Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er aðgerðasinni sem hefur setið í fang­elsi í Banda­ríkj­unum í rúm 46 ár, þar af tölu­verðan tíma í einangrun. Hann er að afplána tvöfaldan lífs­tíð­ardóm þrátt fyrir gagn­rýn­israddir um rétt­mæti dómsins. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvar­andi heilsu­vanda sem gæti dregið hann til dauða.

Leonard Peltier er amer­ískur frum­byggi af Anis­hinaabe-Lakota ættbálknum og meðlimur í hópi sem berst fyrir rétt­indum amer­ískra frum­byggja, American Indian Movement. Hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo útsendara FBI út frá vitn­is­burði konu sem síðar dró vitn­is­burðinn til baka. Dómari hafnaði beiðni um að konan kæmi fyrir rétt sem vitni verj­andans. Árið 2000 gaf hún út opin­bera yfir­lýs­ingu um að ítrek­aðar hótanir FBI hafi leitt til vitn­is­burð­arins.

Lögfræð­ingur Leon­ards biðlaði til Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta, um náðun árið 2021 byggt á mann­úðar og rétt­læt­is­for­sendum, í ljósi vafa­samrar máls­með­ferðar, langs afplán­un­ar­tíma og þverr­andi heilsu Leon­ards, sem á ekki rétt á skil­orði fyrr en 2024.

Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Banda­ríkj­anna, náði Leonard Peltier.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.