Pólland

Refsað fyrir að verja rétt til þungunarrofs

Kven­rétt­inda­fröm­uð­urinn Justyna Wydrzyńska á yfir höfði sér þriggja ára fang­elsis­vist af þeirri ástæðu einni að hún styður rétt til öruggs þung­un­ar­rofs.

Það má skilja ákærur gegn Justynu sem refs­ingu fyrir baráttu hennar um að þung­un­arrof verði gert löglegt og öruggt í Póllandi.

Pólskum yfir­völdum ber að afglæpa­væða þung­un­arrof, draga til baka ákærur á hendur Justynu og láta af þögg­un­ar­til­burðum gegn aðgerða­sinnum sem berjast fyrir kyn- og frjó­sem­is­rétt­indum.

Húsleit var gerð heima hjá Justynu að fyrir­skipan saksóknara og fjöldi eigna hennar, þar á meðal öll samskipta­tæki, gerður upptækur. Saksóknara hafði borist upplýs­ingar um þátt­töku hennar við að aðstoða þungaða konu sem vildi rjúfa þungun sjálf með lyfjum sem ætluð eru til heima­notk­unar. Að rjúfa eigin þungun er ekki glæpur í Póllandi.

Justyna er ákærð fyrir að veita aðstoð við þung­un­arrof og hafa í fórum sínum ólögleg lyf í þeim tilgangi að koma þeim á markað.

Pólsk lög leyfa ekki þung­un­arrof nema þegar líf eða heilsa þungaðs einstak­lings er í hættu eða þegar þung­unin er afleiðing nauðg­unar eða sifja­spells. Lögin eru skaðleg og refsa aðilum sem fram­kvæma þung­un­arrof. Það stofnar lífi þung­aðra einstak­linga í hættu að hafa ekki aðgengi að öruggu þung­un­ar­rofi.

Justyna er doula og aðgerðasinni. Doulur eru stuðn­ings­að­ilar fyrir, í og eftir fæðingu og styðja við þarfir þung­aðra einstak­linga. Hlut­verk doula er líka að styðja skjól­stæð­inga sína í gegnum þung­un­arrof. Justyna hefur talað opin­skátt um eigin reynslu af þung­un­ar­rofi og er ein stofn­enda pólska baráttu­hópsins Abortion Dream Team, sem veitir stuðning og upplýs­ingar um þung­un­arrof. Starf baráttu­hópsins felst þar á meðal í að veita hlut­lausar og sann­reyndar upplýs­ingar um fram­kvæmd þung­un­ar­rofs heima fyrir með lyfjum og byggja á tilsögn frá Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­inni.

Pólskum yfir­völdum ber að afglæpa­væða þung­un­arrof og styðja frekar en refsa mann­eskjum sem leggja sig fram við að tryggja heilsu einstak­linga sem leita eftir þung­un­ar­rofi. Aðgangur að þung­un­ar­rofi er hluti af kyn- og frjó­sem­is­rétt­indum og aðilar sem veita konum, stúlkum og fólki slíka aðstoð eiga ekki að þurfa að lifa í ótta við ákærur.

Skrifaðu undir ákallið og krefstu þess að pólsk yfir­völd dragi til baka ákærur á hendur kven­rétt­inda­fröm­uð­inum Justynu Wydrzyńska og afglæpa­væði þung­un­arrof.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.