Barn dæmt til dauða í Suður-Súdan

Dæmdur til dauða 15 ára

Magai Matiop Ngong var 15 ára gagn­fræða­skóla­nemi sem hafði gaman af því að hlaupa og syngja gospellög. Hann var stað­ráðinn í því að hjálpa öðru fólki þegar hann yrði eldri. Líf hans gjör­breyttist hins vegar skyndi­lega þegar hann var dæmdur fyrir morð árið 2017.

Á meðan rétt­ar­höldin stóðu yfir sagði hann við dómarann að hann væri aðeins fimmtán ára og að morðið sem hann var ákærður fyrir hefði verið slys. Þrátt fyrir það dæmdi dómarinn hann til heng­ingar.

„Tilfinn­ingin var alls ekki góð,“ segir Magai. Það er ekki ánægju­legt að fá að vita að maður sé að fara að deyja.“

Magai var ekki með lögfræðing sér til aðstoðar þegar hann var hand­tekinn eða við fyrstu rétt­ar­höldin. Dómari sagði að hann gæti áfrýjað málinu og farið fram á ógild­ingu dauðarefs­ing­ar­innar. Hann fékk fyrst lögfræðing þegar hann var fluttur í annað fang­elsi.

Á síðasta ári voru sjö hengdir í Suður-Súdan, einn af þeim var á barns­aldri eins  og Magai.

Tveimur árum eftir að dómurinn var kveðinn upp er Magai á dauða­deild í Juba Central-fang­elsinu þar sem hann bíður þess að áfrýj­unin verði tekin fyrir. Hann hefur þó ekki misst vonina um að losna og halda áfram skóla­göngu sinni.

Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórn­völd í Suður-Súdan um að ógilda dauða­dóminn yfir Magai.

 

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi