Rússland

Rússland: Fellið niður ákærur á hendur baráttukonu fyrir mannréttindum

Rúss­neska baráttu­konan fyrir mann­rétt­indum og barna­læknir, Yana Antonova, stendur frammi fyrir sex ára fang­elsi fyrir að taka þátt í frið­sam­legum aðgerðum sem félagi í „óæski­legum samtökum“, sem kallast Opið Rúss­land.

Yana Antonova er ákærð fyrir brot á lögum um „óæskileg samtök“ en samkvæmt þeim telst það brot að taka þátt í aðgerðum erlendra samtaka sem eru talin „óæskileg“. „Ítrekuð brot“ varða hárri sekt eða fang­elsis­vist.

Umrædd lög tóku í gildi í maí 2015 og banna í raun allt samstarf við „óæskileg“ samtök í Rússlandi. Þetta er hluti af herferð stjórn­valda gegn tján­ing­ar­frelsinu. Lögunum hefur verið beitt til að banna fjöl­mörg erlend samtök í Rússlandi. Opið Rúss­land er í raun ekki samtök og enn síður erlend samtök heldur framtak aðgerða­sinna í Rússlandi sem starfa undir kjör­orðinu, Opið Rúss­land. Þrátt fyrir það líta rúss­nesk yfir­völd á þessa aðgerða­sinna sem félaga í erlendum samtökum.

Yana Antonova birti mynd­band um skort á skólum í Krasnodar Krai og minntist póli­tísks aðgerða­sinna og blaða­manns sem voru myrtir. Þetta eru talin „ítrekuð brot“ í máli hennar en sakamál gegn henni hófst í maí 2019. Í kjöl­farið misstu hún vinnu sína sem barna­læknir.

Krefstu þess að ríkis­sak­sóknari Rúss­lands felli niður allar ákærur á hendur Yönu Antonova og henni verði gert kleift að halda áfram frið­sam­legri baráttu sinni án refsi­að­gerða yfir­valda.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Marokkó

Fræðimaður í varðhaldi að geðþótta

Maati Monjib, marokkóskur fræðimaður og mannréttindasinni, var handtekinn þann 29. desember 2020 á veitingastað í Rabat, höfuðborg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Hann og fjölskylda hans hafa legið undir ásökunum um peningaþvætti og hefur rannskókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rannsóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagnrýni hans á stjórnvöld og ötula vinnu hans í þágu tjáningarfrelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.