Palestína
Alaa, sem er 21 árs, átti sér draum um að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar í alþjóðlegri hjólakeppni en hann á erfitt með að sjá framtíð sína fyrir sér. Alaa hefur ekki tækifæri á að vera fulltrúi síns lands á alþjóðavettvangi vegna ástandsins á Gaza sem skerðir ferðafrelsi fólks eins og Alaa. Þann 30. mars 2018 missti Alaa hægri fótinn eftir skotárás ísraelskra hermanna sem beindust að honum og fleiri friðsömum mótmælendum við landamæramörk Ísraels og Gaza.
Berjumst gegn ólöglegri landtöku í Palestínu og
gefum mannréttindum 12 stig!
Sendu SMS með skilaboðunum 12STIG í númerið 1900 og
styrktu mannréttindastarf Amnesty International um 1200 kr.
Alaa er einn af tveimur milljónum Palestínumanna sem hefur í 11 ár búið í herkví Ísraels á Gaza. Ísraelsk stjórnvöld stýra aðgengi að svæðinu úr lofti, á landi og á sjó og aðgangur að svæðinu við egypsku borgina Rafah hefur verið lokaður að mestu leyti árum saman. Alaa og aðrir íbúar á Gaza-svæðinu búa því í raun í risastóru fangelsi. Íbúar á Gaza geta ekki ferðast til og frá svæðinu af fúsum og frjálsum vilja til að hitta vini og ættingja eða sækja sér lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Aðgangur að fiskimiðum er einnig takmarkaður.
Palestínumenn þurfa á stuðningi okkar að halda í þessum aðstæðum, minnum þá á að þeir eru ekki einir. Ísraelsk stjórnvöld hafa ekki einungis vald, heldur ber þeim einnig skylda til að aflétta herkvínni og leyfa íbúum Gaza að ferðast til og frá svæðinu og njóta mannréttinda. Palestínumenn á Gaza biðja heiminn að sýna stuðning í verki og auka alþjóðlegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld.
Skrifaðu undir ákallið strax og krefstu þess að ísraelsk stjórnvöld aflétti herkvínni á Gaza!
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu