Barn dæmt til dauða í Suður-Súdan
Magai Matiop Ngong var 15 ára gagnfræðaskólanemi sem hafði gaman af því að hlaupa og syngja gospellög. Hann var staðráðinn í því að hjálpa öðru fólki þegar hann yrði eldri. Líf hans gjörbreyttist hins vegar skyndilega þegar hann var dæmdur fyrir morð árið 2017.
Á meðan réttarhöldin stóðu yfir sagði hann við dómarann að hann væri aðeins fimmtán ára og að morðið sem hann var ákærður fyrir hefði verið slys. Þrátt fyrir það dæmdi dómarinn hann til hengingar.
„Tilfinningin var alls ekki góð,“ segir Magai. Það er ekki ánægjulegt að fá að vita að maður sé að fara að deyja.“
Magai var ekki með lögfræðing sér til aðstoðar þegar hann var handtekinn eða við fyrstu réttarhöldin. Dómari sagði að hann gæti áfrýjað málinu og farið fram á ógildingu dauðarefsingarinnar. Hann fékk fyrst lögfræðing þegar hann var fluttur í annað fangelsi.
Á síðasta ári voru sjö hengdir í Suður-Súdan, einn af þeim var á barnsaldri eins og Magai.
Tveimur árum eftir að dómurinn var kveðinn upp er Magai á dauðadeild í Juba Central-fangelsinu þar sem hann bíður þess að áfrýjunin verði tekin fyrir. Hann hefur þó ekki misst vonina um að losna og halda áfram skólagöngu sinni.
Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórnvöld í Suður-Súdan um að ógilda dauðadóminn yfir Magai.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu