Óman

Þvingað mannshvarf Masoud Ali

Innan­rík­is­þjón­usta örygg­is­mála í Óman hefur fang­elsað Masoud Ali Abdullah al-Shahi, meðlim Shuhuh ættbálksins, á leyni­legum stað. Um er að ræða þvingað manns­hvarf.

Þann 19. desember 2021 fór Masoud Ali Abdullah al-Shahi á lögreglu­stöð í bænum Dibba al Baya ásamt konu sinni og þremur börnum í þeim tilgangi að sækja skil­ríki fyrir börnin sín. Eigin­kona hans beið í bílnum fyrir utan lögreglu­stöðina. Lögreglu­þjónar á stöð­inni tóku Masoud til fanga samkvæmt skipun Innan­rík­is­þjón­ustu örygg­is­mála án heim­ildar, leituðu í bílnum hans og lögðu hald á símann hans. Fjöl­skyldu hans var ekki tilkynnt ástæða hand­tök­unnar og hún hefur ekki heyrt frá honum síðan.

Þvinguð manns­hvörf meðlima Shuhuh ættbálksins hafa áður átt sér stað. Meðlimi Shuhuh ættbálksins er bæði að finna í Óman og Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum en ættbálk­urinn hefur aðra menn­ing­ar­lega arfleifð en meiri­hluti íbúa Óman.

Í apríl og maí árið 2018 voru sex menn úr ættbálknum numdir á brott, þar með talinn einn frá Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum. Einn mann­anna sagði Amnesty Internati­onal, eftir að hann var látinn laus, að hann hefði verið pynd­aður.

Þrýstu á innan­rík­is­ráð­herra Óman, Hamood bin Faysal al-Busa­eedi, að láta Masoud Ali Abdullah al-Shahi lausan úr haldi.

Þar til Masoud Ali Abdullah al-Shahi hefur verið leystur úr haldi krefj­umst við þess að stað­setning hans verði gefin upp, að hann fái að hitta fjöl­skyldu sína, lögfræðing og lækni og að tryggt sé að hann njóti verndar gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.