Grikkland

Krefjumst réttlætis fyrir Zak

Zak Kostopoulos, grískur samkyn­hneigður aðgerða- og mann­rétt­inda-
sinni lést þann 21. sept­ember 2018 í kjölfar fólsku­legrar líkams­árásar. Zak, einnig þekktur undir drag-sviðs­nafninu Zackie Oh, var baráttu­maður fyrir rétt­indum hinsegin fólks og HIV- smit­aðra.

Mynd­bands­upp­tökur sýna hvernig tveir menn gengu í skrokk á Zak eftir að hann gekk inn í skart­gripa­verslun í miðborg Aþenu. Upptökur sýna einnig Zak liggj­andi á jörð­inni eftir árásina, alvar­lega slas­aðan án þess að geta hreyft sig, umkringdan lögreglu­þjónum. Þar sést að lögreglu­þjón­arnir reyna að hand­taka hann á grófan hátt og einn af þeim sparkar í Zak. Samkvæmt krufn­ing­ar­skýrsl­unni leiddu áverk­arnir hann til dauða.

Dauði Zaks hefur haft gríð­arleg áhrif á fjöl­skyldu hans, vini og mann­rétt­inda­sam­félag Grikk­lands. Fjölda­mót­mæli hafa farið fram víðs vegar í Evrópu þar sem krafist er rétt­lætis fyrir dauða Zaks.

Rann­sókn á árás­inni gegn Zak er nú lokið. Tveir almennir borg­arar og fjórir lögreglu­menn hafa verið ákærðir fyrir líkams­árás sem leiddi til dauða. Fjöl­skylda Zaks hefur lagt fram form­lega kvörtun þar sem farið er fram á að almennu borg­ar­arnir tveir og þeir níu lögreglu­menn sem komu að hand­töku Zaks verði ákærðir fyrir mann­dráp sem er lögum samkvæmt alvar­legri glæpur en líkams­árás sem leiðir til dauða og að fjórir lögreglu­þjónar verði kærðir fyrir pynd­ingar. Margir hafa áhyggjur af alvar­legum göllum í rann­sókn málsins vegna langvar­andi bresta í kerfinu er snúa að rann­sóknum á lögreglu­of­beldi.

Frásagnir af dauða Zaks og fals­fréttir í kringum málið sýna rótgróna fordóma samfé­lagsins. Þetta má ekki viðgangast. Saman getum við náð fram rétt­læti fyrir Zak og fjöl­skyldu hans.

Skrifaðu undir og krefstu þess að gríski dóms­mála­ráð­herrann gangi úr skugga um að allir árás­ar­menn­irnir og þeir sem áttu einhvern hlut í dauða hans verði dregnir fyrir dóm. Einnig er þess krafist að viðeig­andi yfir­völd skoði hvort ástæða árás­anna hafi verið vegna haturs, mismun­unar eða annarra fordóma.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rúanda

Dóttir prests í útlegð handtekin að geðþótta

Jackie Umuhoza var handtekin að morgni dags þann 27. nóvember 2019 í Kígali í Rúanda. Þegar fjölskylda hennar og vinir vöktu athygli á hvarfi Jackie á samfélagsmiðlum daginn eftir staðfesti rannskóknarskrifstofa Rúanda handtöku hennar í tísti á Twitter. Ástæða handtökunnar var sögð grunur um landráð og njósnir. Jackie er enn í haldi og hefur mál hennar ekki enn farið fyrir dóm.

Íran

Íslensk stjórnvöld beiti sér á alþjóðavettvangi

Í Íran fer ástand mannréttinda stöðugt versnandi. Stjórnvöld brjóta á rétti borgara sinna til tjáningarfrelsis, félaga- og fundafrelsis. Konur verða fyrir margvíslegri mismunun og þeim refsað fyrir að láta sjá sig opinberlega án höfuðslæðu. Baráttukonur fyrir mannréttindum eru fangelsaðar fyrir að mótmæla ástandinu með friðsömum hætti. Pyndingum og annarri illri meðferð er beitt án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar. Þá er dauðarefsingin enn lögleg í Íran, auk þess sem aftökur eru framkvæmdar án dóms og laga.

Íran

Flest börn tekin af lífi í Íran

Á síðustu þremur árum hefur Íran fjölgað aftökum á börnum og ungmennum sem framið höfðu glæpi á barnsaldri þrátt fyrir að það sé ólöglegt samkvæmt alþjóðlegum lögum og mjög alvarlegt brot á mannréttindum. Til þess að koma í veg fyrir viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu hefur Íran ítrekað framkvæmt þessar ólöglegu aftökur á ungmennum í leyni, án vitneskju fjölskyldna eða lögfræðinga þeirra. Með þeim hætti fá samtök eins og Amnesty International ekki tækifæri til að upplýsa heiminn um voðaverkin og hvetja fólk eins og þig til aðgerða.