Ísrael

Tryggja þarf mannúðaraðstoð til Gaza

Alþjóða­dóm­stóllinn í Haag (ICJ) gaf út bráða­birgðanið­ur­stöðu þann 26. janúar um að raun­veruleg hætta sé á hópmorði á palestínskum íbúum Gaza. Amnesty Internati­onal kallar á Ísra­els­ríki að hlíta fyrir­skipun Alþjóða­dóm­stólsins og að veita fólki á Gaza skil­virka grunn­þjón­ustu og mann­úð­ar­að­stoð án tafar.

Á meðan beðið er eftir endan­legri niður­stöðu vegna ásakana Suður–Afríku á hendur Ísrael um að verið sé að fremja hópmorð , samkvæmt skil­grein­ingu sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna um hópmorð, hefur dómstóllinn fyrir­skipað sex bráða­birgða­ráð­staf­anir sem Ísrael þarf að gera.

Þar á meðal að Ísrael geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir aðgerðir sem falla undir sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna um hópmorð og tryggi að hægt sé að veita óbreyttum borg­urum á Gaza nauð­syn­lega þjón­ustu og mann­úðar­að­stoð.

Samt sem áður eykst þunginn í skelfi­legum árásum Ísra­els­hers á Gaza. Ísra­elsher hótar land­hernaði á borgina Rafah, að viðhalda umsátri sem er að nánast öllu leyti ólög­legt og ómann­úð­legt og hefta aðgang lífs­nauð­syn­legrar mann­úðar­að­stoðar.

Skrifaðu undir og krefstu þess að forsæt­is­ráð­herra Ísraels komi í veg fyrir að mann­úð­ar­neyðin aukist enn frekar og fram­fylgi úrskurði Alþjóða­dóm­stólsins með því  að tryggja mann­úð­ar­að­stoð og lækn­is­að­stoð fyrir alla íbúa Gaza í samræmi við alþjóðalög.  

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Simbabve

Leysið stjórnarandstæðinga úr þvinguðu haldi yfirvalda

Lögregluyfirvöld í Simbabve handtóku að geðþótta meðlimi stjórnarandstöðuhreyfingarinnar CCC (Citizens Coalition for Change), síðastliðinn 16. júní. Skrifaðu undir og krefstu þess að yfirvöld í Simbabve leysi alla 76 meðlimi CCC tafarlaust úr haldi og að felldar verði niður ákærur gegn þeim upprunnar af pólitískum ástæðum.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Sambía

Læknir sóttur til saka fyrir samkynhneigð

Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.

Sádi-Arabía

Hjálparstarfsmaður dæmdur í 20 ára fangelsi vegna háðsádeilu

Abdulrahman al-Sadhan, 41 árs starfsmaður Rauða hálfmánans (systurfélag Rauða krossins), var handtekinn af yfirvöldum á vinnustað sínum í Sádi-Arabíu þann 12. mars 2018. Hann var meðal annars ákærður fyrir „að undirbúa, geyma og senda út efni sem er skaðvænlegt fyrir allsherjarreglu og trúarleg gildi“ vegna háðsádeilu á Twitter.

Sádi-Arabía

Dæmd í 27 ára fangelsi fyrir að styðja réttindi kvenna

Salma al-Shehab er 34 ára gömul baráttukona, fræðikona og tveggja barna móðir frá Sádi-Arabíu. Hún var ákærð vegna friðsamlegrar tjáningar á Twitter (nú X) til stuðnings réttindum kvenna. Hún var dæmd í 27 ára fangelsi ásamt 27 ára ferðabanni að lokinni afplánun. Yfirvöld í Sádi-Arabíu sýna enga miskunn gagnvart gagnrýni sama hversu meinlaus hún er.  

Sádi-Arabía

Kennari á eftirlaunum hlaut dauðadóm fyrir gagnrýni

Sérstakur sakamáladómstóll í Sádi-Arabíu dæmdi Mohammad bin Nasser al-Ghamdi, 55 ára kennara á eftirlaunum, til dauða þann 9. júlí 2023 fyrir friðsamlegar aðgerðir sínar á Twitter [nú X] og YouTube. Mohammad bin Nasser al-Ghamdi var dæmdur til dauða fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið. Hann var aðeins með tíu fylgjendur á Twitter.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Rússland

Fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sætir illri meðferð í fangelsi

Maria Ponomarenko er fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sem sætir illri meðferð í fangelsi. Hún deildi skilaboðum á samskiptamiðlinum Telegram um sprengjuárás rússneskra hersveita á leikhús í Mariupol í mars 2022. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að rússnesk stjórnvöld leysi Mariu Ponomarenko skilyrðislaust úr haldi án tafar.

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.