Grikkland

Krefjumst réttlætis fyrir Zak

Zak Kostopoulos, grískur samkyn­hneigður aðgerða- og mann­rétt­inda-
sinni lést þann 21. sept­ember 2018 í kjölfar fólsku­legrar líkams­árásar. Zak, einnig þekktur undir drag-sviðs­nafninu Zackie Oh, var baráttu­maður fyrir rétt­indum hinsegin fólks og HIV- smit­aðra.

Mynd­bands­upp­tökur sýna hvernig tveir menn gengu í skrokk á Zak eftir að hann gekk inn í skart­gripa­verslun í miðborg Aþenu. Upptökur sýna einnig Zak liggj­andi á jörð­inni eftir árásina, alvar­lega slas­aðan án þess að geta hreyft sig, umkringdan lögreglu­þjónum. Þar sést að lögreglu­þjón­arnir reyna að hand­taka hann á grófan hátt og einn af þeim sparkar í Zak. Samkvæmt krufn­ing­ar­skýrsl­unni leiddu áverk­arnir hann til dauða.

Dauði Zaks hefur haft gríð­arleg áhrif á fjöl­skyldu hans, vini og mann­rétt­inda­sam­félag Grikk­lands. Fjölda­mót­mæli hafa farið fram víðs vegar í Evrópu þar sem krafist er rétt­lætis fyrir dauða Zaks.

Rann­sókn á árás­inni gegn Zak er nú lokið. Tveir almennir borg­arar og fjórir lögreglu­menn hafa verið ákærðir fyrir líkams­árás sem leiddi til dauða. Fjöl­skylda Zaks hefur lagt fram form­lega kvörtun þar sem farið er fram á að almennu borg­ar­arnir tveir og þeir níu lögreglu­menn sem komu að hand­töku Zaks verði ákærðir fyrir mann­dráp sem er lögum samkvæmt alvar­legri glæpur en líkams­árás sem leiðir til dauða og að fjórir lögreglu­þjónar verði kærðir fyrir pynd­ingar. Margir hafa áhyggjur af alvar­legum göllum í rann­sókn málsins vegna langvar­andi bresta í kerfinu er snúa að rann­sóknum á lögreglu­of­beldi.

Frásagnir af dauða Zaks og fals­fréttir í kringum málið sýna rótgróna fordóma samfé­lagsins. Þetta má ekki viðgangast. Saman getum við náð fram rétt­læti fyrir Zak og fjöl­skyldu hans.

Skrifaðu undir og krefstu þess að gríski dóms­mála­ráð­herrann gangi úr skugga um að allir árás­ar­menn­irnir og þeir sem áttu einhvern hlut í dauða hans verði dregnir fyrir dóm. Einnig er þess krafist að viðeig­andi yfir­völd skoði hvort ástæða árás­anna hafi verið vegna haturs, mismun­unar eða annarra fordóma.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Flest börn tekin af lífi í Íran

Á síðustu þremur árum hefur Íran fjölgað aftökum á börnum og ungmennum sem framið höfðu glæpi á barnsaldri þrátt fyrir að það sé ólöglegt samkvæmt alþjóðlegum lögum og mjög alvarlegt brot á mannréttindum. Til þess að koma í veg fyrir viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu hefur Íran ítrekað framkvæmt þessar ólöglegu aftökur á ungmennum í leyni, án vitneskju fjölskyldna eða lögfræðinga þeirra. Með þeim hætti fá samtök eins og Amnesty International ekki tækifæri til að upplýsa heiminn um voðaverkin og hvetja fólk eins og þig til aðgerða.

Marokkó

Blaðakona í haldi á fölskum forsendum

Hajar Raissouni var handtekin af marokkósku lögreglunni 31. ágúst síðastliðinn grunuð um að hafa gengist undir þungunarrof, þrátt fyrir að engar sannanir liggi fyrir. Hún var handtekin fyrir utan læknamiðstöð í Rabat ásamt unnusta sínum, lækni og tveimur starfsmönnum læknamiðstöðvarinnar. Öll fimm eru enn í haldi.

Simbabve

Lækni rænt af heimili sínu

Peter Magombeyi, læknir og forseti Félags sjúkrahúslækna í Simbabve, var rænt af heimili sínu í Harare Budiriro að næturlagi af þremur vopnuðum mönnum þann 14. september síðastliðinn. Aðilar grunaðir um að starfa fyrir leyniþjónustu Simbabve höfðu hótað honum að hann myndi hverfa sporlaust með valdi ef hann hætti ekki afskiptum sínum af verkfalli lækna.

Indland

Skert tjáningarfrelsi í Kasmír

Frá 5. ágúst síðastliðnum hefur ríkt fjarskiptabann í Kasmír-héraði, fyrirskipað af indverskum stjórnvöldum. Þá hefur íbúum héraðsins einnig verið sett útgöngubann sem kemur í veg fyrir að fólk geti farið út af heimili sínu eða átt samskipti hvort við annað og umheiminn.

Suður-Afríka

Menntakerfi sem viðheldur ójöfnuði

Þó að 25 ár séu liðin frá því að lög um aðskilnaðarstefnu voru afnumin í Suður-Afríku gætir enn mikils ójöfnuðar í menntakerfi landsins. Arfleifð kynþáttamismununar í menntakerfinu einkennist meðal annars af slæmum árangri nemenda í grunn- og framhaldsskóla, yfirfullum kennslustofum, ófullnægjandi aðstöðu og námsgögnum tug þúsunda nemenda.

Ekvador

Verndum umhverfissinna í Amason-regnskóginum

Þær Patricia Gualinga, Nema Grefa, Salomé Aranda og Margoth Escobar hætta lífi sínu og fjölskyldna sinna daglega við störf sín í Amason-skóginum. Störf þeirra felast í því að vernda stærsta regnskóg heims með því að berjast gegn pólitískum og efnahagslegum öflum sem tengjast jarðefnavinnslu á landsvæðum frumbyggja í Amason.

Danmörk

Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.