Tyrkland

Tyrkland: Nemendur krefjast friðsamlegrar gleðigöngu

Dómstóll í Tyrklandi úrskurðaði nýlega að bann við viðburðum á vegum hinsegin samfé­lagsins í Ankara sem sett var á árið 2017 hafi verið ólög­legt. Afléttun bannsins er mikill sigur fyrir samtök hinsegin fólks í Tyrklandi sem hafa barist gegn banninu frá upphafi.

Nemendur í einum virt­asta tækni­há­skóla Tyrk­lands Ankara’s Middle East Technical University (METU) eiga þó enn á hættu að þeim verði bannað að fagna fjöl­breyti­leik­anum í árlegri gleði­göngu skólans. Til stendur að halda gönguna þann 10. maí en það er undir rektor skólans, Mustafa Verşan Kök, komið að tryggja nemendum frið­sam­lega göngu.

„Fyrir okkur er gleði­gangan eini dagurinn þar sem við getum komið saman og verið við sjálf á háskóla­svæðinu. Við viljum bara fá að heiðra hinsegin samfé­lagið eins og jafn­aldrar okkar fá að gera í öðrum löndum. Því biðlum við til ykkar að standa með okkur svo við getum haldið gleði­gönguna í METU í ár“ – Melike Balkan, nemandi

Á síðasta ári gaf rektor skólans Mustafa Verşan Kök eftir og leyfði gönguna eftir mikinn þrýsting en hann hafði áður gefið út bann við slíkum viðburði á háskóla­svæðinu. Dagurinn reyndist gleði­legur, frið­sæll og litríkur.

Í ár þurfa nemend­urnir aftur á stuðn­ingi að halda. Réttur þeirra til að fagna fjöl­breyti­leik­anum með gleði­göng­unni á ekki að vera tekinn af þeim með ólög­legum ákvörð­unum ráða­manna.

Sýndu nemendum METU samstöðu í verki og skrifaðu undir ákallið núna. Þrýstu á að rektor styðji við gleði­göngu nemenda og tryggi að hún fari örugg­lega og frið­sam­lega fram.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.