Víetnam

Meðlimir sjálfstæðrar bókaútgáfu pyndaðir af lögreglu

Meðlimir bóka­út­gáf­unnar Liberal Publis­hing House sem er sjálf­stætt rekin bóka­út­gáfa og selur bækur sem stjórn­völd telja inni­halda viðkvæmar upplýs­ingar hafa verið fang­els­aðir og pynd­aðir af lögreglu í borg­inni Ho Chi Minh í Víetnam. Frá því í október á síðasta ári hafa hundruð einstak­linga, bæði viðskipta­vinir og starfs­fólk, verið áreittir og ógnað af lögreglu vegna tengsla þeirra við Liberal Publis­hing House. Bóka­út­gáfan sem var stofnuð í febrúar 2019 gefur út fræði­bækur um stjórnmál, stefnumál stjórn­valda og önnur samfé­lagsleg málefni.

Snemma í maí á þessu ári var Thủy Tuất að störfum fyrir útgáfu­fé­lagið við að sendast með bækur. Hann var hand­tekinn, yfir­heyrður og pynd­aður af lögreglu. Þegar honum var loks sleppt úr haldi með alvar­lega áverka fór hann í felur af ótta við að vera hand­tekinn aftur. Í kjöl­farið var 24 ára gömul dóttir Thủy Tuất hand­tekin og neitar lögreglan að láta hana lausa úr haldi nema Thủy Tuất gefi sig fram.

Stjórn­ar­skrá Víetnam og alþjóða­mann­rétt­indalög taka skýra afstöðu til þess að standa skuli vörð um tján­ing­ar­frelsið sem tryggir réttinn til að dreifa og taka við upplýs­ingum og hugmyndum líkt og finna má í fræði­bókum Liberal Publis­hing House.

Stöðva þarf áreiti og ógnir gegn þeim sem starfa hjá eða versla við útgáfu­fé­lagið Liberal Publis­hing House og hefja óháða rann­sókn á málum einstak­linga sem hafa verið hand­teknir og pynd­aðir. Tryggja þarf að starf­semi sjálf­stæðra útgáfu­fé­laga sé örugg og njóti verndar laga um tján­ing­ar­frelsi.

Krefstu þess að lögreglan hætti að áreita og ógna Thủy Tuất og fjöl­skyldu hans og að dóttur hans verði sleppt úr haldi án tafar!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.

Angóla

Angóla: Réttlæti fyrir ungmenni sem létu lífið vegna lögregluofbeldis

Sjö ungmenni létu lífið frá maí til júlí 2020 vegna lögregluofbeldis í kjölfar aðgerða stjórnvalda gegn kórónuveirufaraldrinum. Fjöldi vitnisburða er um óhóflega valdbeitingu og notkun skotvopna lögreglunnar. Viðbrögð yfirvalda er fela í sér valdbeitingu sem getur leitt til dauða á ekki að líðast. Kilson var einn þeirra sem féll fyrir hendi lögreglu. Hann var aðeins fimmtán ára gamall.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.