Berst fyrir tjáningarfrelsi

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Luis Manuel Otero Alcántara er sjálflærður lista­maður á Kúbu. Hann hefur unun af því að mála og dansa. Heimili hans í San Isidro, sem er eitt fátæk­asta hverfi Havana, er athvarf fyrir fólk í nærsam­fé­laginu til að hittast og tengjast.

Tilskipun 349 er löggjöf sem ætlað er að þagga niður í gagn­rýnu lista­fólki á Kúbu. Óánægja Luis Manuels með löggjöfina varð til þess að hann gerðist leið­togi San Isidro-hreyf­ing­ar­innar en hún saman­stendur af fjöl­breyttum hópi lista- og fjöl­miðla­fólks, auk aðgerða­sinna sem berjast fyrir tján­ing­ar­frelsinu. Meðlimir hópsins hafa sætt ógnunum, eftir­liti og varð­haldsvist.

Örygg­is­sveit­ar­menn á vegum ríkisins færðu Luis Manuel af heimili sínu 2. maí 2021 þar sem hann hafði verið í hung­ur­verk­falli til að mótmæla eign­ar­námi yfir­valda á lista­verkum sínum. Hann var færður á spítala í Havana þar sem menn á vegum örygg­is­sveita ríkisins vöktuðu hann og heim­sóknir nánustu fjöl­skyldu voru mjög takmark­aðar. Luis Manuel fékk ekki að nota síma og var bannað að eiga samskipti við umheiminn. Þegar honum var sleppt, mánuði síðar, héldu örygg­is­sveitir enn áfram að fylgjast með hverri hreyf­ingu hans.

Luis Manuel birti mynd­band á netinu hinn 11. júlí 2021 þar sem hann kvaðst ætla að taka þátt í einni stærstu kröfu­göngu sem fram hefur farið á Kúbu í áratugi þar sem fólk mótmælti stöðu efna­hags­mála í landinu, lyfja­skorti og viðbrögðum stjórn­valda við kórónu­veirufar­aldr­inum. Luis Manuel var hand­tekinn áður en mótmælin fóru fram og færður í hámarks­ör­ygg­is­fang­elsið Guanajay þar sem hann situr enn á bak við lás og slá. Hann var dæmdur í fimm ára fang­elsi í lokuðum rétt­ar­höldum í júní 2022.  Heilsu hans hrakar stöðugt og honum er ekki veitt tilhlýðileg lækn­is­að­stoð í fang­elsinu.

Krefstu þess að stjórn­völd á Kúbu leysi Luis Manuel tafar­laust úr haldi.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttaíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju á mótmælum. Hún ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja hæfði hana í andlitið. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar á verðmiða í stórmarkaði um innrás Rússlands í Úkraínu. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.