Mannréttindalögfræðingur í fangelsi

Glataði frelsi sínu fyrir að verja frelsi annarra

Mohamed Baker hefur dálæti á köttum og sjálfur á hann fimm heim­ilisketti. Hann er einnig fótboltaunn­andi og hefur gaman af vegg­tennis og mótor­hjóla­akstri.

Baker tilheyrir samfé­lagi Núbíu­manna og heldur hann mikið upp á núbíska tónlistar- og menn­ing­ar­arf­leifð. Í dag getur mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­urinn hins vegar aðeins látið sig dreyma um það sem hann hefur dálæti á. Baker var varpað í fang­elsi fyrir það eitt að verja rétt­indi jaðar­hópa í Egyptalandi.

Í sept­ember 2019 fór Baker á skrif­stofu saksóknara til að verja vin sinn en var sjálfur hand­tekinn. Yfir­völd réttuðu aldrei yfir honum en ásökuðu hann um upplognar hryðju­verka­að­gerðir og vörpuðu Baker í fang­elsi. Allt vegna þess að yfir­völdum hugn­aðist ekki mann­rétt­inda­störf hans. Baker stýrir Adalah-miðstöð­inni fyrir rétt­indum og frelsi sem styður við mann­rétt­indi fólks sem hefur rang­lega verið fang­elsað.

Baker hefur sætt marg­vís­legu harð­ræði og grimmi­legri meðferð í fang­elsinu. Fang­els­is­mála­yf­ir­völd veittu honum til að mynda ekki leyfi til að kveðja deyj­andi föður sinn. Honum er haldið föngnum í þröngum og daunillum klefa og hefur hvorki aðgang að rúmi eða dýnu né heitu vatni. Þá fær hann ekki að stunda neina hreyf­ingu eða líkams­rækt utan­dyra og er meinað að hafa myndir af fjöl­skyldu­með­limum í klef­anum.

Þrátt fyrir þetta harð­ræði er Baker vongóður.

„Einn daginn … munum við halda vinnu okkar áfram við að koma á frjálsum samfé­lögum.“ Hjálpaðu Baker að sjá þann dag verða að veru­leika.

Krefðu egypsk stjórn­völd um að leysa Mohamed Baker tafar­laust úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar um innrás Rússlands í Úkraínu í stórmarkað. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttatíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beit­ingu tára­gassprengju á mótmælum fyrir utan heimili hennar. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.