Juan López var ástríkur faðir og eiginmaður. Hann var andlegur leiðtogi sem iðkaði trú sína með því að þjóna samfélagi sínu og studdi ávallt fólk í viðkvæmri stöðu. Hann naut þess að spjalla við vini sína yfir kaffibolla, dansa og eyða tíma við sjóinn með fjölskyldu sinni.
Frá árinu 2015 lagði Juan sig allan fram um að verja umhverfi sitt í norðurhluta Hondúras gegn námuvinnslu og orkuframleiðslu sem ógna ám, skógum og þjóðgarðinum Carlos Escaleras Mejía. Samfélög á svæðinu óttast að þessar framkvæmdir setji vistkerfið og vatnsgæði í verulega hættu.
Juan og aðrir aðgerðasinnar frá Tocoa-héraði stofnuðu samtökin CMDBCP til þess að véfengja formlega lögmæti þessara fyrirhuguðu framkvæmda með friðsamlegum hætti. Fyrir vikið sættu þeir áreitni, ógnunum og refsingum. Nokkrir meðlimir hafa verið handteknir og fangelsaðir. Sumir þeirra hafa verið drepnir.
Juan var skotinn til bana 14. september 2024 í bíl sínum á leið frá kirkju af grímuklæddum byssumanni. Meintur byssumaður og tveir grunaðir vitorðsmenn hafa verið ákærðir og eru í gæsluvarðhaldi. Þeir aðilar sem fyrirskipuðu morðið á Juan hafa aftur á móti ekki verið dregnir til ábyrgðar.
Krefstu réttlætis fyrir Juan López.