Krefjumst rannsóknar á morði Kevin Agudelo í tengslum við mótmæli
Rannsaka þarf morðið á Kevin Agudelosem átti sér stað íaðgerðum lögreglu. Þúsundir fólks fór út á götur í þjóðarverkfalli í mörgum borgum Kólumbíu árið 2021 til að krefjast réttar síns. Viðbrögð stjórnvalda var að ráðast á og refsa þeim einstaklingum sem létu í sér heyra. Flest mannréttindabrot í tengslum við mótmælin áttu sér stað í borginni Cali.
Ein mesta ofbeldisnóttin átti sér stað þann 3. maí 2021 þegar nokkrar lögreglusveitir beittu banvænum vopnum og táragasi gegn fólki sem var að halda minningarathöfn um ungan mann sem var að sögn drepinn af lögreglu í friðsamri kröfugöngu daginn áður. Athöfnin var við hringtorg í Siloé-hverfinu í Cali og létu þrír einstaklingar lífið þetta kvöld, þeirra á meðal var Kevin Agudelo, ungur fótboltaleikmaður. Þessi lögregluaðgerð hefur verið kölluð „Siloé-aðgerðin“.
„Við hlupum eins og brjálæðingar til að bjarga lífi okkar, skotin og táragasið komu úr öllum áttum. Þetta var of mikið, við vorum óvopnuð og við gátum engan veginn svarað fyrir okkur, þeir beindu rifflum að okkur sem eru notuð í stríði,“ segir ungur maður um atburðarásina kvöldið sem Kevin dó.
Tryggja þarf að réttlæti nái fram að ganga!
Ríkissaksóknari Kólumbíu verður að tryggja að rannsókn fari fram á dauða Kevin Agudelo og öðrum mannréttindabrotum í tengslum við Siloé-aðgerðina til að þetta gerist aldrei aftur. Skrifaðu undir núna!
Zeynab Jalaian tók þátt í aðgerðum til að valdefla konur og stúlkur sem tilheyra kúguðum kúrdíkum minnihlutahópi. Hún hefur setið 15 ár á bak við lás og slá vegna þessara félagslegra og pólitískra aðgerða sinna.
Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf
í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu
fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.