Réttlæti fyrir Afkari-fjölskylduna

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid Afkari kemur úr samheld­inni fjöl­skyldu í Íran. Hann naut þess að lesa, syngja og dansa á heimili sínu með bræðrum sínum Habib, Navid og Saeed og systur sinni Elham.

Á árunum 2016, 2017 og 2018 tóku Vahid, Navid og Habib þátt í frið­sam­legum mótmælum gegn ójafn­rétti og póli­tískri kúgun í heimabæ sínum Shiraz.

Vahid og Navid voru hand­teknir á heim­ilum sínum þann 17. sept­ember 2018 fyrir að mótmæla. Þremur mánuðum síðar var Habib einnig hand­tekinn. Írönsk yfir­völd héldu bræðr­unum þremur í einangrun, pynduðu þá og neyddu þá til að „játa“ glæpi sem þeir sögðust ítrekað ekki hafa framið. Alvar­legt rétt­armorð var framið gegn bræðr­unum þegar þeir voru sakfelldir á grund­velli ákæra af póli­tískum toga vegna þátt­töku sinnar í frið­sam­legum mótmælum. Vahid og Navid voru jafn­framt sakfelldir vegna tilhæfu­lausra ásakana um að vera viðriðnir morð á örygg­is­sveit­ar­manni. Yfir­völd dæmdu Navid rang­lega til dauða. Habib og Vahid voru dæmdir í áratuga­langt fang­elsi og til sjötíu og fjög­urra svipu­högga.

Bræð­urnir þrír voru færðir í einangr­un­ar­vist í sept­ember 2020. Hinn 12. sept­ember var Navid fyrir­vara­laust og leyni­lega tekinn af lífi án þess að hann, fjöl­skylda hans eða lögfræð­ingur væru vöruð við. Aftaka Navids vakti óhug í Íran og um heim allan og varð kveikjan að herferð í þágu Vahids og Habibs. Habib var að lokum leystur úr haldi í mars 2022 eftir að hafa sætt einangrun í 550 daga.

Yfir­völd hafa með grimmi­legum hætti haldið Vahid í einangrun frá því í sept­ember 2020. Honum er algjör­lega haldið frá öðrum föngum. Það er gert til að refsa honum fyrir að láta ekki undan kröfum yfir­valda um að gefa út opin­bera yfir­lýs­ingu gegn einstak­lingum í Íran og um heim allan sem hafa kallað eftir rétt­læti fyrir fjöl­skyldu hans.

Krefstu þess að stjórn­völd í Íran leysi Vahid Afkari úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi