Rússland

Mannréttindalögfræðingar sviptir málflutningsleyfi

Lögfræð­ing­arnir Lilya Gemedzhi, Rustem Kyamilev og Nazim Sheik­hmambetov voru svipt málflutn­ings­leyfi 15. júlí síðast­liðinn. Rúss­nesk yfir­völd aftur­kölluðu leyfi þeirra í refs­ing­ar­skyni vegna mann­rétt­ind­astarfa lögfræð­ing­anna í þágu aðgerða­sinna af þjóð­ar­broti Tatara á Krímskag­anum. Ákærur á hendur aðgerða­sinn­unum eru af póli­tískum rótum runnar.

Staða mann­rétt­inda versnaði á Krímskag­anum í kjölfar hernáms og ólög­mætrar valda­töku Rúss­lands árið 2014. Innrás rúss­neska hersins í Úkraínu 24. febrúar 2022 veikti stöðu mann­rétt­inda enn frekar. Birt­ing­ar­mynd þess eru refsi­að­gerðir gegn aðgerð­sinnum, óháðu fjöl­miðla­fólki, fólki með skoð­anir hlið­hollar Úkraínu, meðlimum trúar­hópa og fólki sem nýtir rétt sinn til tján­ing­ar­frelsis og funda-og félaga­frelsis. Aðgerða­sinnar og aðrir áber­andi aðilar af þjóð­ar­broti Tatara á Krímskag­anum finna mest fyrir refsi­að­gerð­unum þar sem rúss­nesk yfir­völd álíta samfélag Tatara óhlið­hollt hernámi Rúss­lands á Krímskag­anum.

Leyf­is­svipt­ingin gerir lögfræð­ing­unum þremur ókleift að verja skjól­stæð­inga sína í saka­málum og rétt­ar­höldum. Þau þurfa að bíða í heilt ár áður en þau mega taka aftur málflutn­ings­próf. Verði leyf­is­svipt­ingin ekki aftur­kölluð er stöðu lögfræð­inga og mann­rétt­inda á Krímskag­anum ógnað enn frekar.

Skrifaðu undir ákall um að svipting málflutn­ings­leyfis lögfræð­ing­anna Lilyu Gemedzhi, Rustem Kyamilev og Nazim Sheik­hmambetov verði aftur­kölluð.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.