Íran

Íran: Dauðadómur í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Barzan Nasrolla­hzadeh var hand­tekinn þann 29. maí 2010, aðeins 17 ára gamall. Hann er súnní-múslími og Kúrdi sem er minni­hluta­hópur í Íran. Hann var í haldi í marga mánuði án þess að hafa aðgang að fjöl­skyldu sinni og var yfir­heyrður án þess að lögfræð­ingur væri viðstaddur. Hann segist hafa verið pynd­aður, meðal annars barinn, látinn hanga á hvolfi og honum gefið rafstuð. Hann var síðan neyddur til að skrifa undir yfir­lýs­ingu sem bendlaði hann við saknæmt athæfi.

Rétt­ar­höld yfir Barzan Nasrolla­hzadeh voru mjög ósann­gjörn. Mynd­band af honum með þving­aðri„játn­ingu“ var notað sem sönn­un­ar­gagn í rétt­ar­höld­unum. Það var ekki fyrr en við rétt­ar­höldin í ágúst 2013, þremur árum eftir hand­töku, sem hann fékk fyrst aðgang að lögmanni sem var dómkvaddur. Hann fékk þar með engan tíma eða aðstöðu til að undirbúa málsvörn sína.

Barzan var að lokum dæmdur til dauða fyrir „óvild gegn Guði“, „tengsl við salafi-hópa“ og fyrir þátt­töku í samsæri um morð, þar á meðal morð á súnní-klerk sem hafði tengsl við stjórn­völd. Hæstiréttur stað­festi dauða­dóminn í ágúst 2015.

Amnesty Internati­onal skilst að hæstiréttur hafi ekki minnst á að Barza Nasrolla­hzadeh hafi verið undir 18 ára aldri þegar glæp­urinn hafi átt sér stað. Hæstiréttur hefur hafnað frekari endur­skoðun á máli hans. Áhyggjur eru uppi um að aftaka gæti verið á dagskrá á næst­unni.

Skrifaðu undir og krefstu þess að dauða­dómur yfir Barzan Nasrolla­hzadeh verði felldur úr gildi!

Beiting dauðarefs­ing­ar­innar í Íran

Íran er aðili að barna­sátt­mál­anum og alþjóða­samn­ingi um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi. Íran hefur þar með skyldu að gegna um að beita ekki dauðarefs­ing­unni gegn einstak­lingum sem voru börn þegar glæp­urinn átti sér stað.

Árið 2019 voru 4 fangar teknir af lífi í Íran sem voru undir 18 ára aldri þegar glæp­urinn átti sér stað. „Óvild gegn Guði“ er ekki viður­kenndur glæpur samkvæmt alþjóð­legum stöðlum en er oft beitt í dauðarefs­ing­ar­málum í Íran. Árið 2019 átti sér stað 251 aftaka í Íran.

Lestu nánar um skýrslu Amnesty Internati­onal um dauðarefs­inguna fyrir árið 2019

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Nígería

Nígería: Fellið úr gildi Twitter-bann

Stjórnvöld í Nígeríu bönnuðu Twitter þann 4. júní í landinu og skipuðu netþjónustufyrirtækjum að loka fyrir Twitter. Fjölmiðlar þurftu einnig að loka Twitter-reikningum sínum. Þessar aðgerðir brjóta á tjáningarfrelsinu, fjölmiðlafrelsi og skerða aðgengi að upplýsingum. Friðsamir mótmælendur hafa mætt ofbeldisfullum aðgerðum af hálfu nígerískra yfirvalda og nú á einnig að þagga niður í röddum þeirra á netinu.

Hong Kong

Hong Kong: 64 einstaklingar ákærðir á grundvelli óljósra þjóðaröryggislaga

Þjóðaröryggislög tóku gildi þann 30. júní 2020 í Hong Kong. Skilgreiningin á „þjóðaröryggi“ er óljós í lögunum og þeim hefur verið beitt að geðþótta til að skerða tjáningar-og fundafrelsið og bæla niður alla stjórnarandstöðu. Nú þegar hafa 118 einstaklingar verið handteknir á grundvelli laganna, þar af þrír undir 18 ára aldri og 64 hafa verið ákærðir. Sumir standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi.

Alsír

Alsír: Verjum réttinn til að mótmæla

Alsírsk stjórnvöld nýta sér kórónuveirufaraldurinn til að herja á aðgerðasinna, fangelsa stjórnarandstæðinga og þagga niður í fjölmiðlum. Það verður að leysa úr haldi alla einstaklinga sem er haldið fyrir það eitt að nýta sér rétt til tjáningar og friðsamlegra mótmæla. Það verður einnig að fella niður ákærur á hendur þeim. Skrifaðu undir ákall Amnesty International til verndar tjáningarfrelsinu í Alsír og krefstu þess að alsírsk stjórnvöld stöðvi varðhöld að geðþótta á Hirak-mómælendum og leysi friðsamlega mótmælendur tafarlaust úr haldi án skilyrða.