Réttlæti fyrir Afkari-fjölskylduna

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid Afkari kemur úr samheld­inni fjöl­skyldu í Íran. Hann naut þess að lesa, syngja og dansa á heimili sínu með bræðrum sínum Habib, Navid og Saeed og systur sinni Elham.

Á árunum 2016, 2017 og 2018 tóku Vahid, Navid og Habib þátt í frið­sam­legum mótmælum gegn ójafn­rétti og póli­tískri kúgun í heimabæ sínum Shiraz.

Vahid og Navid voru hand­teknir á heim­ilum sínum þann 17. sept­ember 2018 fyrir að mótmæla. Þremur mánuðum síðar var Habib einnig hand­tekinn. Írönsk yfir­völd héldu bræðr­unum þremur í einangrun, pynduðu þá og neyddu þá til að „játa“ glæpi sem þeir sögðust ítrekað ekki hafa framið. Alvar­legt rétt­armorð var framið gegn bræðr­unum þegar þeir voru sakfelldir á grund­velli ákæra af póli­tískum toga vegna þátt­töku sinnar í frið­sam­legum mótmælum. Vahid og Navid voru jafn­framt sakfelldir vegna tilhæfu­lausra ásakana um að vera viðriðnir morð á örygg­is­sveit­ar­manni. Yfir­völd dæmdu Navid rang­lega til dauða. Habib og Vahid voru dæmdir í áratuga­langt fang­elsi og til sjötíu og fjög­urra svipu­högga.

Bræð­urnir þrír voru færðir í einangr­un­ar­vist í sept­ember 2020. Hinn 12. sept­ember var Navid fyrir­vara­laust og leyni­lega tekinn af lífi án þess að hann, fjöl­skylda hans eða lögfræð­ingur væru vöruð við. Aftaka Navids vakti óhug í Íran og um heim allan og varð kveikjan að herferð í þágu Vahids og Habibs. Habib var að lokum leystur úr haldi í mars 2022 eftir að hafa sætt einangrun í 550 daga.

Yfir­völd hafa með grimmi­legum hætti haldið Vahid í einangrun frá því í sept­ember 2020. Honum er algjör­lega haldið frá öðrum föngum. Það er gert til að refsa honum fyrir að láta ekki undan kröfum yfir­valda um að gefa út opin­bera yfir­lýs­ingu gegn einstak­lingum í Íran og um heim allan sem hafa kallað eftir rétt­læti fyrir fjöl­skyldu hans.

Krefstu þess að stjórn­völd í Íran leysi Vahid Afkari úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttaíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju á mótmælum. Hún ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja hæfði hana í andlitið. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar á verðmiða í stórmarkaði um innrás Rússlands í Úkraínu. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.