Bandaríkin

Fangi enn fastur í Guantánamo, 12 árum eftir að hann fékk heimild fyrir brottflutningi

Varð­hald um óákveðinn tíma sem banda­rísk stjórn­völd hafa beitt í Guantánamo-fang­elsinu í kjölfar sept­ember 2001 er ólög­mætt.

Af þeim 36 mönnum sem enn eru í Guantánamo-fang­elsinu á Kúbu eru 19 enn í haldi þrátt fyrir að búið sé að heimila lausn þeirra. Frá því fang­elsið var reist fyrir rúmum 20 árum hafa fleiri en 700 múslímskir menn og drengir setið þar inni. Margir þeirra hafa sætt pynd­ingum en allir voru fang­els­aðir að geðþótta yfir­valda. Enginn þeirra hefur hlotið réttlát rétt­ar­höld.

Einn þeirra, Toffiq Al-Bihani, var fang­els­aður árið 2003 án ákæru. Hann var pynd­aður og sætti illri meðferð af hálfu banda­rískra yfir­valda en að lokum var honum heim­iluð lausn úr haldi árið 2010. Þrátt fyrir það er hann enn í fang­elsinu og hefur ekki enn fengið að sameinast fjöl­skyldu sinni. Það er með öllu óljóst hvers vegna hann er enn í Guantánamo-fang­elsinu. Það er óyggj­andi brot á mann­rétt­indum hans að hann sé enn í haldi.

Flytja ætti fangana 19 sem hafa fengið heimild um lausn úr haldi til annars lands án tafar. Það er mikil­vægur áfangi í áttina að lokun Guantánamo-fang­els­isins fyrir fullt og allt.

Einnig eru í fang­elsinu 17 fangar sem hafa ekki fengið heimild um lausn úr haldi en eru fang­els­aðir að geðþótta yfir­valda og hafa margir hverjir sætt pynd­ingum. Pynd­ingar og þvinguð manns­hvörf eru brot á alþjóð­legum lögum.

Krefstu þess að ríkis­stjórn Joe Biden, banda­ríkja­for­seta, loki Guantánamo-fang­elsinu fyrir fullt og allt.

Auk þess er krafist þess að:

• Allir fangar verði færðir til lands þar sem þeir geta fengið að njóta réttar síns eða að þeir fái sann­gjörn rétt­ar­höld.
• Fangar sem sætt hafa pynd­ingum fái m.a. endur­hæf­ingu og bætur.
• Þau sem bera ábyrgð á pynd­ingum og þvinguðu manns­hvarfi fang­anna verði dregin fyrir rétt í sann­gjörnum rétt­ar­höldum án beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.

Perú

Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum

Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáverandi forseti Perú,  reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstaklingar hafa látið lífið í mótmælunum af völdum lögreglunnar og her landsins vegna óhóflegrar valdbeitingar. Þann 9. janúar síðastliðinn létu 18 einstaklingar lífið í mótmælum í borginni Juliaca í Perú.  

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.