Tyrkland

Tyrkland: Nemendur krefjast friðsamlegrar gleðigöngu

Dómstóll í Tyrklandi úrskurðaði nýlega að bann við viðburðum á vegum hinsegin samfé­lagsins í Ankara sem sett var á árið 2017 hafi verið ólög­legt. Afléttun bannsins er mikill sigur fyrir samtök hinsegin fólks í Tyrklandi sem hafa barist gegn banninu frá upphafi.

Nemendur í einum virt­asta tækni­há­skóla Tyrk­lands Ankara’s Middle East Technical University (METU) eiga þó enn á hættu að þeim verði bannað að fagna fjöl­breyti­leik­anum í árlegri gleði­göngu skólans. Til stendur að halda gönguna þann 10. maí en það er undir rektor skólans, Mustafa Verşan Kök, komið að tryggja nemendum frið­sam­lega göngu.

„Fyrir okkur er gleði­gangan eini dagurinn þar sem við getum komið saman og verið við sjálf á háskóla­svæðinu. Við viljum bara fá að heiðra hinsegin samfé­lagið eins og jafn­aldrar okkar fá að gera í öðrum löndum. Því biðlum við til ykkar að standa með okkur svo við getum haldið gleði­gönguna í METU í ár“ – Melike Balkan, nemandi

Á síðasta ári gaf rektor skólans Mustafa Verşan Kök eftir og leyfði gönguna eftir mikinn þrýsting en hann hafði áður gefið út bann við slíkum viðburði á háskóla­svæðinu. Dagurinn reyndist gleði­legur, frið­sæll og litríkur.

Í ár þurfa nemend­urnir aftur á stuðn­ingi að halda. Réttur þeirra til að fagna fjöl­breyti­leik­anum með gleði­göng­unni á ekki að vera tekinn af þeim með ólög­legum ákvörð­unum ráða­manna.

Sýndu nemendum METU samstöðu í verki og skrifaðu undir ákallið núna. Þrýstu á að rektor styðji við gleði­göngu nemenda og tryggi að hún fari örugg­lega og frið­sam­lega fram.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Palestína: Þrýstu á ísraelsk stjórnvöld að aflétta herkvínni á Gaza!

Alaa, sem er 21 árs, átti sér draum um að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar í alþjóðlegri hjólakeppni en hann á erfitt með að sjá framtíð sína fyrir sér. Alaa hefur ekki tækifæri á að vera fulltrúi síns lands á alþjóðavettvangi vegna ástandsins á Gaza sem skerðir ferðafrelsi fólks eins og Alaa. Hann er einn af tveimur milljónum Palestínumanna sem hefur í 11 ár búið í herkví Ísraels á Gaza.

Filippseyjar

Filippseyjar: Stöðvum árásir á mannréttindasinna

Þann 22. apríl fékk mannréttindasinninn Christina Palabay textaskilaboð frá nafnlausum aðila þar sem hún var vöruð við því að hún og nokkrir aðrir sem tilheyra mannréttindasamtökunum Karapatan á Filippseyjum verði myrt á þessu ári. Nokkrum klukkustundum áður var meðlimur Karapatan, Bernadino Patigas, skotinn til bana í borginni Escalante í Negros-héraðinu í norðuhluta Filippseyja.

Sri Lanka

Sri Lanka: Aftaka þrettán fanga yfirvofandi!

Dauðarefsingu hefur ekki verið beitt á Sri Lanka í 43 ár en fréttir herma að forseti landsins Maithripala Sirisena sé að leggja drög að aftökum fanga á dauðadeild. Ekki er vitað hvort þessir einstaklingar hafi hlotið sanngjörn réttarhöld, haft aðgang að lögfræðingum eða átt kost á náðunaráfrýjun.

Danmörk

Danmörk: Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Bandaríkin

Bandaríkin: Fjölskyldur þurfa samkennd, ekki meira ofbeldi

Þúsundir einstaklinga frá Mið-Ameríku, fjölskyldur þar á meðal, neyðast til að flýja heimkynni sín og allt það sem er þeim kunnulegt og kært í leit að öryggi og betra lífi fyrir sig og börnin sín.