Sérstakur sakamáladómstóll í Sádi-Arabíu dæmdi Mohammad bin Nasser al-Ghamdi, 55 ára kennara á eftirlaunum, til dauða þann 9. júlí 2023 fyrir friðsamlegar aðgerðir sínar á Twitter [nú X] og YouTube, þar á meðal fyrir tíst þar sem hann gagnrýnir utanríkisstefnu konungs og krónprins Sádi-Arabíu, kallar eftir lausn klerka í haldi og mótmælir verðhækkunum í landinu. Mohammad bin Nasser al-Ghamdi var dæmdur til dauða fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið. Hann var aðeins með tíu fylgjendur á Twitter.
Samkvæmt bróður hans var Mohammad bin Nasser al-Ghamdi handtekinn þann 11. júní 2022 af öryggissveitum þar sem hann sat með konu sinni og börnum fyrir utan heimili sitt í borginni Mekka. Honum var haldið í einangrun í Dhahban-fangelsinu nálægt borginni Jeddah í fjóra mánuði og var meinað að hafa samband við fjölskyldu sína eða lögfræðing. Það var ekki fyrr en Mohammad bin Nasser al-Ghamdi var færður í annað fangelsi í Riyadh að hann fékk loks að hafa samband við fjölskyldu sína.
Dauðadómurinn yfir Mohammad bin Nasser al-Ghamdi er til marks um stigversnandi kúgun í konungsríkinu og miskunnarleysi gagnvart öllum þeim sem þora að sýna minnsta andóf í landinu.
Skrifaðu undir og krefstu þess að dauðadóminn yfir Mohammad bin Nasser al-Ghamdi verði felldur úr gildi og hann verði skilyrðislaust leystur úr haldi án tafar þar sem hann er í haldi fyrir það eitt að tjá sig friðsamlega.
Einnig er þess krafist að Mohammad bin Nasser al-Ghamdi fái þá læknismeðferð sem hann þarfnast á meðan hann er enn í haldi.
Fréttatilkynning um Sádi-Arabíu
Nánar um stöðu tjáningarfrelsis í Sádi-Arabíu