Noregur
Samar í Noregi berjast fyrir lausn á máli sínu vegna vindmylla sem reistar voru á beitilendi fyrir hreindýrarækt samanna. Samar eru frumbyggjar á svæðum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Maja óttast að vindmyllurnar valdi menningu Sama og búrekstri hreindýra stórskaða. Norsk stjórnvöld þurfa að bregðast við á meðan enn er tími til stefnu.
Maja Kristine Jåma hefur, ásamt öðrum Sömum, barist við yfirvöld í heimahéraði sínu Fosen í norsku sýslunni Trøndelag. Baráttan snýr að ákvörðun um vindmyllur á svæði þar sem Samar smala hreindýrum. Vindmyllurnar eru 151 talsins og þeim fylgja landlínur, vegagerð, og fleiri innviðir, sem þekja helming alls beitilendis í Fosen sem hreindýraræktendur nýta að vetri til.
„Vindmyllurnar yfirtaka beitilendi hreindýranna. Eyðilegging hreindýraræktar er ekki aðeins aðför að lífsviðurværi okkar, heldur menningu Sama.“
Maja Kristine Jåma
Samar unnu málið fyrir rétti. Þann 11. október 2021 dæmdi hæstiréttur Noregs samhljóða úrskurð um að vindmyllurnar, sem voru þá þegar starfandi að fullu, brytu gegn mannréttindum Sama. Það eru mannréttindi að frumbyggjar og minnihlutahópar fái að halda í sína menningu.
Þrátt fyrir þennan úrskurð hefur enn engin lausn verið fundin 500 dögum síðar. Enn er tími fyrir norsk yfirvöld að bregðast við.
Það eru meira en 20 ár síðan fyrstu áform um vindmyllur voru kunngjörð í Fosen. Þetta hefur því verið langt og slítandi ferli fyrir Maju og aðra samíska hreindýraræktendur.
„Þegar við börðumst gegn þessu fyrst, var ekki hlustað á okkur. Fólk gat ekki skilið hvers vegna við börðumst gegn vindorku, sem átti að vera „grænn“ valkostur. En ég sé ekkert „grænt“ við það að eyðileggja náttúru og reka í burtu fólkið sem lifir af náttúrunni með sjálfbærum hætti.“
Maja Kristine Jåma
Sárast finnst Maju að ríkið skuli ekki virða úrskurð hæstaréttar.
„Norsk yfirvöld hafa haft 500 daga til að stöðva þessi mannréttindabrot. Og ekkert hefur verið gert. (…) Það veldur mér áhyggjum að yfirvöld hlusti ekki á okkur og virði ekki einu sinni dómsúrskurð. Ef við látum það yfir okkur ganga erum við öll í hættu.“
Skrifaðu undir ákall um að Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, fylgi úrskurði hæstaréttar og tryggi að Samar í Fosen missi ekki lífsviðurværi sitt og fái að halda í eigin siði og menningu.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Esvatíní
Bacede Mabuza og Mthandeni Dube, fyrrum þingmenn og baráttumenn fyrir lýðræði, eru samviskufangar í Esvatíní. Þeir voru handteknir 25. júlí 2021 fyrir að tjá sig um kúgun ríkisvaldsins og kalla eftir úrbótum á stjórnarskránni. Þeir hlutu 85 ára og 58 ára dóm á grundvelli kúgandi laga gegn hryðjuverkum og uppreisnaráróðri.

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.

Bretland
Friðsamir mótmælendur voru handteknir á Bretlandi fyrir að mótmæla banni við Palestine Action-aðgerðahópnum sem tók gildi 5. júlí 2025. Í ágúst voru rúmlega 700 mótmælendur handteknir í London og víðar um Bretland. Til viðbótar voru 857 mótmælendur handteknir í London á einum degi, þann 6. september.

Ísrael
Palestínski læknirinn Hussam Abu Safiya er framkvæmdastjóri Kamal Adwan-spítalans og hefur tjáð sig um hrun heilbrigðiskerfisins á Gaza. Hann var handtekinn að geðþótta af ísraelskum yfirvöldum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan þá.

Fílabeinsströndin
Hettuklæddir menn handtóku Ghislain Duggary Assy, upplýsingafulltrúa stéttarfélags kennara, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls á Fílabeinsströndinni. Ghislain fékk tveggja ára fangelsisdóm. Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.

Rússland
Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí
Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Alþjóðlegt
Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu