Sádi-Arabía

Stöðvið yfirvofandi aftökur á tveimur mönnum frá Barein

Jaafar Mohammad Sultan og Sadeq Majeed Thamer eiga yfir höfði sér aftökur. Sérstaki saka­mála­dóm­stóllinn dæmdi þá til dauða í október 2021 eftir afar ósann­gjörn rétt­ar­höld vegna hryðju­verka­tengdra ákæra, sem fela í sér smygl á sprengi­efni til Sádí-Arabíu og þátt­töku í mótmælum gegn stjórn­völdum í Barein. Í apríl 2022 stað­festi hæstiréttur dóminn og aftaka þeirra varð yfir­vof­andi um leið og konungur full­gildi hann.

Jaafar Mohammad Sultan og Sadiq Majeed Thamer voru báðir dæmdir til dauða að geðþótta.

Amnesty Internati­onal skorar á yfir­völd í Sádi-Arabíu að full­gilda ekki dauða­dóminn, ógilda sakfell­ingu þeirra og veita þeim sann­gjörn rétt­ar­höld í samræmi við alþjóðleg lög.

Þar sem skortur er á gagnsæi í réttar­fari í Sádi-Arabíu, sérstak­lega í dauðarefs­ing­ar­málum, frétta fjöl­skyldur aðeins um aftökur ástvina sinna í gegnum fjöl­miðla.

Þann 13. mars 2022 greindi innan­rík­is­ráðu­neyti Sádi-Arabíu frá fjölda­af­tökum þar sem 81 einstak­lingur var tekinn af lífi.  Fólkið sem tekið var á lífi þennan dag hafði verið dæmt fyrir margs konar brot, þar á meðal glæpi sem tengdust „hryðju­verkum“, morð, vopnað rán og vopna­smygl. Einnig voru nokkrir þessara einstak­linga sakfelldir fyrir „röskun á samfé­lags­gerð­inni og samheldni þjóð­ar­innar“ og „að taka þátt í og hvetja til setu­mót­mæla og andófs“ sem er brot á tján­ing­ar­frelsinu og rétt­inum til að koma saman með frið­sömum hætti. Í hópnum var 41 sjía-múslími en það er minni­hluta­hópur í Sádí-Arabíu. Amnesty Internati­onal hefur skrá­sett endur­tekna mismunun gegn sjía-múslímum í Sádí-Arabíu sem hafa fengið harða dóma eftir ósann­gjörn rétt­ar­höld.

Snemma árs 2021 tilkynntu yfir­völd í Sádi-Arabíu breyt­ingar í tengslum við dauðarefs­ingar, þar á meðal stöðvun á aftökum vegna vímu­efna­tengdra glæpa. Slíkir dauða­dómar eru oft kveðnir upp að geðþótta dómarans. Þessi stöðvun virðist hafa verið innleidd en hefur hún enn ekki verið lögfest þar sem vímu­efnalög kveða enn á um dauðarefs­ingu. Auk þess eru dauða­dæmdir einstak­lingar fyrir vímu­efna­brot enn á dauða­deild.

Dauðarefs­ingin er grimm, ómann­úðleg og niður­lægj­andi refsing. Amnesty Internati­onal er andvígt dauðarefs­ingum í öllum tilvikum án undan­tekn­inga, óháð því hver er ákærður og hver glæp­urinn er.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Alþjóðlegt

Styddu réttindi verkafólks í fataiðnaði

Í áraraðir hafa stjórnvöld og tískufyrirtæki hagnast á slæmum starfsaðstæðum kvenna sem sauma fötin okkar. Brotið er kerfisbundið á mannréttindum verkafólks í fataiðnaði sem vinnur oft við hættulegar aðstæður, launin eru undir framfærsluviðmiði og ráðningarsamningar eru ótryggir. Laun sem duga ekki fyrir framfærslu þýðir að verkafólkið hefur ekki aðgang að nauðsynjum eins og mat, heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, menntun og öruggu húsnæði.

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.