Ísrael
Harðnandi átök á milli Ísraels og Hamas og annarra vopnaðra hópa valda óbreyttum borgurum miklum þjáningum. Átök á þessu svæði hafa aldrei verið jafn hörð eða mannfallið jafn mikið. Líf fjölda fólks hefur verið lagt í rúst. Dag hvern eykst mannfallið og mannúðarneyðin á Gaza. Amnesty International krefst þess að allir aðilar í átökunum semji án tafar um vopnahlé til að binda enda á blóðbaðið og tryggja að mannúðaraðstoð komist til Gaza.
Mannfall óbreyttra borgara á Gaza heldur áfram að aukast af miklum þunga í vægðarlausum sprengjuárásum Ísraels. Þessar árásir eru viðbrögð Ísraels við gíslatöku þar sem óbreyttum borgurum er haldið og hryllilegum árásum Hamas og annarra vopnaðra hópa sem hafa valdið dauða um 1.400 einstaklinga í Ísrael. Á sama tíma hafa fleiri en 6.500 einstaklingar verið drepnir í árásunum á Gaza, meðal annars í handahófskenndum árásum og öðrum ólögmætum árásum. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borgarar og þriðjungur þeirra eru börn. Fjöldi líka er enn grafinn undir í rústum. Milljónir standa frammi fyrir því að þurfa flýja heimili sín, missa eignir sínar og þjást.
Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa tekið að minnsta kosti 200 gísla sem eru í lífshættu og þeim haldið á Gaza. Þeir hafa einnig skotið ónákvæmum eldflaugum til Ísraels sem setur óbreytta borgara þar í hættu.
Á sama tíma hefur Ísrael stöðvað vöruflutninga til Gaza, þar á meðal vörur á borð við vatn, mat og eldsneyti, sem setur líf rúmlega tveggja milljóna íbúa Gazasvæðisins í hættu. Ólögmæt herkví Ísraels á Gaza-svæðinu, síðastliðin 16 ár hefur valdið þar mikilli mannúðarneyð sem mun aðeins aukast ef ekki verður bundinn endi á átökin án tafar.
Alvarleg brot á alþjóðlegum mannúðarlögum, þar á meðal stríðsglæpir, af hálfu allra aðila átakanna hafa fengið að viðgangast af fullum þunga.
Vopnahlé stöðvar ólögmætar árásir allra aðila í átökunum, fækkar dauðsföllum á Gaza og gerir hjálparstofnunum kleift að veita lífsnauðsynlega aðstoð, meðal annars að flytja vatn og sjúkragögn inn á Gazasvæðið, til að lina gífurlegar þjáningar íbúa. Spítalar geta þá einnig fengið lífsnauðsynleg lyf, eldsneyti og búnað sem sárlega vantar og unnið að endurbótum á þeim sjúkradeildum sem hafa eyðilagst.
Vopnahlé veitir einnig ráðrúm til að semja um lausn gísla sem er haldið á Gaza og opnar rými fyrir óháðar alþjóðlegar rannsóknir á stríðsglæpum allra aðila átakanna. Slíkar rannsóknir geta átt þátt í að binda enda á refsileysið sem hefur fengið að viðgangast í langan tíma og hefur ýtt undir grimmdarverk. Nú er brýnt að ráðist sé á rót vanda þessara átaka með því að binda enda á aðskilnaðarstefnu Ísraels gegn palestínsku fólki.
Skrifaðu undir og krefstu þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra Íslands leggi sitt af mörkum til að alþjóðasamfélagið kalli tafarlaust eftir vopnahléi og að bundinn verði endi á mannúðarneyðina í Gaza.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu