Mannréttindalögfræðingur í fangelsi

Glataði frelsi sínu fyrir að verja frelsi annarra

Mohamed Baker hefur dálæti á köttum og sjálfur á hann fimm heim­ilisketti. Hann er einnig fótboltaunn­andi og hefur gaman af vegg­tennis og mótor­hjóla­akstri.

Baker tilheyrir samfé­lagi Núbíu­manna og heldur hann mikið upp á núbíska tónlistar- og menn­ing­ar­arf­leifð. Í dag getur mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­urinn hins vegar aðeins látið sig dreyma um það sem hann hefur dálæti á. Baker var varpað í fang­elsi fyrir það eitt að verja rétt­indi jaðar­hópa í Egyptalandi.

Í sept­ember 2019 fór Baker á skrif­stofu saksóknara til að verja vin sinn en var sjálfur hand­tekinn. Yfir­völd réttuðu aldrei yfir honum en ásökuðu hann um upplognar hryðju­verka­að­gerðir og vörpuðu Baker í fang­elsi. Allt vegna þess að yfir­völdum hugn­aðist ekki mann­rétt­inda­störf hans. Baker stýrir Adalah-miðstöð­inni fyrir rétt­indum og frelsi sem styður við mann­rétt­indi fólks sem hefur rang­lega verið fang­elsað.

Baker hefur sætt marg­vís­legu harð­ræði og grimmi­legri meðferð í fang­elsinu. Fang­els­is­mála­yf­ir­völd veittu honum til að mynda ekki leyfi til að kveðja deyj­andi föður sinn. Honum er haldið föngnum í þröngum og daunillum klefa og hefur hvorki aðgang að rúmi eða dýnu né heitu vatni. Þá fær hann ekki að stunda neina hreyf­ingu eða líkams­rækt utan­dyra og er meinað að hafa myndir af fjöl­skyldu­með­limum í klef­anum.

Þrátt fyrir þetta harð­ræði er Baker vongóður.

„Einn daginn … munum við halda vinnu okkar áfram við að koma á frjálsum samfé­lögum.“ Hjálpaðu Baker að sjá þann dag verða að veru­leika.

Krefðu egypsk stjórn­völd um að leysa Mohamed Baker tafar­laust úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Pólland

Sótt til saka fyrir að verja réttinn til þungunarrofs

Kvenréttindafrömuðurinn Justyna Wydrzyńska fann sig knúna til að aðstoða konu í ofbeldissambandi við þungunarrof. Slík aðstoð er refsiverð samkvæmt lögum í Póllandi. Justyna var sakfelld í kjölfarið sem setur hættulegt fordæmi.

Bandaríkin

Á dauðadeild í þrjá áratugi þrátt fyrir gallaða málsmeðferð

Rocky Myers, svartur karlmaður með þroskahömlun, hefur setið í þrjá áratugi á dauðadeild í Alabama fyrir morð. Réttargæslan sem honum var úthlutað var ófullnægjandi og Rocky var sakfelldur í kjölfar vitnisburða sem litaðir voru af mótsögnum og meintum þrýstingi lögreglu.

Ástralía

„Við missum allt ef við missum eyjarnar okkar“

Pabai frændi og Paul frændi búa á eyjunum í Torres-sundi, nyrsta hluta Ástralíu, en forfeður þeirra hafa búið þar í þúsundir ára. Nú eru lífshættir þeirra og djúp tenging við landið, sjóinn og himinblámann í hættu vegna loftslagsbreytinga.

Túnis

Á yfir höfði sér fangelsi fyrir að láta í sér heyra

Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að forseti landsins, Kais Saied, tók öll völd í Túnis hafa mannréttindi verið fótum troðin, dómstóla skort sjálfstæði og ráðist hefur verið gegn tjáningarfrelsinu. Chaima Issa gagnrýndi aðgerðir forsetans og var sett í varðhald í kjölfarið. Hún á yfir höfði sér áratugalangt fangelsi.

Sameinuðu arabísku furstadæmin

Dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að tjá sig

Ahmed vakti reglulega máls á varðhaldi, pyndingum og óréttlátum réttarhöldum yfir einstaklingum sem gagnrýndu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nú er hann einn af gagnrýnendum stjórnvalda sem sitja í fangelsi.

Brasilía

Barátta móður fyrir réttlæti

Pedro Henrique var aðgerðasinni og talsmaður kynþáttaréttlætis og mannréttinda. Hann var skotinn til bana af hettuklæddum mönnum í desember 2018, 31 árs að aldri. Lögreglumennirnir sem grunaðir eru um morðið eru enn starfandi og réttarhöld eru ekki enn hafin. Ana Maria, móðir hans, berst fyrir réttlæti.

Suður-Afríka

Hótað fyrir að verja samfélag sitt

Thapelo Mohapi leiðir grasrótarhreyfingu sem vinnur að efnahagslegum umbótum í lífi fólks í Suður-Afríku og berst gegn lögregluofbeldi. Frá árinu 2021 hefur hann verið í felum vegna líflátshótana. Árið 2022 voru þrír meðlimir hreyfingarinnar myrtir.

Kirgistan

Í stofufangelsi fyrir mótmæli

Rita Karasartova er baráttukona fyrir mannréttindum í Kirgistan. Hún var mótfallin samkomulagi um landamæri sem veitir Úsbekistan stjórn yfir ferskvatnssvæðum. Núna er hún í stofufangelsi og sætir ströngu útgöngubanni. Hún á yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist.

Mjanmar

Kallað eftir skaðabótum frá Facebook

Maung Sawyeddollah, 15 ára, flúði þegar þjóðernishreinsanir á Róhingjum hófust. Hatursorðræða þar sem hvatt var með beinum hætti til ofbeldis gegn Róhingjum fékk víðtæka dreifingu á Facebook. Hann krefur nú samfélagsmiðilinn um skaðabætur.

Esvatíní

Myrtur fyrir að tala máli sannleikans

Thulani Maseko helgaði líf sitt fólkinu í Esvatíní, konungsríki þar sem konungsfjölskyldan er einráð og auðug en 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Hann gagnrýndi opinberlega kúgandi lög í landinu og ríkisofbeldi. Hann var skotinn til bana fyrir framan konu sína þann 21. janúar 2023.