Mannréttindafrömuður í Egyptalandi

Numinn brott á götu og hvarf

Ibrahim Ezz El-Din er 26 ára gamall og rann­sakar mann­rétt­inda­brot í Kaíró í Egyptalandi. Starfið skiptir Ibrahim miklu máli en hann rann­sakar og greinir frá aðgengi fólks að öruggu húsnæði á viðráð­an­legu verði.

Utan vinnu­tíma hefur hann unun af að fást við teikn­ingu en áhugi hans beinist einnig að hönnun. Ibrahim er jafn­framt mikill knatt­spyrnu­áhuga­maður og fylgist vel með gengi heima­manna, Zamalek fótboltaliðsins.

Að kvöldi dags þann 11. júní 2019 var Ibrahim á gangi heim­leiðis þegar fjórir óein­kennisklæddir lögreglu­menn umkringdu hann og hand­tóku. Þegar móðir hans uppgötvaði hvernig var í pottinn búið hélt hún samstundis á lögreglu­stöð í nágrenninu en þegar þangað var komið full­yrti lögregla að Ibrahim væri hvorki á staðnum né í varð­haldi.

Allt frá þessu örlaga­ríka kvöldi hefur fjöl­skylda Ibra­hims reynt að komast að því hvað varð um hann. Hún hefur engin svör fengið. Ibrahim er fimmti einstak­ling­urinn sem starfar fyrir egypska nefnd um mann­rétt­indi og frelsi og hand­tekinn hefur verið á aðeins þremur árum.

Hundruð einstak­linga eins og Ibrahim hafa horfið á líkan hátt í Egyptalandi og síðan komið í ljós að þeim er haldið í fang­elsi, svo mánuðum skiptir, án rétt­ar­halda. Margir eru hand­teknir fyrir það eitt að tjá skoðun sína frið­sam­lega, gagn­rýna stjórn­völd eða verja mann­rétt­indi. Um getur verið að ræða hvern sem er, allt frá stjórn­mála- og blaða­fólki til knatt­spyrnu­áhuga­fólks.

Skrifaðu undir bréfið og krefðu egypsk stjórn­völd um að greina frá því hvar Ibrahim er og hvað kom fyrir hann.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi