Berst fyrir tjáningarfrelsi

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Luis Manuel Otero Alcántara er sjálflærður lista­maður á Kúbu. Hann hefur unun af því að mála og dansa. Heimili hans í San Isidro, sem er eitt fátæk­asta hverfi Havana, er athvarf fyrir fólk í nærsam­fé­laginu til að hittast og tengjast.

Tilskipun 349 er löggjöf sem ætlað er að þagga niður í gagn­rýnu lista­fólki á Kúbu. Óánægja Luis Manuels með löggjöfina varð til þess að hann gerðist leið­togi San Isidro-hreyf­ing­ar­innar en hún saman­stendur af fjöl­breyttum hópi lista- og fjöl­miðla­fólks, auk aðgerða­sinna sem berjast fyrir tján­ing­ar­frelsinu. Meðlimir hópsins hafa sætt ógnunum, eftir­liti og varð­haldsvist.

Örygg­is­sveit­ar­menn á vegum ríkisins færðu Luis Manuel af heimili sínu 2. maí 2021 þar sem hann hafði verið í hung­ur­verk­falli til að mótmæla eign­ar­námi yfir­valda á lista­verkum sínum. Hann var færður á spítala í Havana þar sem menn á vegum örygg­is­sveita ríkisins vöktuðu hann og heim­sóknir nánustu fjöl­skyldu voru mjög takmark­aðar. Luis Manuel fékk ekki að nota síma og var bannað að eiga samskipti við umheiminn. Þegar honum var sleppt, mánuði síðar, héldu örygg­is­sveitir enn áfram að fylgjast með hverri hreyf­ingu hans.

Luis Manuel birti mynd­band á netinu hinn 11. júlí 2021 þar sem hann kvaðst ætla að taka þátt í einni stærstu kröfu­göngu sem fram hefur farið á Kúbu í áratugi þar sem fólk mótmælti stöðu efna­hags­mála í landinu, lyfja­skorti og viðbrögðum stjórn­valda við kórónu­veirufar­aldr­inum. Luis Manuel var hand­tekinn áður en mótmælin fóru fram og færður í hámarks­ör­ygg­is­fang­elsið Guanajay þar sem hann situr enn á bak við lás og slá. Hann var dæmdur í fimm ára fang­elsi í lokuðum rétt­ar­höldum í júní 2022.  Heilsu hans hrakar stöðugt og honum er ekki veitt tilhlýðileg lækn­is­að­stoð í fang­elsinu.

Krefstu þess að stjórn­völd á Kúbu leysi Luis Manuel tafar­laust úr haldi.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi