Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skóla­stúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldu­notkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Réttur til mennt­unar, heilsu og lífs er í hættu hjá millj­ónum skóla­stúlkna vegna gasárása í írönskum stúlkna­skólum. Þúsundir skóla­stúlkna hafa verið lagðar inn á sjúkrahús vegna gaseitr­unar.

Yfir­völd hafa ekki rann­sakað þessar árásir með viðeig­andi hætti eða komið í veg fyrir þær. Þau segja einkenni stúlkn­anna ekki vera annað en „streita”, „spenna” og/eða „tilfinn­inga­smit”, sem er hugtak notað til að lýsa félags­lega samþykktri hugsun við smit­andi veiru.

Eiturgasi hefur verið beitt gegn skóla­stúlkum á grunn­skóla- og mennta­skóla­stigi. Fyrstu tilkynn­ingar um árásir með eiturgasi bárust frá stúlkna­skóla í borg­inni Qom þann 30. nóvember 2022. Yfir­völd reyndu að kæfa frétta­flutning um árásina og bárust því ekki fréttir um hana fyrr en næsta árás átti sér stað í sama skóla, tveimur vikum síðar. Þar varð51 stúlka­fyrir eitrun. Foreldrar sem fjöl­miðlar tóku viðtöl við vegna seinni árás­ar­innar sögðu yfir­völd neita að birta skýrslu um eitranir úr fyrri árás­inni eða hvaða gasi hefði verið beitt. Í fjöl­miðla­við­tölum lýstu stúlk­urnar, sem lagðar höfðu verið inn á sjúkrahús, einkenni­legri gaslykt í skól­anum og að í kjöl­farið hafi þær fundið fyrir anda­teppu, doða, verkjum í fótum og erfið­leikum með gang.

Ríkis­fjöl­miðlar gáfu út að minnst 30 fjöl­skyldur hefðu lagt fram form­lega kvörtun til saksóknara. Yfir­völd lýstu því yfir að búið væri að skipa rann­sókn­art­eymi til að rann­saka árás­irnar í Qom en engar niður­stöður hafa verið birtar opin­ber­lega.

Síðan fyrstu tvær árás­irnar áttu sér stað hefur þeim fjölgað gífur­lega. Sjálf­stæðir fjöl­miðlar og mann­rétt­inda­samtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlkna­skóla víðs­vegar um Íran. Fjöldi árása átti sér stað 15.-17. apríl í fjöl­mörgum héruðum.

Á netinu hafa mynd­bönd verið í umferð sem sýna skóla­stúlkur í óhugn­an­legum aðstæðum á skóla­lóðum þar sem þær hósta og eiga erfitt með anda­drátt. Einnig eru til mynd­bönd frá sjúkra­húsum þar sem stórir hópar stúlkna þurfa lækn­is­að­stoð. Í febrúar greindi sjálf­stæður fjöl­miðill frá andláti 11 ára stúlku vegna eiturárásar í öðrum skóla í Qom, en yfir­völd neita því og ríkis­fjöl­miðlar greindu frá því að dánar­orsök hefði verið veiru­sýking í öndun­ar­færum og nýrna­sjúk­dómur. Fjöl­skylda 11 ára stúlk­unnar hefur greint frá því í fjöl­miðlum og samfé­lags­miðlum að dánar­orsök stúlk­unnar hafi verið smit­sjúk­dómur og nýrna­vandi. Írönsk yfir­völd þvinga oft fram opin­berar yfir­lýs­ingar og því óttast Amnesty Internati­onal að fjöl­skyldu­með­limir hafi verið beittir harð­ræði til að þvinga fram áður­nefnda yfir­lýs­ingu til samræmis við frásögn yfir­valda.

Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfir­völd geri sjálf­stæða, ítar­lega og skil­virka rann­sókn á eiturárásum gegn skóla­stúlkum og að einstak­lingar sem eru ábyrgir fyrir árás­unum verði sóttir til saka í sann­gjörnum rétt­ar­höldum án þess að dauðarefs­ing­unni verði beitt.

Yfir­völd þurfa að tryggja stúlkum öruggan og jafnan aðgang að menntun og vernda þær fyrir hvers kyns ofbeldi. Auk þess verða yfir­völd að tryggja að alþjóð­legum sendi­nefndum og full­trúum verði hleypt inn í Íran til að rann­saka þessar árásir.

Tengd frétt: Yfir­völd í Íran herja á tján­ing­ar­frelsið meðal annars með pynd­ingum á börnum

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.