Rússland

Mannréttindalögfræðingar sviptir málflutningsleyfi

Lögfræð­ing­arnir Lilya Gemedzhi, Rustem Kyamilev og Nazim Sheik­hmambetov voru svipt málflutn­ings­leyfi 15. júlí síðast­liðinn. Rúss­nesk yfir­völd aftur­kölluðu leyfi þeirra í refs­ing­ar­skyni vegna mann­rétt­ind­astarfa lögfræð­ing­anna í þágu aðgerða­sinna af þjóð­ar­broti Tatara á Krímskag­anum. Ákærur á hendur aðgerða­sinn­unum eru af póli­tískum rótum runnar.

Staða mann­rétt­inda versnaði á Krímskag­anum í kjölfar hernáms og ólög­mætrar valda­töku Rúss­lands árið 2014. Innrás rúss­neska hersins í Úkraínu 24. febrúar 2022 veikti stöðu mann­rétt­inda enn frekar. Birt­ing­ar­mynd þess eru refsi­að­gerðir gegn aðgerð­sinnum, óháðu fjöl­miðla­fólki, fólki með skoð­anir hlið­hollar Úkraínu, meðlimum trúar­hópa og fólki sem nýtir rétt sinn til tján­ing­ar­frelsis og funda-og félaga­frelsis. Aðgerða­sinnar og aðrir áber­andi aðilar af þjóð­ar­broti Tatara á Krímskag­anum finna mest fyrir refsi­að­gerð­unum þar sem rúss­nesk yfir­völd álíta samfélag Tatara óhlið­hollt hernámi Rúss­lands á Krímskag­anum.

Leyf­is­svipt­ingin gerir lögfræð­ing­unum þremur ókleift að verja skjól­stæð­inga sína í saka­málum og rétt­ar­höldum. Þau þurfa að bíða í heilt ár áður en þau mega taka aftur málflutn­ings­próf. Verði leyf­is­svipt­ingin ekki aftur­kölluð er stöðu lögfræð­inga og mann­rétt­inda á Krímskag­anum ógnað enn frekar.

Skrifaðu undir ákall um að svipting málflutn­ings­leyfis lögfræð­ing­anna Lilyu Gemedzhi, Rustem Kyamilev og Nazim Sheik­hmambetov verði aftur­kölluð.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.