Noregur

„Menning Sama í útrýmingarhættu”

Samar í Noregi berjast fyrir lausn á máli sínu vegna vind­mylla sem reistar voru á beiti­lendi fyrir hrein­dýra­rækt samanna. Samar eru frum­byggjar á svæðum í Noregi, Svíþjóð, Finn­landi og Rússlandi. Maja óttast að vind­myll­urnar valdi menn­ingu Sama og búrekstri hrein­dýra stórskaða. Norsk stjórn­völd þurfa að bregðast við á meðan enn er tími til stefnu.

Maja Kristine Jåma hefur, ásamt öðrum Sömum, barist við yfir­völd í heima­héraði sínu Fosen í norsku sýsl­unni Trøndelag. Baráttan snýr að ákvörðun um vind­myllur á svæði þar sem Samar smala hrein­dýrum. Vind­myll­urnar eru 151 talsins og þeim fylgja land­línur, vega­gerð, og fleiri innviðir, sem þekja helming alls beiti­lendis í Fosen sem hrein­dýra­rækt­endur nýta að vetri til.  

„Vind­myll­urnar yfir­taka beiti­lendi hrein­dýr­anna. Eyði­legging hrein­dýra­ræktar er ekki aðeins aðför að lífs­við­ur­væri okkar, heldur menn­ingu Sama.“

Maja Kristine Jåma

Samar unnu málið fyrir rétti. Þann 11. október 2021 dæmdi hæstiréttur Noregs samhljóða úrskurð um að vind­myll­urnar, sem voru þá þegar starf­andi að fullu, brytu gegn mann­rétt­indum Sama. Það eru mann­rétt­indi að frum­byggjar og minni­hluta­hópar fái að halda í sína menn­ingu.

Þrátt fyrir þennan úrskurð hefur enn engin lausn verið fundin 500 dögum síðar. Enn er tími fyrir norsk yfir­völd að bregðast við.

Það eru meira en 20 ár síðan fyrstu áform um vind­myllur voru kunn­gjörð í Fosen. Þetta hefur því verið langt og slít­andi ferli fyrir Maju og aðra samíska hrein­dýra­rækt­endur.

„Þegar við börð­umst gegn þessu fyrst, var ekki hlustað á okkur. Fólk gat ekki skilið hvers vegna við börð­umst gegn vindorku, sem átti að vera „grænn“ valkostur. En ég sé ekkert „grænt“ við það að eyði­leggja náttúru og reka í burtu fólkið sem lifir af nátt­úr­unni með sjálf­bærum hætti.“

Maja Kristine Jåma

Sárast finnst Maju að ríkið skuli ekki virða úrskurð hæsta­réttar.

„Norsk yfir­völd hafa haft 500 daga til að stöðva þessi mann­rétt­inda­brot. Og ekkert hefur verið gert. (…) Það veldur mér áhyggjum að yfir­völd hlusti ekki á okkur og virði ekki einu sinni dóms­úrskurð. Ef við látum það yfir okkur ganga erum við öll í hættu.“

Skrifaðu undir ákall um að Jonas Gahr Støre, forsæt­is­ráð­herra Noregs, fylgi úrskurði hæsta­réttar og tryggi að Samar í Fosen missi ekki lífs­við­ur­væri sitt og fái að halda í eigin siði og menn­ingu.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Afnema verður ritskoðunarlög sem kæfa andóf

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Ísrael

Tryggja þarf mannúðaraðstoð til Gaza

Skrifaðu undir og krefstu þess að forsætisráðherra Ísraels komi í veg fyrir að mannúðarneyðin aukist enn frekar og framfylgi úrskurði Alþjóðadómstólsins með því  að tryggja mannúðaraðstoð og læknisaðstoð fyrir alla íbúa Gaza í samræmi við alþjóðalög.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.