Bandaríkin

Fangi enn fastur í Guantánamo, 12 árum eftir að hann fékk heimild fyrir brottflutningi

Varð­hald um óákveðinn tíma sem banda­rísk stjórn­völd hafa beitt í Guantánamo-fang­elsinu í kjölfar sept­ember 2001 er ólög­mætt.

Af þeim 36 mönnum sem enn eru í Guantánamo-fang­elsinu á Kúbu eru 19 enn í haldi þrátt fyrir að búið sé að heimila lausn þeirra. Frá því fang­elsið var reist fyrir rúmum 20 árum hafa fleiri en 700 múslímskir menn og drengir setið þar inni. Margir þeirra hafa sætt pynd­ingum en allir voru fang­els­aðir að geðþótta yfir­valda. Enginn þeirra hefur hlotið réttlát rétt­ar­höld.

Einn þeirra, Toffiq Al-Bihani, var fang­els­aður árið 2003 án ákæru. Hann var pynd­aður og sætti illri meðferð af hálfu banda­rískra yfir­valda en að lokum var honum heim­iluð lausn úr haldi árið 2010. Þrátt fyrir það er hann enn í fang­elsinu og hefur ekki enn fengið að sameinast fjöl­skyldu sinni. Það er með öllu óljóst hvers vegna hann er enn í Guantánamo-fang­elsinu. Það er óyggj­andi brot á mann­rétt­indum hans að hann sé enn í haldi.

Flytja ætti fangana 19 sem hafa fengið heimild um lausn úr haldi til annars lands án tafar. Það er mikil­vægur áfangi í áttina að lokun Guantánamo-fang­els­isins fyrir fullt og allt.

Einnig eru í fang­elsinu 17 fangar sem hafa ekki fengið heimild um lausn úr haldi en eru fang­els­aðir að geðþótta yfir­valda og hafa margir hverjir sætt pynd­ingum. Pynd­ingar og þvinguð manns­hvörf eru brot á alþjóð­legum lögum.

Krefstu þess að ríkis­stjórn Joe Biden, banda­ríkja­for­seta, loki Guantánamo-fang­elsinu fyrir fullt og allt.

Auk þess er krafist þess að:

• Allir fangar verði færðir til lands þar sem þeir geta fengið að njóta réttar síns eða að þeir fái sann­gjörn rétt­ar­höld.
• Fangar sem sætt hafa pynd­ingum fái m.a. endur­hæf­ingu og bætur.
• Þau sem bera ábyrgð á pynd­ingum og þvinguðu manns­hvarfi fang­anna verði dregin fyrir rétt í sann­gjörnum rétt­ar­höldum án beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.