Rússland

Mannréttindalögfræðingar sviptir málflutningsleyfi

Lögfræð­ing­arnir Lilya Gemedzhi, Rustem Kyamilev og Nazim Sheik­hmambetov voru svipt málflutn­ings­leyfi 15. júlí síðast­liðinn. Rúss­nesk yfir­völd aftur­kölluðu leyfi þeirra í refs­ing­ar­skyni vegna mann­rétt­ind­astarfa lögfræð­ing­anna í þágu aðgerða­sinna af þjóð­ar­broti Tatara á Krímskag­anum. Ákærur á hendur aðgerða­sinn­unum eru af póli­tískum rótum runnar.

Staða mann­rétt­inda versnaði á Krímskag­anum í kjölfar hernáms og ólög­mætrar valda­töku Rúss­lands árið 2014. Innrás rúss­neska hersins í Úkraínu 24. febrúar 2022 veikti stöðu mann­rétt­inda enn frekar. Birt­ing­ar­mynd þess eru refsi­að­gerðir gegn aðgerð­sinnum, óháðu fjöl­miðla­fólki, fólki með skoð­anir hlið­hollar Úkraínu, meðlimum trúar­hópa og fólki sem nýtir rétt sinn til tján­ing­ar­frelsis og funda-og félaga­frelsis. Aðgerða­sinnar og aðrir áber­andi aðilar af þjóð­ar­broti Tatara á Krímskag­anum finna mest fyrir refsi­að­gerð­unum þar sem rúss­nesk yfir­völd álíta samfélag Tatara óhlið­hollt hernámi Rúss­lands á Krímskag­anum.

Leyf­is­svipt­ingin gerir lögfræð­ing­unum þremur ókleift að verja skjól­stæð­inga sína í saka­málum og rétt­ar­höldum. Þau þurfa að bíða í heilt ár áður en þau mega taka aftur málflutn­ings­próf. Verði leyf­is­svipt­ingin ekki aftur­kölluð er stöðu lögfræð­inga og mann­rétt­inda á Krímskag­anum ógnað enn frekar.

Skrifaðu undir ákall um að svipting málflutn­ings­leyfis lögfræð­ing­anna Lilyu Gemedzhi, Rustem Kyamilev og Nazim Sheik­hmambetov verði aftur­kölluð.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.

Perú

Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum

Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáverandi forseti Perú,  reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstaklingar hafa látið lífið í mótmælunum af völdum lögreglunnar og her landsins vegna óhóflegrar valdbeitingar. Þann 9. janúar síðastliðinn létu 18 einstaklingar lífið í mótmælum í borginni Juliaca í Perú.  

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.