Mohamed Baker hefur dálæti á köttum og sjálfur á hann fimm heimilisketti. Hann er einnig fótboltaunnandi og hefur gaman af veggtennis og mótorhjólaakstri.
Baker tilheyrir samfélagi Núbíumanna og heldur hann mikið upp á núbíska tónlistar- og menningararfleifð. Í dag getur mannréttindalögfræðingurinn hins vegar aðeins látið sig dreyma um það sem hann hefur dálæti á. Baker var varpað í fangelsi fyrir það eitt að verja réttindi jaðarhópa í Egyptalandi.
Í september 2019 fór Baker á skrifstofu saksóknara til að verja vin sinn en var sjálfur handtekinn. Yfirvöld réttuðu aldrei yfir honum en ásökuðu hann um upplognar hryðjuverkaaðgerðir og vörpuðu Baker í fangelsi. Allt vegna þess að yfirvöldum hugnaðist ekki mannréttindastörf hans. Baker stýrir Adalah-miðstöðinni fyrir réttindum og frelsi sem styður við mannréttindi fólks sem hefur ranglega verið fangelsað.
Baker hefur sætt margvíslegu harðræði og grimmilegri meðferð í fangelsinu. Fangelsismálayfirvöld veittu honum til að mynda ekki leyfi til að kveðja deyjandi föður sinn. Honum er haldið föngnum í þröngum og daunillum klefa og hefur hvorki aðgang að rúmi eða dýnu né heitu vatni. Þá fær hann ekki að stunda neina hreyfingu eða líkamsrækt utandyra og er meinað að hafa myndir af fjölskyldumeðlimum í klefanum.
Þrátt fyrir þetta harðræði er Baker vongóður.
„Einn daginn … munum við halda vinnu okkar áfram við að koma á frjálsum samfélögum.“ Hjálpaðu Baker að sjá þann dag verða að veruleika.
Krefðu egypsk stjórnvöld um að leysa Mohamed Baker tafarlaust úr haldi.