Noregur
Samar í Noregi berjast fyrir lausn á máli sínu vegna vindmylla sem reistar voru á beitilendi fyrir hreindýrarækt samanna. Samar eru frumbyggjar á svæðum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Maja óttast að vindmyllurnar valdi menningu Sama og búrekstri hreindýra stórskaða. Norsk stjórnvöld þurfa að bregðast við á meðan enn er tími til stefnu.
Maja Kristine Jåma hefur, ásamt öðrum Sömum, barist við yfirvöld í heimahéraði sínu Fosen í norsku sýslunni Trøndelag. Baráttan snýr að ákvörðun um vindmyllur á svæði þar sem Samar smala hreindýrum. Vindmyllurnar eru 151 talsins og þeim fylgja landlínur, vegagerð, og fleiri innviðir, sem þekja helming alls beitilendis í Fosen sem hreindýraræktendur nýta að vetri til.
„Vindmyllurnar yfirtaka beitilendi hreindýranna. Eyðilegging hreindýraræktar er ekki aðeins aðför að lífsviðurværi okkar, heldur menningu Sama.“
Maja Kristine Jåma
Samar unnu málið fyrir rétti. Þann 11. október 2021 dæmdi hæstiréttur Noregs samhljóða úrskurð um að vindmyllurnar, sem voru þá þegar starfandi að fullu, brytu gegn mannréttindum Sama. Það eru mannréttindi að frumbyggjar og minnihlutahópar fái að halda í sína menningu.
Þrátt fyrir þennan úrskurð hefur enn engin lausn verið fundin 500 dögum síðar. Enn er tími fyrir norsk yfirvöld að bregðast við.
Það eru meira en 20 ár síðan fyrstu áform um vindmyllur voru kunngjörð í Fosen. Þetta hefur því verið langt og slítandi ferli fyrir Maju og aðra samíska hreindýraræktendur.
„Þegar við börðumst gegn þessu fyrst, var ekki hlustað á okkur. Fólk gat ekki skilið hvers vegna við börðumst gegn vindorku, sem átti að vera „grænn“ valkostur. En ég sé ekkert „grænt“ við það að eyðileggja náttúru og reka í burtu fólkið sem lifir af náttúrunni með sjálfbærum hætti.“
Maja Kristine Jåma
Sárast finnst Maju að ríkið skuli ekki virða úrskurð hæstaréttar.
„Norsk yfirvöld hafa haft 500 daga til að stöðva þessi mannréttindabrot. Og ekkert hefur verið gert. (…) Það veldur mér áhyggjum að yfirvöld hlusti ekki á okkur og virði ekki einu sinni dómsúrskurð. Ef við látum það yfir okkur ganga erum við öll í hættu.“
Skrifaðu undir ákall um að Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, fylgi úrskurði hæstaréttar og tryggi að Samar í Fosen missi ekki lífsviðurværi sitt og fái að halda í eigin siði og menningu.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Ísrael
Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty International, „You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínubúum á Gaza.
Aserbaísjan
Aðförin að borgaralegu rými í Aserbaísjan í aðdraganda COP29 hefur í för með sér að réttlæti í loftslagsmálum nái ekki fram að ganga. Skrifaðu undir og sýndu samstöðu með aðgerðasinnum og fjölmiðlafólki sem hafa hlotið refsingu fyrir að draga stjórnvöld sín til ábyrgðar.
Alþjóðlegt
Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.
Ekvador
Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Sambía
Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.
Sádi-Arabía
Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.
Alþjóðlegt
Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu