herör gegn tjáningarfrelsinu

Sakfelld fyrir að verja mannréttindi

Şebnem Korur Fincancı háskóla­kennari nýtur þess að vera með kött­unum sínum, elda og hlusta á tónlist þegar hún er heima hjá sér. Af tónskáldum er Beet­hoven í uppá­haldi.

Şebnem er sérfræð­ingur í rétt­ar­lækn­is­fræði og á alþjóða­vísu er hún þekkt fyrir störf sín til að stöðva pynd­ingar. Hún lagði sitt af mörkum við að þróa Istanbúl-bókunina sem leggur línurnar um hvernig eigi að rann­saka pynd­ingamál og handbók um kynferð­is­legt ofbeldi fyrir Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unina. Fram til júní 2024 var hún í forsvari fyrir Lækna­félag Tyrk­lands. Şebnem hefur einnig lengi barist fyrir mann­rétt­indum fyrir almenning í Tyrklandi, þar á meðal tján­ing­ar­frelsinu.

Hún hefur sætt tilhæfu­lausum glæp­a­rann­sóknum, varð­haldi og lögsóknum af hálfu yfir­valda til að þagga niður í henni og stöðva hennar mikil­vægu störf. Í janúar 2023 var hún sakfelld fyrir „að búa til áróður fyrir hryðju­verka­samtök“ í kjölfar þess að hún kallaði eftir rann­sókn á ásök­unum um að tyrk­neski herinn notaði efna­vopn í Írak. Şebnem hefur áfrýjað dómnum en hún á yfir höfði sér tveggja ára fang­elsi verði honum ekki hnekkt.

Stjórn­völd hafa skorið upp herör gegn tján­ing­ar­frelsinu og sett takmark­anir á störf mann­rétt­inda­frömuða eins og Şebnem. Şebnem neitar að láta undan. Óhrædd horfist hún í augu við þær ógnanir sem hún stendur frammi fyrir: „Ég hef til þessa dags ekki lagt það í vana minn að bugta mig og beygja fyrir yfir­valdi.“

Krefstu þess að stjórn­völd í Tyrklandi hætti að misnota rétt­ar­kerfið gegn Şebnem Korur Fincancı.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi