Sádi-Arabía

Stöðvið yfirvofandi aftökur á tveimur mönnum frá Barein

Jaafar Mohammad Sultan og Sadeq Majeed Thamer eiga yfir höfði sér aftökur. Sérstaki saka­mála­dóm­stóllinn dæmdi þá til dauða í október 2021 eftir afar ósann­gjörn rétt­ar­höld vegna hryðju­verka­tengdra ákæra, sem fela í sér smygl á sprengi­efni til Sádí-Arabíu og þátt­töku í mótmælum gegn stjórn­völdum í Barein. Í apríl 2022 stað­festi hæstiréttur dóminn og aftaka þeirra varð yfir­vof­andi um leið og konungur full­gildi hann.

Jaafar Mohammad Sultan og Sadiq Majeed Thamer voru báðir dæmdir til dauða að geðþótta.

Amnesty Internati­onal skorar á yfir­völd í Sádi-Arabíu að full­gilda ekki dauða­dóminn, ógilda sakfell­ingu þeirra og veita þeim sann­gjörn rétt­ar­höld í samræmi við alþjóðleg lög.

Þar sem skortur er á gagnsæi í réttar­fari í Sádi-Arabíu, sérstak­lega í dauðarefs­ing­ar­málum, frétta fjöl­skyldur aðeins um aftökur ástvina sinna í gegnum fjöl­miðla.

Þann 13. mars 2022 greindi innan­rík­is­ráðu­neyti Sádi-Arabíu frá fjölda­af­tökum þar sem 81 einstak­lingur var tekinn af lífi.  Fólkið sem tekið var á lífi þennan dag hafði verið dæmt fyrir margs konar brot, þar á meðal glæpi sem tengdust „hryðju­verkum“, morð, vopnað rán og vopna­smygl. Einnig voru nokkrir þessara einstak­linga sakfelldir fyrir „röskun á samfé­lags­gerð­inni og samheldni þjóð­ar­innar“ og „að taka þátt í og hvetja til setu­mót­mæla og andófs“ sem er brot á tján­ing­ar­frelsinu og rétt­inum til að koma saman með frið­sömum hætti. Í hópnum var 41 sjía-múslími en það er minni­hluta­hópur í Sádí-Arabíu. Amnesty Internati­onal hefur skrá­sett endur­tekna mismunun gegn sjía-múslímum í Sádí-Arabíu sem hafa fengið harða dóma eftir ósann­gjörn rétt­ar­höld.

Snemma árs 2021 tilkynntu yfir­völd í Sádi-Arabíu breyt­ingar í tengslum við dauðarefs­ingar, þar á meðal stöðvun á aftökum vegna vímu­efna­tengdra glæpa. Slíkir dauða­dómar eru oft kveðnir upp að geðþótta dómarans. Þessi stöðvun virðist hafa verið innleidd en hefur hún enn ekki verið lögfest þar sem vímu­efnalög kveða enn á um dauðarefs­ingu. Auk þess eru dauða­dæmdir einstak­lingar fyrir vímu­efna­brot enn á dauða­deild.

Dauðarefs­ingin er grimm, ómann­úðleg og niður­lægj­andi refsing. Amnesty Internati­onal er andvígt dauðarefs­ingum í öllum tilvikum án undan­tekn­inga, óháð því hver er ákærður og hver glæp­urinn er.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.