Einstæð móðir handtekin

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorg­elesse Nguessan, sem er einstæð móðir og hársnyrtir í Kamerún, hefur lengi dreymt um að stofna og reka eigin snyrti­stofu. Fyrir tveimur árum var hún byrjuð að færa út kvíarnar í rekstri sínum á hárgreiðslu­stofu þegar draumar hennar urðu að engu.

Dorg­elesse var hand­tekin á mótmælum í Douala í Kamerún þann 22. septemter 2020. Þetta voru fyrstu mótmælin sem hún tók þátt í. Hún hafði ekki tekið þátt í aðgerð­a­starfi áður en áhyggjur hennar af stöðu efna­hags­mála í Kamerún urðu til þess að hún tók þátt í mótmæl­unum.

Þegar mótmælin, sem voru frið­samleg, hófust skutu örygg­is­sveitir gúmmí­kúlum og beindu tára­gasi og vatns­byssum að mótmæl­endum til að tvístra hópnum. Þegar Dorg­elesse flúði inn í húsa­sund ásamt fleiri mótmæl­endum elti lögreglan og hindraði för þeirra. Hún var hand­tekin og haldið í fanga­klefa, ásamt tuttugu og tveimur öðrum, við hræði­legar aðstæður.

Dorg­elesse var hinn 29. sept­ember 2020 flutt í Douala-fang­elsið þar sem hún er enn í haldi. Hún var ákærð fyrir „uppreisn, funda­höld og opinber mótmæli“ og rétt­ar­höld yfir henni fóru fram fyrir herrétti. Hún var dæmd í fimm ára fang­elsi hinn 7. desember 2021.

Dorg­elesse var eina fyrir­vinna fjöl­skyld­unnar. Átján ára sonur hennar er með sigð­korna­blóð­leysi sem veldur skorti á súrefn­is­upp­töku, tíðum sýkingum, sjón­vanda­málum og gífur­legum sárs­auka. Fjöl­skyldan berst í bökkum við að greiða fyrir lyfin hans. Dorg­elesse bíður örvænt­ing­ar­full eftir að sameinast fjöl­skyldu sinni á ný.

Krefstu þess að stjórn­völd í Kamerún leysi Dorg­elesse úr haldi strax í dag!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Angóla

TikTok-stjarna fangelsuð fyrir að gagnrýna forsetann

Ana da Silva Miguel, þekkt undir nafninu Neth Nahara, er söngkona og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Í ágúst 2023 gagnrýndi hún forseta landsins, João Lourenço, á TikTok. Næsta dag var Neth handtekin. Í kjölfarið var réttað yfir henni, hún sakfelld og dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var síðar lengdur í tvö ár. Yfirvöld í Angóla beita umdeildum lögum sem gera það refsivert að gagnrýna forsetann í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Víetnam

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverfismálalögfræðingurinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt verndun fólksins í Víetnam gegn áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Bach var handtekinn 24. júní 2021 og færður í fangelsi fyrir meint skattsvik, aðferð sem víetnömsk yfirvöld beita til að þagga niður í umhverfisaðgerðasinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki.