
Komum í veg fyrir aftöku Rockys Myers
Rocky Myers er lýst af þeim sem þekkja hann sem blíðum og góðum einstaklingi. Hann elskar systkini sín, börnin sín og barnabörn og þau dýrka hann. Hann spilaði á trommur í kirkjukórnum sínum.
Rocky var greindur með þroskahömlun þegar hann var 11 ára. Honum þykir erfitt að lesa og á erfitt með að halda utan um dagsetningar og tíma. Á einni kvöldstund árið 1991 í bænum Decatur í Alabama breyttist líf hans til frambúðar.
Eldri hvít kona var myrt í hverfi þar sem flestir íbúar eru svartir. Rocky, sem er svartur, bjó hinum megin götunnar þar sem konan var myrt. Engin sönnunargögn fundust sem tengdu hann við morðstaðinn fyrir utan myndbandstæki í eigu konunnar sem Rocky kvaðst hafa fundið á götu úti. Engu að síður var hann dæmdur sekur um glæpinn.
Vitnisburðir voru litaðir af ósamræmi og ásökunum um þrýsting frá lögreglu. Eitt aðalvitnið greindi síðar frá því að hann hefði logið. Kviðdómendur, sem voru að miklum meirihluta hvítir, fundu Rocky sekan en lögðu til að hann fengi lífstíðarfangelsi. Dómari hafnaði úrskurði kviðdómsins og dæmdi Rocky til dauða en dómari má ekki lengur hafna úrskurði kviðdóms í Alabama.
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að sakborningar með þroskahömlun séu „í sérstakri hættu á að sæta óréttmætri aftöku“. Þetta á sannarlega við um Rocky.
Vegna ófullnægjandi réttargæslu og þar sem lögmaður Rockys, sem tók við máli hans eftir sakfellingu, hætti að verja hann missti Rocky af lokafresti til að áfrýja. Aftaka hans getur átt sér stað hvenær sem er og eina von hans er að ríkisstjóri Alabama náði hann.
Krefstu þess að ríkisstjóri Alabama náði Rocky Myers.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu