
Réttlæti fyrir Afkari-fjölskylduna
Vahid Afkari kemur úr samheldinni fjölskyldu í Íran. Hann naut þess að lesa, syngja og dansa á heimili sínu með bræðrum sínum Habib, Navid og Saeed og systur sinni Elham.
Á árunum 2016, 2017 og 2018 tóku Vahid, Navid og Habib þátt í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun í heimabæ sínum Shiraz.
Vahid og Navid voru handteknir á heimilum sínum þann 17. september 2018 fyrir að mótmæla. Þremur mánuðum síðar var Habib einnig handtekinn. Írönsk yfirvöld héldu bræðrunum þremur í einangrun, pynduðu þá og neyddu þá til að „játa“ glæpi sem þeir sögðust ítrekað ekki hafa framið. Alvarlegt réttarmorð var framið gegn bræðrunum þegar þeir voru sakfelldir á grundvelli ákæra af pólitískum toga vegna þátttöku sinnar í friðsamlegum mótmælum. Vahid og Navid voru jafnframt sakfelldir vegna tilhæfulausra ásakana um að vera viðriðnir morð á öryggissveitarmanni. Yfirvöld dæmdu Navid ranglega til dauða. Habib og Vahid voru dæmdir í áratugalangt fangelsi og til sjötíu og fjögurra svipuhögga.
Bræðurnir þrír voru færðir í einangrunarvist í september 2020. Hinn 12. september var Navid fyrirvaralaust og leynilega tekinn af lífi án þess að hann, fjölskylda hans eða lögfræðingur væru vöruð við. Aftaka Navids vakti óhug í Íran og um heim allan og varð kveikjan að herferð í þágu Vahids og Habibs. Habib var að lokum leystur úr haldi í mars 2022 eftir að hafa sætt einangrun í 550 daga.
Yfirvöld hafa með grimmilegum hætti haldið Vahid í einangrun frá því í september 2020. Honum er algjörlega haldið frá öðrum föngum. Það er gert til að refsa honum fyrir að láta ekki undan kröfum yfirvalda um að gefa út opinbera yfirlýsingu gegn einstaklingum í Íran og um heim allan sem hafa kallað eftir réttlæti fyrir fjölskyldu hans.
Krefstu þess að stjórnvöld í Íran leysi Vahid Afkari úr haldi.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu