Mannréttindafrömuður í einangrun

Dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að tjá sig

Ahmed Mansoor er ástríkur faðir og eigin­maður. Hann er ljóð­skáld, bloggari og mann­rétt­inda­fröm­uður. Núna situr hann á bak við lás og slá í al-Sadr-fang­elsinu í Abú Dabí í Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum.

Hann er í einangr­un­ar­klefa án aðgangs að bókum, pennum eða pappír. Hann er ekki einu sinni með rúm.

Hver er glæpur hans? Að segja sann­leikann. Áður en Ahmed var hand­tekinn var hann einn fárra sem veittu áreið­an­legar, óháðar upplýs­ingar um stöðu mann­rétt­inda­mála í landinu. Hann vakti reglu­lega máls á órétt­látum rétt­ar­höldum, varð­haldi og pynd­ingum á einstak­lingum sem gagn­rýna stjórn­völd. Hann talaði um brota­lamir innan dóms­kerf­isins og landslög sem stríða gegn alþjóða­lögum.

Ahmed hefur mátt gjalda það dýru verði að vekja athygli á þessu. Örygg­is­sveitir Sameinuðu arab­ísku fursta­dæm­anna gerðu húsleit heima hjá Ahmed og hand­tóku hann í mars 2017. Í rúmt ár vissi enginn, ekki einu sinni fjöl­skylda hans, hvar honum var haldið föngnum. Í maí 2018 var Ahmed dæmdur í tíu ára fang­elsi, meðal annars á grund­velli ákæru um að „móðga Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmin og tákn­myndir þeirra“.

Í mótmæla­skyni við aðstæður í fang­elsinu hefur Ahmed tvisvar gripið til hung­ur­verk­falls sem leiddi til mikils þyngd­artaps og stofnaði lífi hans í hættu. Samt sem áður er honum aðeins hleypt út úr klefa sínum þrisvar í viku þegar fanga­verðir hafa fjar­lægt alla aðra fanga af útisvæðinu. Ahmed er því án félags­skapar þann litla tíma sem hann fær úthlut­aðan í útiveru.

Krefstu þess að stjórn­völd í Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum leysi Ahmed Mansoor tafar­laust og án skil­yrða úr haldi.

 

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Pólland

Sótt til saka fyrir að verja réttinn til þungunarrofs

Kvenréttindafrömuðurinn Justyna Wydrzyńska fann sig knúna til að aðstoða konu í ofbeldissambandi við þungunarrof. Slík aðstoð er refsiverð samkvæmt lögum í Póllandi. Justyna var sakfelld fyrir að aðstoða við þungunarrof. Dómurinn setur hættulegt fordæmi.

Bandaríkin

Á dauðadeild í þrjá áratugi þrátt fyrir gallaða málsmeðferð

Rocky Myers, svartur karlmaður með þroskahömlun, hefur setið í þrjá áratugi á dauðadeild í Alabama fyrir morð. Réttargæslan sem honum var úthlutað var ófullnægjandi og Rocky var sakfelldur í kjölfar vitnisburða sem litaðir voru af mótsögnum og meintum þrýstingi lögreglu.

Ástralía

„Við missum allt ef við missum eyjarnar okkar“

Pabai frændi og Paul frændi eru leiðtogar frumbyggjasamfélags í nyrsta hluta Ástralíu, á eyjunum í Torres-sundi. Nú eru heimkynni þeirra í hættu vegna loftslagsbreytinga. Verði ekki gripið til aðgerða strax neyðjast eyjabúar í Torres-sundi að flýja heimaslóðir sínar.

Túnis

Á yfir höfði sér fangelsi fyrir að láta í sér heyra

Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að forseti landsins, Kais Saied, tók öll völd í Túnis hafa mannréttindi verið fótum troðin, ráðist hefur verið gegn tjáningarfrelsinu og sjálfstæði dómstóla skert. Chaima Issa gagnrýndi aðgerðir forsetans og var sett í varðhald í kjölfarið. Hún á yfir höfði sér áratugalangt fangelsi.

Sameinuðu arabísku furstadæmin

Dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að tjá sig

Ahmed Mansoor vakti reglulega máls á varðhaldi, pyndingum og óréttlátum réttarhöldum yfir einstaklingum sem gagnrýndu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nú er hann einn af gagnrýnendum stjórnvalda sem sitja í fangelsi.

Brasilía

Barátta móður fyrir réttlæti

Pedro Henrique var aðgerðasinni og talsmaður kynþáttaréttlætis og mannréttinda. Pedro var 31 árs þegar hann var skotinn til bana af hettuklæddum mönnum í desember 2018. Lögreglumennirnir sem grunaðir eru um morðið eru enn starfandi og réttarhöld eru ekki enn hafin. Ana Maria, móðir hans, berst fyrir réttlæti.

Suður-Afríka

Hótað fyrir að verja samfélag sitt

Thapelo Mohapi leiðir grasrótarhreyfinguna AbM sem vinnur að efnahagslegum umbótum í lífi fólks í Suður-Afríku og hefur talað gegn spillingu á svæðinu. Frá árinu 2021 hefur hann neyðst til að vera í felum vegna líflátshótana. Árið 2022 voru þrír meðlimir hreyfingarinnar myrtir.

Kirgistan

Í stofufangelsi fyrir mótmæli

Rita Karasartova er baráttukona fyrir mannréttindum í Kirgistan. Hún var mótfallin samkomulagi um landamæri sem veitir Úsbekistan stjórn yfir ferskvatnssvæðum. Núna er hún í stofufangelsi og sætir ströngu útgöngubanni. Hún á yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist.

Mjanmar

Kallað eftir skaðabótum frá Facebook

Maung Sawyeddollah var15 ára þegar hann flúði þjóðernishreinsanir á Róhingjum. Hatursorðræða þar sem hvatt var með beinum hætti til ofbeldis gegn Róhingjum fékk víðtæka dreifingu á Facebook. Hann krefur nú samfélagsmiðilinn um skaðabætur.

Esvatíní

Myrtur fyrir að tala máli sannleikans

Thulani Maseko helgaði líf sitt fólkinu í Esvatíní, konungsríki þar sem konungsfjölskyldan er einráð og auðug en 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Hann gagnrýndi opinberlega kúgandi lög í landinu og ríkisofbeldi. Hann var skotinn til bana fyrir framan konu sína þann 21. janúar 2023.