Tyrkland

Tyrkland: Nemendur krefjast friðsamlegrar gleðigöngu

Dómstóll í Tyrklandi úrskurðaði nýlega að bann við viðburðum á vegum hinsegin samfé­lagsins í Ankara sem sett var á árið 2017 hafi verið ólög­legt. Afléttun bannsins er mikill sigur fyrir samtök hinsegin fólks í Tyrklandi sem hafa barist gegn banninu frá upphafi.

Nemendur í einum virt­asta tækni­há­skóla Tyrk­lands Ankara’s Middle East Technical University (METU) eiga þó enn á hættu að þeim verði bannað að fagna fjöl­breyti­leik­anum í árlegri gleði­göngu skólans. Til stendur að halda gönguna þann 10. maí en það er undir rektor skólans, Mustafa Verşan Kök, komið að tryggja nemendum frið­sam­lega göngu.

„Fyrir okkur er gleði­gangan eini dagurinn þar sem við getum komið saman og verið við sjálf á háskóla­svæðinu. Við viljum bara fá að heiðra hinsegin samfé­lagið eins og jafn­aldrar okkar fá að gera í öðrum löndum. Því biðlum við til ykkar að standa með okkur svo við getum haldið gleði­gönguna í METU í ár“ – Melike Balkan, nemandi

Á síðasta ári gaf rektor skólans Mustafa Verşan Kök eftir og leyfði gönguna eftir mikinn þrýsting en hann hafði áður gefið út bann við slíkum viðburði á háskóla­svæðinu. Dagurinn reyndist gleði­legur, frið­sæll og litríkur.

Í ár þurfa nemend­urnir aftur á stuðn­ingi að halda. Réttur þeirra til að fagna fjöl­breyti­leik­anum með gleði­göng­unni á ekki að vera tekinn af þeim með ólög­legum ákvörð­unum ráða­manna.

Sýndu nemendum METU samstöðu í verki og skrifaðu undir ákallið núna. Þrýstu á að rektor styðji við gleði­göngu nemenda og tryggi að hún fari örugg­lega og frið­sam­lega fram.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Danmörk

Danmörk: Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Kína

Kína: Mannréttindalögfræðingur í haldi

Wang Quanzhang er kínverskur mannréttindalögfræðingur sem hefur hætt lífi sínu til að verja mannréttindi. Þann 28. janúar 2019 hlaut hann fjögurra og hálfs árs dóm fyrir að „grafa undan valdi ríkisins“. Lengi vel fengust engar upplýsingar um hvar Wang Quanzhang var haldið en nú hefur komið í ljós að hann var nýlega fluttur í Linyi-fangelsið í Shandong-héraði.

Dóminíska lýðveldið

Krefjumst verndar vændisfólks í Dóminíska lýðveldinu

Lögreglan í Dóminíska lýðveldinu nauðgar, ber og niðurlægir vændisfólk – oft miðandi með byssum. Þetta eru pyndingar. Krefjumst verndar þeirra og að þær fái notið réttinda sinna!

Rússland

Rússland: Heilsu Tatara í haldi hrakar

Edem Bekirov Tatari frá Krímskaga, hefur setið í varðhaldi í borginni Simferopol frá því að rússneskar öryggissveitir handtóku hann þann 12. desember 2018. Edem Bekirov notast við hjólastól og glímir við alvarleg heilsufarsvandamál og krefst sérhæfðrar læknisaðstoðar sem stendur honum ekki til boða í varðhaldinu. Eftir síðustu heimsóknina, 24. maí s.l. lýsti lögfræðingur Edem áhyggjum yfir heilsu hans sem færi verulega hrakandi.

Filippseyjar

Filippseyjar: Stöðvum árásir á mannréttindasinna

Þann 22. apríl fékk mannréttindasinninn Christina Palabay textaskilaboð frá nafnlausum aðila þar sem hún var vöruð við því að hún og nokkrir aðrir sem tilheyra mannréttindasamtökunum Karapatan á Filippseyjum verði myrt á þessu ári. Nokkrum klukkustundum áður var meðlimur Karapatan, Bernadino Patigas, skotinn til bana í borginni Escalante í Negros-héraðinu í norðuhluta Filippseyja.

Ekvador

Ekvador: Verndum umhverfissinna í Amason-regnskóginum

Þær Patricia Gualinga, Nema Grefa, Salomé Aranda og Margoth Escobar hætta lífi sínu og fjölskyldna sinna daglega við störf sín í Amason-skóginum. Störf þeirra felast í því að vernda stærsta regnskóg heims með því að berjast gegn pólitískum og efnahagslegum öflum sem tengjast jarðefnavinnslu á landsvæðum frumbyggja í Amason.

Bandaríkin

Bandaríkin: Fjölskyldur þurfa samkennd, ekki meira ofbeldi

Þúsundir einstaklinga frá Mið-Ameríku, fjölskyldur þar á meðal, neyðast til að flýja heimkynni sín og allt það sem er þeim kunnulegt og kært í leit að öryggi og betra lífi fyrir sig og börnin sín.