Unecebo Mboteni var fjörugur þriggja ára drengur sem hafði gaman af því að eignast nýja vini og leika sér með leikfangabíla. Það fór ekki fram hjá neinum þegar hann var á staðnum.
Unecebo féll ofan í kamar á leikskóla sínum í austurhluta Cape-héraðs í Suður-Afríku þann 18. apríl 2024. Degi síðar var hann dáinn.
Frá árinu 2018 hafa tvö önnur börn einnig dáið eftir að hafa fallið ofan í kamar í austurhluta Cape-héraðs. Þrátt fyrir það hafa þessi sorglegu dauðsföll ekki dugað til að tryggja að hætt verði notkun kamra í skólum og leikskólum.
Því miður er reynsla barna af skólagöngu í Suður-Afríku ólík eftir fæðingarstað þeirra, fjárhag og hörundslit. Eins og faðir Unecebos segir: „Sonur minn lét lífið í dauðagildru sem er gerð fyrir fátæka fólkið.“
Ári síðar hefur fjölskylda hans ekki heyrt neitt frá leikskólanum eða menntamálaráðuneytinu um hvort búið sé að fjarlægja kamarinn sem Unecebo féll ofan í eða um framgang rannsóknar á dauða hans. Í stað þess að fjölskylda Uncecebos fái svör um hvernig þessi harmleikur átti sér stað er henni mætt með þögn.
Unecebeo týndi lífi sínu á stað þar sem hann hefði átt að vera öruggur.
Fjölskylda hans á skilið svör.
Krefstu réttlætis fyrir Unecebo Mboteni.