
herör gegn tjáningarfrelsinu
Şebnem Korur Fincancı háskólakennari nýtur þess að vera með köttunum sínum, elda og hlusta á tónlist þegar hún er heima hjá sér. Af tónskáldum er Beethoven í uppáhaldi.
Şebnem er sérfræðingur í réttarlæknisfræði og á alþjóðavísu er hún þekkt fyrir störf sín til að stöðva pyndingar. Hún lagði sitt af mörkum við að þróa Istanbúl-bókunina sem leggur línurnar um hvernig eigi að rannsaka pyndingamál og handbók um kynferðislegt ofbeldi fyrir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. Fram til júní 2024 var hún í forsvari fyrir Læknafélag Tyrklands. Şebnem hefur einnig lengi barist fyrir mannréttindum fyrir almenning í Tyrklandi, þar á meðal tjáningarfrelsinu.
Hún hefur sætt tilhæfulausum glæparannsóknum, varðhaldi og lögsóknum af hálfu yfirvalda til að þagga niður í henni og stöðva hennar mikilvægu störf. Í janúar 2023 var hún sakfelld fyrir „að búa til áróður fyrir hryðjuverkasamtök“ í kjölfar þess að hún kallaði eftir rannsókn á ásökunum um að tyrkneski herinn notaði efnavopn í Írak. Şebnem hefur áfrýjað dómnum en hún á yfir höfði sér tveggja ára fangelsi verði honum ekki hnekkt.
Stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn tjáningarfrelsinu og sett takmarkanir á störf mannréttindafrömuða eins og Şebnem. Şebnem neitar að láta undan. Óhrædd horfist hún í augu við þær ógnanir sem hún stendur frammi fyrir: „Ég hef til þessa dags ekki lagt það í vana minn að bugta mig og beygja fyrir yfirvaldi.“
Krefstu þess að stjórnvöld í Tyrklandi hætti að misnota réttarkerfið gegn Şebnem Korur Fincancı.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu