Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skóla­stúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldu­notkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Réttur til mennt­unar, heilsu og lífs er í hættu hjá millj­ónum skóla­stúlkna vegna gasárása í írönskum stúlkna­skólum. Þúsundir skóla­stúlkna hafa verið lagðar inn á sjúkrahús vegna gaseitr­unar.

Yfir­völd hafa ekki rann­sakað þessar árásir með viðeig­andi hætti eða komið í veg fyrir þær. Þau segja einkenni stúlkn­anna ekki vera annað en „streita”, „spenna” og/eða „tilfinn­inga­smit”, sem er hugtak notað til að lýsa félags­lega samþykktri hugsun við smit­andi veiru.

Eiturgasi hefur verið beitt gegn skóla­stúlkum á grunn­skóla- og mennta­skóla­stigi. Fyrstu tilkynn­ingar um árásir með eiturgasi bárust frá stúlkna­skóla í borg­inni Qom þann 30. nóvember 2022. Yfir­völd reyndu að kæfa frétta­flutning um árásina og bárust því ekki fréttir um hana fyrr en næsta árás átti sér stað í sama skóla, tveimur vikum síðar. Þar varð51 stúlka­fyrir eitrun. Foreldrar sem fjöl­miðlar tóku viðtöl við vegna seinni árás­ar­innar sögðu yfir­völd neita að birta skýrslu um eitranir úr fyrri árás­inni eða hvaða gasi hefði verið beitt. Í fjöl­miðla­við­tölum lýstu stúlk­urnar, sem lagðar höfðu verið inn á sjúkrahús, einkenni­legri gaslykt í skól­anum og að í kjöl­farið hafi þær fundið fyrir anda­teppu, doða, verkjum í fótum og erfið­leikum með gang.

Ríkis­fjöl­miðlar gáfu út að minnst 30 fjöl­skyldur hefðu lagt fram form­lega kvörtun til saksóknara. Yfir­völd lýstu því yfir að búið væri að skipa rann­sókn­art­eymi til að rann­saka árás­irnar í Qom en engar niður­stöður hafa verið birtar opin­ber­lega.

Síðan fyrstu tvær árás­irnar áttu sér stað hefur þeim fjölgað gífur­lega. Sjálf­stæðir fjöl­miðlar og mann­rétt­inda­samtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlkna­skóla víðs­vegar um Íran. Fjöldi árása átti sér stað 15.-17. apríl í fjöl­mörgum héruðum.

Á netinu hafa mynd­bönd verið í umferð sem sýna skóla­stúlkur í óhugn­an­legum aðstæðum á skóla­lóðum þar sem þær hósta og eiga erfitt með anda­drátt. Einnig eru til mynd­bönd frá sjúkra­húsum þar sem stórir hópar stúlkna þurfa lækn­is­að­stoð. Í febrúar greindi sjálf­stæður fjöl­miðill frá andláti 11 ára stúlku vegna eiturárásar í öðrum skóla í Qom, en yfir­völd neita því og ríkis­fjöl­miðlar greindu frá því að dánar­orsök hefði verið veiru­sýking í öndun­ar­færum og nýrna­sjúk­dómur. Fjöl­skylda 11 ára stúlk­unnar hefur greint frá því í fjöl­miðlum og samfé­lags­miðlum að dánar­orsök stúlk­unnar hafi verið smit­sjúk­dómur og nýrna­vandi. Írönsk yfir­völd þvinga oft fram opin­berar yfir­lýs­ingar og því óttast Amnesty Internati­onal að fjöl­skyldu­með­limir hafi verið beittir harð­ræði til að þvinga fram áður­nefnda yfir­lýs­ingu til samræmis við frásögn yfir­valda.

Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfir­völd geri sjálf­stæða, ítar­lega og skil­virka rann­sókn á eiturárásum gegn skóla­stúlkum og að einstak­lingar sem eru ábyrgir fyrir árás­unum verði sóttir til saka í sann­gjörnum rétt­ar­höldum án þess að dauðarefs­ing­unni verði beitt.

Yfir­völd þurfa að tryggja stúlkum öruggan og jafnan aðgang að menntun og vernda þær fyrir hvers kyns ofbeldi. Auk þess verða yfir­völd að tryggja að alþjóð­legum sendi­nefndum og full­trúum verði hleypt inn í Íran til að rann­saka þessar árásir.

Tengd frétt: Yfir­völd í Íran herja á tján­ing­ar­frelsið meðal annars með pynd­ingum á börnum

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Yfirvofandi aftökur

Behrouz Ehsani, 69 ára, og Mehdi Hassani, 48 ára, eiga á hættu að verða teknir af lífi eftir afar ósanngjörn réttarhöld sem stóðu yfir í aðeins fimm mínútur og var litið fram hjá ásökunum þeirra um pyndingar og aðra illa meðferð til að þvinga fram „játningu“. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að írönsk yfirvöld ógildi dauðadóma yfir Behrouz Ehsani og Mehdi Hassani og leysi þá úr haldi án tafar.

El Salvador

Þöggun radda mannréttindafrömuða og samfélagsleiðtoga

Fidel Zavala, talsmaður mannréttindasamtakanna UNIDEHC og yfir tuttugu samfélagsleiðtogar hafa verið handteknir af yfirvöldum í El Salvador. Geðþóttavarðhald Zavala vekur þungar áhyggjur, þar sem hann hefur bæði borið vitni um og opinberað pyndingar í varðhaldsstöðvum.

Fílabeinsströndin

Upplýsingafulltrúi stéttarfélags fær tveggja ára fangelsisdóm

Hettuklæddir menn handtóku Ghislain Duggary Assy, upplýsingafulltrúa stéttarfélags kennara, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls á Fílabeinsströndinni. Ghislain fékk tveggja ára fangelsisdóm. Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Bandaríkin

Ólöglegar handtökur og fjöldabrottvísanir

Frá því að Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur hann hrint í framkvæmd ómannúðlegri stefnu gegn innflytjendum og fólki í leit að öryggi sem flúið hefur neyð. Yfirvöld í Bandaríkjunum, undir stjórn Trump, hafa beitt grimmilegum aðferðum til að vekja ótta, aðskilja og handsama fjölskyldur ásamt því að herja á aðgerðasinna.  

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.