Unglingsstúlka liðið hrylling

Sætti þvinguðu mannshvarfi 15 ára

Ciham Ali fæddist í Los Angeles en ólst upp í Erítreu og átti sér stóra drauma. Hún var stað­ráðin í að verða fata­hönn­uður þegar hún yxi úr grasi. Draumar hennar urðu hins vegar að engu þegar hún var 15 ára gömul.

Hinn 8. desember 2012 var Ciham hand­tekin við landa­mæri Súdans þegar hún reyndi að flýja Erítreu. Faðir hennar, Ali Abdu, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra undir stjórn Isaias Afwerki forseta landsins, gerðist land­flótta þegar her landsins gerði vald­aránstilraun gegn stjórn­völdum. Sá orðrómur var á kreiki að Ali Abdu hefði stutt vald­aránið og Ciham kynni að hafa verið hand­tekin sem hefnd­ar­ráð­stöfun.

Níu ár eru liðin frá því að Ciham sætti þvinguðu manns­hvarfi en enginn veit, ekki einu sinni fjöl­skylda hennar, hvar hún er í haldi. Hún hefur ekki verið ákærð eða komið fyrir rétt. Það er engu líkara en Ciham sé horfin spor­laust.

Erítrea er alræmd fyrir að halda fólki föngnu í gámum neðanjarðar þar sem það þarf að þola miklar öfgar í hita og kulda. Frásagnir herma að margir hafi látið lífið af völdum pynd­inga, hungurs, sýkinga eða í kjölfar annarrar hrotta­legrar meðferðar í þessum fang­elsum.

Á meðan önnur börn á aldur við Ciham stefna á fram­halds­skóla hefur Ciham liðið ómældan hrylling.

Enda þótt Ciham sé banda­rískur ríkis­borgari hafa stjórn­völd þar í landi hunsað kröfur um að beita sér í máli hennar. Banda­rísk stjórn­völd hafa þagað þunnu hljóði yfir skelfi­legri stöðu Ciham, jafnvel þó að þau hafi vald til að hafa áhrif á stjórn­völd í Erítreu.

Krefðu stjórn­völd í Banda­ríkj­unum um að tala máli Ciham.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Angóla

TikTok-stjarna fangelsuð fyrir að gagnrýna forsetann

Ana da Silva Miguel, þekkt undir nafninu Neth Nahara, er söngkona og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Í ágúst 2023 gagnrýndi hún forseta landsins, João Lourenço, á TikTok. Næsta dag var Neth handtekin. Í kjölfarið var réttað yfir henni, hún sakfelld og dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var síðar lengdur í tvö ár. Yfirvöld í Angóla beita umdeildum lögum sem gera það refsivert að gagnrýna forsetann í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Víetnam

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverfismálalögfræðingurinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt verndun fólksins í Víetnam gegn áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Bach var handtekinn 24. júní 2021 og færður í fangelsi fyrir meint skattsvik, aðferð sem víetnömsk yfirvöld beita til að þagga niður í umhverfisaðgerðasinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki.