Palestína

Palestína: Þrýstu á ísraelsk stjórnvöld að aflétta herkvínni á Gaza!

Alaa, sem er 21 árs, átti sér draum um að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar í alþjóð­legri hjóla­keppni en hann á erfitt með að sjá framtíð sína fyrir sér. Alaa hefur ekki tæki­færi á að vera full­trúi síns lands á alþjóða­vett­vangi vegna ástandsins á Gaza sem skerðir ferða­frelsi fólks eins og Alaa. Þann 30. mars 2018 missti Alaa hægri fótinn eftir skotárás ísra­elskra hermanna sem beindust að honum og fleiri frið­sömum mótmæl­endum við landa­mæra­mörk Ísraels og Gaza.

Berj­umst gegn ólög­legri land­töku í Palestínu og
gefum mann­rétt­indum 12 stig!

Sendu SMS með skila­boð­unum 12STIG í númerið 1900 
og
styrktu mann­rétt­ind­astarf Amnesty Internati­onal um 1200 kr.

Alaa er einn af tveimur millj­ónum Palestínu­manna sem hefur í 11 ár búið í herkví Ísraels á Gaza. Ísra­elsk stjórn­völd stýra aðgengi að svæðinu úr lofti, á landi og á sjó og aðgangur að svæðinu við egypsku borgina Rafah hefur verið lokaður að mestu leyti árum saman. Alaa og aðrir íbúar á Gaza-svæðinu búa því í raun í risa­stóru fang­elsi. Íbúar á Gaza geta ekki ferðast til og frá svæðinu af fúsum og frjálsum vilja til að hitta vini og ættingja eða sækja sér lífs­nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu. Aðgangur að fiski­miðum er einnig takmark­aður.

Palestínu­menn þurfa á stuðn­ingi okkar að halda í þessum aðstæðum, minnum þá á að þeir eru ekki einir. Ísra­elsk stjórn­völd hafa ekki einungis vald, heldur ber þeim einnig skylda til að aflétta herkvínni og leyfa íbúum Gaza að ferðast til og frá svæðinu og njóta mann­rétt­inda. Palestínu­menn á Gaza biðja heiminn að sýna stuðning í verki og auka alþjóð­legan þrýsting á ísra­elsk stjórn­völd.

Skrifaðu undir ákallið strax og krefstu þess að ísra­elsk stjórn­völd aflétti herkvínni á Gaza!

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.