástvinum þeirra er haldið. Þessi hópur upplifir sig hvorki óhultan innan né utan Kína.

Úígúrar búsettir utan Kína þurfa að þola árásir og ofsóknir kínverskra yfir­valda. Amnesty Internati­onal hefur skráð um 400 sögur einstak­linga um ágengt eftirlit, ógnandi símtöl og jafnvel morð­hót­anir. Herjað er á fjöl­skyldu­með­limi sem búsettir eru í Kína til að þagga niður í þeim sem segja frá ástandinu erlendis.

Í júlí 2017 söfnuðu egypsk stjórn­völd saman hundruðum Úígúra, þar á meðal náms­mönnum, og fram­seldu til Kína. Óttast er að fólkinu hafi verið komið fyrir í endur­mennt­un­ar­búðum í Xinjiang-héraði.

Með því að skrifa undir ákallið áttu þátt í að mynda alþjóð­legan þrýsting á kínversk yfir­völd.

Skrifaðu undir ákallið núna! Krefstu þess að kínversk stjórn­völd hætti ofsóknum í garð Úígúra, Kasaka og annarra múslimskra minni­hluta­hópa innan sem utan Kína.

Lestu meira um málið hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Bandaríkin

Farandfólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd í hættu vegna covid-19

Á sama tíma og heimurinn bregst við fordæmalausum aðstæðum sem skapast hafa vegna kórónuveirunnar eru fullorðnir og börn, vistuð í varðhaldi á vegum innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna í yfirfullum rýmum, í mikilli smithættu og með takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Kína

Kína hætti ofsóknum gegn Úígúrum

Allt að ein milljón einstaklinga, aðallega minnihlutahópar múslima, hefur verið handtekin að geðþótta og komið fyrir í svokölluðum endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. Þeirra á meðal eru Úígúrar, Kasakar og önnur þjóðarbrot sem eiga sér sterkar trúarlegar og menningarlegar rætur.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.

Ísland

Stjórnvöld tryggi velferð trans barna og unglinga

Í upphafi þessa árs var trans teymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) lagt niður. Umrætt teymi hefur gegnt lykilhlutverki í lífi trans barna og unglinga. Mikil óvissa ríkir nú um hvernig trans börn og unglingar verða þjónustuð.

Íran

16 ára fangelsisdómur fyrir að mótmæla löggjöf um höfuðslæðu

Yasaman Aryani storkaði lögum um höfuðslæðu í Íran með ögrandi gjörningi. Yasaman og móðir hennar gengu með hárið óhulið um lestarvagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Yasaman var dæmd í 16 ára fangelsi í kjölfarið.

Grikkland

Börn á flótta fái aðgang að heilbrigðisþjónustu

Síðan í júlí 2019 hefur umsækj­endum um alþjóð­lega vernd og börnum óskráðs flótta­fólks verið mein­aður aðgangur að opin­berri heil­brigð­is­þjón­ustu í Grikklandi. Ný lög um alþjóð­lega vernd sem kynnt voru í nóvember síðast­liðnum hafa komið einhvers konar reglu á málið en skortur á aðgerða­áætlun veldur því að líf og heilsa þúsunda barna og full­orð­inna er í hættu.

Íran

Íslensk stjórnvöld beiti sér á alþjóðavettvangi

Í Íran fer ástand mannréttinda stöðugt versnandi. Stjórnvöld brjóta á rétti borgara sinna til tjáningarfrelsis, félaga- og fundafrelsis. Konur verða fyrir margvíslegri mismunun og þeim refsað fyrir að láta sjá sig opinberlega án höfuðslæðu. Baráttukonur fyrir mannréttindum eru fangelsaðar fyrir að mótmæla ástandinu með friðsömum hætti. Pyndingum og annarri illri meðferð er beitt án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar. Þá er dauðarefsingin enn lögleg í Íran, auk þess sem aftökur eru framkvæmdar án dóms og laga.