Komum í veg fyrir aftöku Rockys Myers

Á dauðadeild í þrjá áratugi þrátt fyrir gallaða málsmeðferð

Rocky Myers er lýst af þeim sem þekkja hann sem blíðum og góðum einstak­lingi. Hann elskar systkini sín, börnin sín og barna­börn og þau dýrka hann. Hann spilaði á trommur í kirkju­kórnum sínum.

Rocky var greindur með þroska­hömlun þegar hann var 11 ára. Honum þykir erfitt að lesa og á erfitt með að halda utan um dagsetn­ingar og tíma. Á einni kvöld­stund árið 1991 í bænum Decatur í Alabama breyttist líf hans til fram­búðar.

Eldri hvít kona var myrt í hverfi þar sem flestir íbúar eru svartir. Rocky, sem er svartur, bjó hinum megin götunnar þar sem konan var myrt. Engin sönn­un­ar­gögn fundust sem tengdu hann við morð­staðinn fyrir utan mynd­bands­tæki í eigu konunnar sem Rocky kvaðst hafa fundið á götu úti. Engu að síður var hann dæmdur sekur um glæpinn.

Vitn­is­burðir voru litaðir af ósam­ræmi og  ásök­unum um þrýsting frá lögreglu. Eitt aðal­vitnið greindi síðar frá því að hann hefði logið. Kvið­dóm­endur, sem voru að miklum meiri­hluta hvítir, fundu Rocky sekan en lögðu til að hann fengi lífs­tíð­ar­fang­elsi. Dómari hafnaði úrskurði kvið­dómsins og dæmdi Rocky til dauða en dómari má ekki lengur hafna úrskurði kvið­dóms í Alabama.

Hæstiréttur Banda­ríkj­anna hefur úrskurðað að sakborn­ingar með þroska­hömlun séu „í sérstakri hættu á að sæta órétt­mætri aftöku“. Þetta á sann­ar­lega við um Rocky.

Vegna ófull­nægj­andi rétt­ar­gæslu og þar sem lögmaður Rockys, sem tók við máli hans eftir sakfell­ingu, hætti að verja hann missti Rocky af lokafresti til að áfrýja. Aftaka hans getur átt sér stað hvenær sem er og eina von hans er að ríkis­stjóri Alabama náði hann.

 Krefstu þess að ríkis­stjóri Alabama náði Rocky Myers.    

 

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi