Palestína

Palestína: Þrýstu á ísraelsk stjórnvöld að aflétta herkvínni á Gaza!

Alaa, sem er 21 árs, átti sér draum um að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar í alþjóð­legri hjóla­keppni en hann á erfitt með að sjá framtíð sína fyrir sér. Alaa hefur ekki tæki­færi á að vera full­trúi síns lands á alþjóða­vett­vangi vegna ástandsins á Gaza sem skerðir ferða­frelsi fólks eins og Alaa. Þann 30. mars 2018 missti Alaa hægri fótinn eftir skotárás ísra­elskra hermanna sem beindust að honum og fleiri frið­sömum mótmæl­endum við landa­mæra­mörk Ísraels og Gaza.

Berj­umst gegn ólög­legri land­töku í Palestínu og
gefum mann­rétt­indum 12 stig!

Sendu SMS með skila­boð­unum 12STIG í númerið 1900 
og
styrktu mann­rétt­ind­astarf Amnesty Internati­onal um 1200 kr.

Alaa er einn af tveimur millj­ónum Palestínu­manna sem hefur í 11 ár búið í herkví Ísraels á Gaza. Ísra­elsk stjórn­völd stýra aðgengi að svæðinu úr lofti, á landi og á sjó og aðgangur að svæðinu við egypsku borgina Rafah hefur verið lokaður að mestu leyti árum saman. Alaa og aðrir íbúar á Gaza-svæðinu búa því í raun í risa­stóru fang­elsi. Íbúar á Gaza geta ekki ferðast til og frá svæðinu af fúsum og frjálsum vilja til að hitta vini og ættingja eða sækja sér lífs­nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu. Aðgangur að fiski­miðum er einnig takmark­aður.

Palestínu­menn þurfa á stuðn­ingi okkar að halda í þessum aðstæðum, minnum þá á að þeir eru ekki einir. Ísra­elsk stjórn­völd hafa ekki einungis vald, heldur ber þeim einnig skylda til að aflétta herkvínni og leyfa íbúum Gaza að ferðast til og frá svæðinu og njóta mann­rétt­inda. Palestínu­menn á Gaza biðja heiminn að sýna stuðning í verki og auka alþjóð­legan þrýsting á ísra­elsk stjórn­völd.

Skrifaðu undir ákallið strax og krefstu þess að ísra­elsk stjórn­völd aflétti herkvínni á Gaza!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Flest börn tekin af lífi í Íran

Á síðustu þremur árum hefur Íran fjölgað aftökum á börnum og ungmennum sem framið höfðu glæpi á barnsaldri þrátt fyrir að það sé ólöglegt samkvæmt alþjóðlegum lögum og mjög alvarlegt brot á mannréttindum. Til þess að koma í veg fyrir viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu hefur Íran ítrekað framkvæmt þessar ólöglegu aftökur á ungmennum í leyni, án vitneskju fjölskyldna eða lögfræðinga þeirra. Með þeim hætti fá samtök eins og Amnesty International ekki tækifæri til að upplýsa heiminn um voðaverkin og hvetja fólk eins og þig til aðgerða.

Marokkó

Blaðakona í haldi á fölskum forsendum

Hajar Raissouni var handtekin af marokkósku lögreglunni 31. ágúst síðastliðinn grunuð um að hafa gengist undir þungunarrof, þrátt fyrir að engar sannanir liggi fyrir. Hún var handtekin fyrir utan læknamiðstöð í Rabat ásamt unnusta sínum, lækni og tveimur starfsmönnum læknamiðstöðvarinnar. Öll fimm eru enn í haldi.

Simbabve

Lækni rænt af heimili sínu

Peter Magombeyi, læknir og forseti Félags sjúkrahúslækna í Simbabve, var rænt af heimili sínu í Harare Budiriro að næturlagi af þremur vopnuðum mönnum þann 14. september síðastliðinn. Aðilar grunaðir um að starfa fyrir leyniþjónustu Simbabve höfðu hótað honum að hann myndi hverfa sporlaust með valdi ef hann hætti ekki afskiptum sínum af verkfalli lækna.

Indland

Skert tjáningarfrelsi í Kasmír

Frá 5. ágúst síðastliðnum hefur ríkt fjarskiptabann í Kasmír-héraði, fyrirskipað af indverskum stjórnvöldum. Þá hefur íbúum héraðsins einnig verið sett útgöngubann sem kemur í veg fyrir að fólk geti farið út af heimili sínu eða átt samskipti hvort við annað og umheiminn.

Suður-Afríka

Menntakerfi sem viðheldur ójöfnuði

Þó að 25 ár séu liðin frá því að lög um aðskilnaðarstefnu voru afnumin í Suður-Afríku gætir enn mikils ójöfnuðar í menntakerfi landsins. Arfleifð kynþáttamismununar í menntakerfinu einkennist meðal annars af slæmum árangri nemenda í grunn- og framhaldsskóla, yfirfullum kennslustofum, ófullnægjandi aðstöðu og námsgögnum tug þúsunda nemenda.

Ekvador

Verndum umhverfissinna í Amason-regnskóginum

Þær Patricia Gualinga, Nema Grefa, Salomé Aranda og Margoth Escobar hætta lífi sínu og fjölskyldna sinna daglega við störf sín í Amason-skóginum. Störf þeirra felast í því að vernda stærsta regnskóg heims með því að berjast gegn pólitískum og efnahagslegum öflum sem tengjast jarðefnavinnslu á landsvæðum frumbyggja í Amason.

Danmörk

Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.