Noregur

„Menning Sama í útrýmingarhættu”

Samar í Noregi berjast fyrir lausn á máli sínu vegna vind­mylla sem reistar voru á beiti­lendi fyrir hrein­dýra­rækt samanna. Samar eru frum­byggjar á svæðum í Noregi, Svíþjóð, Finn­landi og Rússlandi. Maja óttast að vind­myll­urnar valdi menn­ingu Sama og búrekstri hrein­dýra stórskaða. Norsk stjórn­völd þurfa að bregðast við á meðan enn er tími til stefnu.

Maja Kristine Jåma hefur, ásamt öðrum Sömum, barist við yfir­völd í heima­héraði sínu Fosen í norsku sýsl­unni Trøndelag. Baráttan snýr að ákvörðun um vind­myllur á svæði þar sem Samar smala hrein­dýrum. Vind­myll­urnar eru 151 talsins og þeim fylgja land­línur, vega­gerð, og fleiri innviðir, sem þekja helming alls beiti­lendis í Fosen sem hrein­dýra­rækt­endur nýta að vetri til.  

„Vind­myll­urnar yfir­taka beiti­lendi hrein­dýr­anna. Eyði­legging hrein­dýra­ræktar er ekki aðeins aðför að lífs­við­ur­væri okkar, heldur menn­ingu Sama.“

Maja Kristine Jåma

Samar unnu málið fyrir rétti. Þann 11. október 2021 dæmdi hæstiréttur Noregs samhljóða úrskurð um að vind­myll­urnar, sem voru þá þegar starf­andi að fullu, brytu gegn mann­rétt­indum Sama. Það eru mann­rétt­indi að frum­byggjar og minni­hluta­hópar fái að halda í sína menn­ingu.

Þrátt fyrir þennan úrskurð hefur enn engin lausn verið fundin 500 dögum síðar. Enn er tími fyrir norsk yfir­völd að bregðast við.

Það eru meira en 20 ár síðan fyrstu áform um vind­myllur voru kunn­gjörð í Fosen. Þetta hefur því verið langt og slít­andi ferli fyrir Maju og aðra samíska hrein­dýra­rækt­endur.

„Þegar við börð­umst gegn þessu fyrst, var ekki hlustað á okkur. Fólk gat ekki skilið hvers vegna við börð­umst gegn vindorku, sem átti að vera „grænn“ valkostur. En ég sé ekkert „grænt“ við það að eyði­leggja náttúru og reka í burtu fólkið sem lifir af nátt­úr­unni með sjálf­bærum hætti.“

Maja Kristine Jåma

Sárast finnst Maju að ríkið skuli ekki virða úrskurð hæsta­réttar.

„Norsk yfir­völd hafa haft 500 daga til að stöðva þessi mann­rétt­inda­brot. Og ekkert hefur verið gert. (…) Það veldur mér áhyggjum að yfir­völd hlusti ekki á okkur og virði ekki einu sinni dóms­úrskurð. Ef við látum það yfir okkur ganga erum við öll í hættu.“

Skrifaðu undir ákall um að Jonas Gahr Støre, forsæt­is­ráð­herra Noregs, fylgi úrskurði hæsta­réttar og tryggi að Samar í Fosen missi ekki lífs­við­ur­væri sitt og fái að halda í eigin siði og menn­ingu.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Afganistan

Aðgerðasinni í þágu menntunar handtekinn að geðþótta

Matiullah Wesa er aðgerðasinni í þágu menntunar og mannréttinda. Hann var handtekinn að geðþótta af leyniþjónustu talibana. Fjölskylda hans hefur ekki fengið að heimsækja hann og engar leiðir tiltækar til að véfengja lögmæti varðhaldsins. Skrifaðu undir og krefstu þess að Abdul Haq Wasiq, framkvæmdastjóri leyniþjónustu talibana, leysi Matiulla Wesa tafarlaust úr haldi.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Kúba

Samviskufanginn Maykel Osorbo er í hættu

Maykel Osorbo, er kúbverskur samviskufangi og tónlistarmaður. Hann hefur mætt stöðugu áreiti og hefur margsinnis sætt varðhaldi að geðþótta. Fjölskylda hans hefur tjáð Amnesty International að hún hafi töluverðar áhyggjur af heilsu Maykel. Skrifaðu undir og krefstu þess að hann verði tafarlaust leystur úr haldi.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Nígería

Unglingstúlka lést í kjölfar nauðgunar

Keren-Happuch Aondodoo Akpagher var 14 ára stúlka og nemandi í Premier Academy í Abuja í Nígeríu. Grunur er um að henni hafi verið nauðgað í skólanum en hún dó nokkrum dögum síðar, 22. júní 2022. Krufning bendir til þess að hún hafi látist að völdum sýkingar sem hún fékk í kjölfar nauðgunar.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.