Krefjumst rannsóknar á morði Kevin Agudelo í tengslum við mótmæli
Rannsaka þarf morðið á Kevin Agudelosem átti sér stað íaðgerðum lögreglu. Þúsundir fólks fór út á götur í þjóðarverkfalli í mörgum borgum Kólumbíu árið 2021 til að krefjast réttar síns. Viðbrögð stjórnvalda var að ráðast á og refsa þeim einstaklingum sem létu í sér heyra. Flest mannréttindabrot í tengslum við mótmælin áttu sér stað í borginni Cali.
Ein mesta ofbeldisnóttin átti sér stað þann 3. maí 2021 þegar nokkrar lögreglusveitir beittu banvænum vopnum og táragasi gegn fólki sem var að halda minningarathöfn um ungan mann sem var að sögn drepinn af lögreglu í friðsamri kröfugöngu daginn áður. Athöfnin var við hringtorg í Siloé-hverfinu í Cali og létu þrír einstaklingar lífið þetta kvöld, þeirra á meðal var Kevin Agudelo, ungur fótboltaleikmaður. Þessi lögregluaðgerð hefur verið kölluð „Siloé-aðgerðin“.
„Við hlupum eins og brjálæðingar til að bjarga lífi okkar, skotin og táragasið komu úr öllum áttum. Þetta var of mikið, við vorum óvopnuð og við gátum engan veginn svarað fyrir okkur, þeir beindu rifflum að okkur sem eru notuð í stríði,“ segir ungur maður um atburðarásina kvöldið sem Kevin dó.
Tryggja þarf að réttlæti nái fram að ganga!
Ríkissaksóknari Kólumbíu verður að tryggja að rannsókn fari fram á dauða Kevin Agudelo og öðrum mannréttindabrotum í tengslum við Siloé-aðgerðina til að þetta gerist aldrei aftur. Skrifaðu undir núna!
Behrouz Ehsani, 69 ára, og Mehdi Hassani, 48 ára, eiga á hættu að verða teknir af lífi eftir afar ósanngjörn réttarhöld sem stóðu yfir í aðeins fimm mínútur og var litið fram hjá ásökunum þeirra um pyndingar og aðra illa meðferð til að þvinga fram „játningu“.
Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að írönsk yfirvöld ógildi dauðadóma yfir Behrouz Ehsani og Mehdi Hassani og leysi þá úr haldi án tafar.
Fidel Zavala, talsmaður mannréttindasamtakanna UNIDEHC og yfir tuttugu samfélagsleiðtogar hafa verið handteknir af yfirvöldum í El Salvador. Geðþóttavarðhald Zavala vekur þungar áhyggjur, þar sem hann hefur bæði borið vitni um og opinberað pyndingar í varðhaldsstöðvum.
Hettuklæddir menn handtóku Ghislain Duggary Assy, upplýsingafulltrúa stéttarfélags kennara, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls á Fílabeinsströndinni. Ghislain fékk tveggja ára fangelsisdóm. Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.
Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi.
Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi.
Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð.
Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.
Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum.
Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu.
Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.
Frá því að Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur hann hrint í framkvæmd ómannúðlegri stefnu gegn innflytjendum og fólki í leit að öryggi sem flúið hefur neyð. Yfirvöld í Bandaríkjunum, undir stjórn Trump, hafa beitt grimmilegum aðferðum til að vekja ótta, aðskilja og handsama fjölskyldur ásamt því að herja á aðgerðasinna.
Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda.
Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim.
Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs.
Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.
Leggðu starfinu lið
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf
í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu
fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.