Ísrael

Krefjumst vopnahlés í átökum Ísraels og Gaza

Harðn­andi átök á milli Ísraels og Hamas og annarra vopn­aðra hópa valda óbreyttum borg­urum miklum þján­ingum. Átök á þessu svæði hafa aldrei verið jafn hörð eða mann­fallið jafn mikið. Líf fjölda fólks hefur verið lagt í rúst. Dag hvern eykst mann­fallið og mann­úð­ar­neyðin á Gaza. Amnesty Internati­onal krefst þess að allir aðilar í átök­unum semji án tafar um vopnahlé til að binda enda á blóð­baðið og tryggja að mann­úð­ar­að­stoð komist til Gaza.  

Mann­fall óbreyttra borgara á Gaza heldur áfram að aukast af miklum þunga í vægð­ar­lausum sprengju­árásum Ísraels. Þessar árásir eru viðbrögð Ísraels við gíslatöku þar sem óbreyttum borg­urum er haldið og hrylli­legum árásum Hamas og annarra vopn­aðra hópa sem hafa valdið dauða um 1.400 einstak­linga í Ísrael. Á sama tíma hafa fleiri en 6.500 einstak­lingar verið drepnir í árás­unum á Gaza, meðal annars í handa­hófs­kenndum árásum og öðrum ólög­mætum árásum. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borg­arar og þriðj­ungur þeirra eru börn. Fjöldi líka er enn grafinn undir í rústum. Millj­ónir standa frammi fyrir því að þurfa flýja heimili sín, missa eignir sínar og þjást. 

Hamas og aðrir vopn­aðir hópar hafa tekið að minnsta kosti 200 gísla sem eru í lífs­hættu og þeim haldið á Gaza. Þeir hafa einnig skotið ónákvæmum eldflaugum til Ísraels sem setur óbreytta borgara þar í hættu. 

Á sama tíma hefur Ísrael stöðvað vöru­flutn­inga til Gaza, þar á meðal vörur á borð við vatn, mat og eldsneyti, sem setur líf rúmlega tveggja milljóna íbúa Gaza­svæð­isins í hættu. Ólögmæt herkví Ísraels á Gaza-svæðinu, síðast­liðin 16 ár hefur valdið þar mikilli mann­úð­ar­neyð sem mun aðeins aukast ef ekki verður bundinn endi á átökin án tafar. 

Alvarleg brot á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum, þar á meðal stríðs­glæpir, af hálfu allra aðila átak­anna hafa fengið að viðgangast af fullum þunga. 

Vopnahlé stöðvar ólög­mætar árásir allra aðila í átök­unum, fækkar dauðs­föllum á Gaza og gerir hjálp­ar­stofn­unum kleift að veita lífs­nauð­syn­lega aðstoð, meðal annars að flytja vatn og sjúkra­gögn inn á Gaza­svæðið, til að lina gífur­legar þján­ingar íbúa. Spít­alar geta þá einnig fengið lífs­nauð­synleg lyf, eldsneyti og búnað sem sárlega vantar og unnið að endur­bótum á þeim sjúkra­deildum sem hafa eyðilagst.  

Vopnahlé veitir einnig ráðrúm til að semja um lausn gísla sem er haldið á Gaza og opnar rými fyrir óháðar alþjóð­legar rann­sóknir á stríðs­glæpum allra aðila átak­anna. Slíkar rann­sóknir geta átt þátt í að binda enda á refsi­leysið sem hefur fengið að viðgangast í langan tíma og hefur ýtt undir grimmd­ar­verk. Nú er brýnt að ráðist sé á rót vanda þessara átaka með því að binda enda á aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels gegn palestínsku fólki. 

Skrifaðu undir og krefstu þess að Katrín Jakobs­dóttir forsæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­diktsson utan­rík­is­ráð­herra Íslands leggi sitt af mörkum til að alþjóða­sam­fé­lagið kalli tafar­laust eftir vopna­hléi og að bundinn verði endi á mann­úð­ar­neyðina í Gaza. 

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.