Kamerún

Aðgerðasinna haldið án ákæru í 200 daga

Frið­ar­að­gerðasinninn Abdul Karim Ali hefur verið í haldi að geðþótta án ákæru í Kamerún síðan 11. ágúst 2022.

Yfir­völd hafa ekki lagt­fram form­lega kæru vegna varð­halds hans. Hann var yfir­heyrður í nokkur skipti vegna mynd­bands sem hann birti á Youtube þann 9. júlí 2022 þar sem hann fordæmdi herfor­ingja í kamerúnska hernum fyrir meintar pynd­ingar. Tveir vinir Abdul Karim hafa líka verið færðir í gæslu­varð­hald eftir að hann var hand­tekinn.

Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að kamerúnsk stjórn­völd sleppi Abdul Karim og vinum hans strax úr haldi nema þeir verði ákærðir fyrir viður­kennd refsi­verð brot.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.