Mannréttindafrömuður í einangrun

Dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að tjá sig

Ahmed Mansoor er ástríkur faðir og eigin­maður. Hann er ljóð­skáld, bloggari og mann­rétt­inda­fröm­uður. Núna situr hann á bak við lás og slá í al-Sadr-fang­elsinu í Abú Dabí í Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum.

Hann er í einangr­un­ar­klefa án aðgangs að bókum, pennum eða pappír. Hann er ekki einu sinni með rúm.

Hver er glæpur hans? Að segja sann­leikann. Áður en Ahmed var hand­tekinn var hann einn fárra sem veittu áreið­an­legar, óháðar upplýs­ingar um stöðu mann­rétt­inda­mála í landinu. Hann vakti reglu­lega máls á órétt­látum rétt­ar­höldum, varð­haldi og pynd­ingum á einstak­lingum sem gagn­rýna stjórn­völd. Hann talaði um brota­lamir innan dóms­kerf­isins og landslög sem stríða gegn alþjóða­lögum.

Ahmed hefur mátt gjalda það dýru verði að vekja athygli á þessu. Örygg­is­sveitir Sameinuðu arab­ísku fursta­dæm­anna gerðu húsleit heima hjá Ahmed og hand­tóku hann í mars 2017. Í rúmt ár vissi enginn, ekki einu sinni fjöl­skylda hans, hvar honum var haldið föngnum. Í maí 2018 var Ahmed dæmdur í tíu ára fang­elsi, meðal annars á grund­velli ákæru um að „móðga Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmin og tákn­myndir þeirra“.

Í mótmæla­skyni við aðstæður í fang­elsinu hefur Ahmed tvisvar gripið til hung­ur­verk­falls sem leiddi til mikils þyngd­artaps og stofnaði lífi hans í hættu. Samt sem áður er honum aðeins hleypt út úr klefa sínum þrisvar í viku þegar fanga­verðir hafa fjar­lægt alla aðra fanga af útisvæðinu. Ahmed er því án félags­skapar þann litla tíma sem hann fær úthlut­aðan í útiveru.

Krefstu þess að stjórn­völd í Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum leysi Ahmed Mansoor tafar­laust og án skil­yrða úr haldi.

 

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi